Leita í fréttum mbl.is

Hvað er Marxísk menningarstyrjöld?

Myndband 7,5 mín.: Hvað er Marxísk menningarstyrjöld?

Til þess að skilja hvað til dæmis stjórnmálaaflið DDRÚV stendur fyrir, þá þurfa menn að vita hvað Marxísk menningarbylting er. Marxísk menningarstyrjöld er DDRÚV + pólitískur rétttrúnaður + femínismi + píratar + góða fólkið sem drepur með heimsku sinni + fólk sem vill drekkja sinni eigin þjóð með annarri þjóð + umhverfðir kommar á umhverfismála og + Evrópusambandið. Þetta er það sem er vouge núna. Tær Marxisminn inn um bakdyrnar - ókjörinn að venju

Fyrri færsla

Veðurstofan gerði það samt - furðuleg áhættutaka


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Neo-Marxistar "Frankfurt skólans" í svo kölluðum samfélagsfræðum, voru snöggir að koma auga á hvílíkt og hentugt gereyðingarvopn Evrópusambandið yrði til að beita því á Evrópu. Í gegnum sambandið væri hægt að virkja hámenntuð gáfumenni Evrópu í þeim eina tilgangi að sökkva á álfunni í eitt skiptið fyrir öll, með því að láta sambandið um að eyðileggja og leysa upp fullveldi Evrópuríkja og ryðja brautina fyrir einræði undir Evrópusambandi gáfumenna, þ.e. þeirra sjálfra.

Þar með væri ráðin bót á byltingar-skortinum á "verkalýð" (proletariat) í borgarsamfélögum Evrópu. En þar ríkir de facto upplýst einræði í dag, þökk sé "upplýstri" gáfumannastóðelítu, eins og sést á hræðslu- og skelfingaráróðri hennar í Bretlandi þessar vikurnar, þegar taka á afstöðu til yfirdráttarins sem elítan er búin taka og klessa ofan í kok þjóðarinnar á kostnað þjóðarinnar áratugum saman í fullkomnu  heimildarleysi. Þjóðinni er sagt að ekki sé hægt að bakka, því þá hrynji veröld hennar. Þjóðin verði að kyngja yfirdrættinum og borga.

Gunnar Rögnvaldsson, 19.5.2016 kl. 03:46

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ef að ég væri íslenskur JAFNAÐARMAÐUR sem að væri á móti hjónaböndum samkynhnegðra;

hað myndi fólk ráleggja mér að kjósa?

Jón Þórhallsson, 19.5.2016 kl. 11:08

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér innilitið Jón

Ef þú átt við hvaða stjórnmálaflokk þú ættir að kjósa til að afnema lagaleg réttindi samkynhneigðra til jafns við alla aðra, þá ættir þú að kjósa pírataflokkinn. Það er sá stjórnmálaflokkur á Alþingi sem stendur fyrir stjórnleysi (anarkisma) og upplausn réttarríkisins. En það var réttarríkið (einn sannleikur, eitt sameiginlegt rétt) sem ól af sér mannréttindi.

Ef þú ert "jafnaðarmaður" þá veit ég ekki hvað það er. Í mínum huga er ekki til neitt stjórnmálahugtak sem heitir "jafnaðarmaður". En það er hins vegar til fyrirbæri sem heitir sósíaldemókrati. En það er sósíalisti sem segist aðhyllast lýðræði einungis vegna þess að þeim hugnaðist ekki vopnaður sósíalismi kommúnista. Að örðu leyti aðhyllist hann ekki lýðræði nema að það stuðli að tekjuskóflun og helst samruna heimsins í eitt land. Í eitt monster þar sem hann er jafnari en allir aðrir, og betri (keisarinn). Stjórnmálahreyfing sem hefur slíkt á dagskrá er alræðisafl.

Dæmi:

ECJ-dómstóll Evrópusambandsins styður aðeins þau "réttindi" borgara og fyrirtækja innan sambandsins sem stuðla, hvetja og vinna að ákveðnum málstað sem njörvaður er niður í undirstöðu allra sáttmála Evrópusambandsins; "Une certaine idée de l'Europe" eða "hinni sérstöku hugmynd um Evrópu(sambandið)". Þessi hugmyndagloría um Evrópu er dómstólinn sjálfur, lög hans og túlkanir. Hún er dottin niður til Jarðar sem framandi geimvera og er illfygli mikið. "Réttindi" borgranna eru af ECJ-dómstólnum aðeins leyfð ef þau stuðla að "meiri sameiningu" (e. integration)

Og það þýðir í praxís að dómstóllinn mun alltaf dæma þessari "samruna hugmynd um Evrópu" í hag og með gúrkuaðferðinni vaða yfir áður stjórnarskrárbundin réttindi þegnana í öllum aðildarríkjunum. Réttindi borgarana á lagasvæði dómstólsins — og sem hann skammtar — eru bara til í raunveruleikanum ef þau gagnast, stuðla að og styðja við þessa "hugmynd um sameinaða Evrópu". Ef þau stangast hins vegar á við "hugmyndina um sameinaða Evrópu" þá eru réttindi borgarana ekki til (e. non existing) í augum dómstólsins

Lengra nær hinn heimspekilegi grundvöllur og lagarammi dómstólsins ekki. Þetta er í eðli sínu einræðisleg uppskrift (e. totalitarian concept) að nýju helvíti á okkar Jörð. Þetta er kjarninn í ESB. Og þetta er nýtt sovét, eins og við mátti búast af meginlandi Evrópu

Við eigum að segja okkur úr EES og lifa undir þeim lögum sem aðeins við sjálf setjum fyrir okkur sjálf og bara fyrir okkur sjálf. Magna Carta frá 1215 verðum við ávalt að muna og bera í brjóstum okkar. Fátt verður mikilvægara í þeirri afar slæmu framtíð sem herja mun á okkur frá hinum nýju Evrópusovétríkjum ESB

Þetta er það sem svokallaðir "jafnaðarmenn (sósíalistar) berjast fyrir. 

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 19.5.2016 kl. 12:24

4 Smámynd: Jón Þórhallsson

Þín orð: 

Ef þú ert "jafnaðarmaður" þá veit ég ekki hvað það er. Í mínum huga er ekki til neitt stjórnmálahugtak sem heitir "jafnaðarmaður".

---------------------------------------------------------------------------

Myndir þú t.d. ekki skilgreina Steingrím J. og Össur sem jafnaðarmenn?

Sjálfur aðhyllist ég ekki anarkisma eins og sjóræningjarnir boða.

Jón Þórhallsson, 19.5.2016 kl. 12:46

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Nei Jón, því ég mér finnst orðið (jafnaðarmaður) ná yfir vitlausa hluti og vera rangnefni á sósíaldemókrata (sósíalista). Steingrímur er sósíalisti og Össur er sósíalisti. Hliter var líka sósíalisti (nationalsozialismus) og varla er hægt að kalla hann fyrir "þjóðarjafnaðarmann".

Alveg eins og orðið "myntbandalag" Evrópusambandsins. Það er algert rangnefni á efnahags- og peningapólitískri mynt (Economic and Monetary Union = EMU). EMU er alls ekki það sama og "myntbandalag", því það nær yfir hinn peningapólitíska hluta hagkerfisins og peningapólitíska vexti þess, og sem eru höndum stjórnmálamanna og sem nemur allt að rúmum helmingi af öllu hagkerfinu. Svoleiðis fyrirbæri er ekki bara "myntbandalag", heldur fyrst og fremst pólitískt fyrirbæri.

Kalla þarf hlutina sínum réttu nöfnum því annars verður öll umræða um þá skökk og marklaus. Sósíalistar eru sérfræðingar í svoleiðis dulbúnaði.

Gunnar Rögnvaldsson, 19.5.2016 kl. 13:00

6 Smámynd: Jón Þórhallsson

Varla myndum við líkja JAFNAÐARMÖNNUNUM  Gylfa í ASÍ, Steingrími J.og Össuri við stalín, commonisma eða hitler er það?

Jón Þórhallsson, 19.5.2016 kl. 13:18

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Hvað er "jafnaðarmaður" Jón? Þetta virðist vefjast fyrir þér, enda er það skiljanlegt.

En sjá, hér eru þeir komnir:

"Flokkur evrópskra sósíalista eða Evrópski "jafnaðarflokkurinn" (Party of European Socialists) er Evrópuflokkur sem samanstendur af jafnaðarflokkum (sósíalistum) í Evrópu, ýmist kallaðir jafnaðarflokkar, sósíaldemókrataflokkar, sósíalistaflokkar eða verkamannaflokkar. Hann rekur samnefndan þinghóp á Evrópuþinginu þar sem hann er næst stærstur. Flokkurinn var formlega stofnaður árið 1992 og hefur aðsetur í Brussel.

Samfylkingin er ekki fullgildur meðlimur í flokknum ólíkt flestum evrópskum systurflokkum hennar."

Adolf Hitler var sósíalisti og flokkur hans var sósíalistaflokkur, sem hét: Nationalsozialistische Deutsche Arbeiterpartei skammstafað NSDAP og meðlimir hans kallaðir nasistar.

Er þetta flókið? Gylfi, Steingrímur og Össur eru sósíalistar.

Hefði Hitler unnið stríðið þá hefði ríki hans orðið nákvæmlega eins og Austur-Þýskaland varð: Öll stjórnmálin þjóðnýtt í þágu ákveðins málsstaðar, eins og er í Evrópusambandinu núna. Totalitarian pólitík.

Gunnar Rögnvaldsson, 19.5.2016 kl. 14:12

8 Smámynd: Jón Þórhallsson

https://www.facebook.com/althyduflokkur100ara/?fref=ts

Getum við ekki verið sammála um að HIÐ ÍSLENSKA orð JAFNAÐARMENN sé heppilegra í notkun á Íslandi en socalistar eða nazismi?

Jón Þórhallsson, 19.5.2016 kl. 14:31

9 Smámynd: Ragnhildur Kolka

7,5 mínútum er vel varið í að hlusta á þetta myndband. Nú þegar búið er að splitta kynhneigð út í hið óendanlega og snúa öllum gildum á hvolf er ágætt að gera sér grein fyrir í hvað stefnir. Það sem við horfum upp a er að Sjálfsfyrirlitning og sjálfseyðingarhvöt vinstrisinnaðra Vesturlandabúa kann sér engin takmörk. 

Þakka pistilinn Gunnar.

Ragnhildur Kolka, 19.5.2016 kl. 14:40

10 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Nei við erum ekki sammála. Því að "jafnaðarmaður" er bara dulbúinn sósíalisti. Við þurfum alls ekki að vera sammála um þetta. Það er enn sem komið er heimilt að vera ósammála hér í landi.

Ég myndi ekki taka þessu svona þungt Jón. Það er hellingur af bæði sósíalistum og kommúnistum í flestum stjórnmálaflokkum, án þess að þeir sjálfir geri sér grein fyrir því hvernig þeir og markmið þeirra eru.

Þeir, eins og ég sagði hér fyrir ofan, hafa ekki við núverandi aðstæður það á stefnuskrá sinni að kollvarpa lýðræðinu. Það hafa þeir ekki allir og þeir eru ekki allir vont fólk, því fer fjarri.

En um leið og þeir komast í meirihluta þá munu þeir gera það, eins og sýndi sig þegar Össur, Steingrímur og Jóhanna komust til valda síðast. Kjósendur voru blekktir. Umboð kjósenda var misnotað og lýðræðið fótum troðið.

Gunnar Rögnvaldsson, 19.5.2016 kl. 14:44

11 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þá er það sagt Ragnhildur, skýr að vanda. Þakka þér innlitið.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 19.5.2016 kl. 14:45

12 identicon

Þetta er rétt hjá þér Gunnar.

Ég skil ekki neitt í þeim mönnum, sem sjá ekki og skilja hlutina eins og þéir birtast þeim í blöðum og riti.  Éf við skoðum hugmyndafræðina eingögnu og boðskapinn sem liggur í hugmyndinni, þá get ég persónulega ekki séð mismunin á milli ESB-Kristinar trúar- og kommúnisma.

Efalaust má heimfæra allan sannleika til þeirra sem trúa honum og það eru allt of margir sem leggja allt sitt á vogarskálarnar til að vera boðberar sínnar trúar á sinn sannleika.

Þú hefur verið duglegur að benda á sannleika ESB og hafðu þakkir fyrir.

Eggert guðmundsson (IP-tala skráð) 19.5.2016 kl. 22:46

13 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér kærlega fyrir Eggert

Bara svo það sé alveg á hreinu þá neyðist ég til að benda á og undirstrika að Evrópusambandið sem stofnun er algerlega Guðlaust fyrirbæri. Það þyrfti að minnsta kosti réttarlækni til að finna leifarnar af hornsteinum Vesturlanda í líkinu af ESB: Hornsteinn Vesturlanda er Jerúsalem. Honum hefur sambandið þegar afneitað. Og annað Vesturlenskt segir sambandið að sé ónýtt og að sambandið þurfi því að "bjarga Evrópu". Sprenghlægilegt.

En það er hins vegar til nóg af Róm(arríki) í Evrópusambandinu (imperial state building = heimsveldishönnun). En Róm með sínu réttarríki er samt ekki nóg sem lím til að halda saman vænlegu ríki fyrir borgarana. Borgarar farsælla ríkja verða að hafa eitthvað meira en bara lög-og-rétt sem þeir geta sameinast um. Þeir þurfa eitthvað stærra til að sameinast um og þar erum við, í fyrsta skiptið í þessum þræði, komnir að því stærsta af öllu, en það er það að einstaklingurinn er fæddur frjáls, eins og kristnin boðar.

Það er ekki fyrir neitt að útgangan úr Egyptalandi (Exodus) markar upphaf Vesturlanda, þar sem þrælaríkinu var sagt að fara til andskotans. Næstu 2000 árin eða svo var svo Gamla Testamentið notað til að byggja upp hornsteina Vesturlanda og til að stjórna þeirri uppbyggingu í formi þjóð-ríkja. En leiðarljósið var samt þessi undursamlega opinberum að einstaklingurinn fæddist frjáls. Að hann fæddist ekki sem þræll.

Þú nefnir "sannleika" í fleirtölu. En margir sannleikar eru ekki sannleikur. Þeir eru bara skoðanir. Ef allir álíta að skoðun sín sé "sannleikurinn" og að skoðanir annarra séu "þeirra sannleikur" - þá er þar með úti um réttararíkið. Réttarríkið byggir á þeirri einföldu forskrift að það sé bara einn sannleikur; að rétt sé rétt og að rangt sé rangt.

En eins og áður er sagt: þá getur réttarríkið alls ekki staðið eitt sé sér. Það er ekki nóg til að halda saman góðu þjóðríki. Í Hinum heilögu ritningum finnst eina forskriftin að þjóðríkjum Vesturlanda sem til er í veröldinni. En þjóð-ríkið var eina vörn litla og óbreytta mannsins gegn heimsveldagræðgi og þrælaríkjum.

Og lagaheimspekin sem liggur á bak við lögfræðina er að stórum hluta byggð á kristinni trú. Lagaheimspeki er eina heimspekin sem notast við því sem næst allar greinar heimspekinnar, Dæmi: tilvistar og trúarheimspeki, stjórnmála heimspeki, vísindaheimspeki.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 20.5.2016 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband