Leita í fréttum mbl.is

Brexit fimm dögum síðar: ESB en ekki Bretland fór í kerfi

Brexit og næstu fimm viðskiptadagar 877px

Mynd: breytingar á helstu hlutabréfavísitölum í Evrópu fyrstu fimm viðskiptadaga eftir Brexit

Eins og sjá má hefur útganga -exodus- Bretlands úr Evrópu-sambandinu ekki bitnað á Bretlandi þegar að hlutabréfamörkuðum kemur. Þeir sem eiga bresk fyrirtæki hafa átt frekar góða daga sem eigendur þeirra. Hlutabréf er staðfesting á því að þú ert eigandi. Þeir hafa litlar áhyggjur af eignum sínum í Bretlandi og hafa þeir ekki liðið fyrir að hafa sett fjármuni sína í atvinnurekstur á Bretlandseyjum

En þessu er ekki þannig farið á meginlandi Evrópu og Írlandi. Allir eigendur þar vita að þeir, en ekki Bretland, sitja eftir í fljótandi fangelsi Evrópusambandsins sem bókstaflega er að sökkva í evrum. Bretland er hins vegar sloppið út og flýtur með sitt góða Sterlingspund. Það losaði af sér hlekkina og lét sig hverfa úr slæmum félagsskap

Myndin af hlutabréfamörkuðum Evrusvæðis er enn hroðalegri ef menn skoða síðustu 52 vikur þeirra. Þar trónir Grikkland, Ítalía og Portúgal í kringum 30 prósenta hrunið og það virðist óstöðvandi

Fjármálaflaggskip Þýskalands, Deutsche Bank, heldur einnig bara áfram að falla ofan á eigendur sína og éta þá upp til agna. Einn hlutur í bankanum var metinn á 102,66 evrur þann 7. maí 2007. Í dag kostar sá hlutur aðeins 12,32 evrur. Hann er orðinn 88 prósent minna virði og heldur bara áfram að gufa upp. Alveg án afláts hvert einasta ár síðustu 9 árin. Hvernig skyldi nú standa á þessu

Bankinn á náttúrlega stóran hlut í sjálfum sér, því annars myndi enginn trúa á hann, og sú eign bankans í sjálfum sér er náttúrlega hluti af eiginfé bankans, sem því er að gufa upp. Ekki veit ég hvenær fjármálaeftirlitið í vasa ESB mun banka á dyr þessa banka til að segja honum að hann sé gjaldþrota og heimti að hann sé þjóðnýttur. Ekki skal ég segja til um það, en sá dagur nálgast, hvern dag

Evrópumennin á sínum sovét-mörkuðum ESB munu að minnsta kosti ekki hafa kjark til að láta frjálsa markaðinn um þennan risabanka og aðra stórbanka evrusvæðis, eins og gert var af fullum ásetningi með Lehmans í Bandaríkjunum og 200 aðra banka þar í landi. Nei, þeir munu ekki þora því, því þá leysist auðvitað myntin þeirra stál-evran upp. Gengi Þýskalands myndi þá hækka um 80 prósent og landið yrði gjaldþrota með öllum sínum gamalmennum þar sem meira en helmingur kjósenda er kominn yfir sextugt. Þá gæti Þýskaland óðaöldrunar ekki lengur haldið gengi sínu niðri með því að níðast á óðaöldrunar-hagkerfum Suður-Evrópu

En vandamálið með þennan þýska felubanka er allt það rosalega sem hann er í svo mörgum öðrum löndum. Líklega þyrfti því um leið að þjóðnýta alla myntina evru. Í gær lýsti Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn því yfir að þessi Deutsche Bank væri áhættusamasta og jafnframt hættulegasta fjármálastofnun veraldar

Stutt er síðan að allt bankakerfi Frakklands var þjóðnýtt síðast og stutt er síðan að gengi þýska marksins var falsað til að fela leyndan stuðning þýska seðlabankans við gengisfallið í Frakklandi. Þessir aðilar ættu því að geta komið sér saman um stofnun hins nýja sovétríkis Evrópusambandsins, þar sem á veisluborð almennings bornar verða hertar stálverur. Ekki mun Bretland lengur trufla þessi lönd við þann stálbruðning undir stjórn efri og neðri yfirkjálka Evrópu

Fyrri færsla

Bretland er farið og mun aldrei snúa aftur í þennan félagsskap


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

RÚV stóð sig vel að vanda. Eftir að hafa þurrausin viskubrunni ná Eirík Bergman og Baldur Þórhalls fengu þeir ferskt andlit til að útlista hörmungarnar í kjölfar Brexit.

Þessi Þóra Helgadóttir er verðugur arftaki þeirra Eiríks og Baldurs enda að hennar mati mikil óvissa: ríkja á flestum vígstöðvum í Bretlandi"

 http://www.ruv.is/frett/nidurstadan-kom-ollum-a-ovart

ég tók mér bessaleyfi og deildi þessu bloggi þínu á Facebook. Full ástæða til að dreifa því sem víðast.

Ragnhildur Kolka, 1.7.2016 kl. 15:08

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Hvaða fólk kom Íslandi á kaldan klaka, var það ekki háskólamenntaðir svokallaðir hagfræðingar?

Svo er alltaf verið að fá álit frá þessu smá fólki sem gat ekki einu sinni séð að Ísland var að hrynja fjárhagslega.

Svo þykist þetta sama fólk vita allt um fjármál annara landa, ja svei og kiss my ass, íslenskir hagfræðingar.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 2.7.2016 kl. 04:24

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Kærar þakkir til ykkar fyrir innlit og skrif.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 2.7.2016 kl. 23:08

4 Smámynd: Þórður Bragason

Eitt stendur þó eftir sem vert er að hafa áhyggjur af.  Evrópa hefur gegn um aldirnar verið mikið ófriðarbál.  Frá lokum síðari heimsstyrjaldar hefur þó verið tiltölulega friðsælt á svæðinu, hugsanlega vegna aukinnar samvinnu landanna á sviði viðskipta og álíka.  Ef það breytist má ætla að friðarhorfur í álfunni séu í hættu.  Ef BREXIT hefur domino áhrif má alveg ætla að til ófriðar komi innan 30 ára, sem er stuttur tími.  Njótum hanns vel gott fólk :) 

Þórður Bragason, 5.7.2016 kl. 08:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband