Leita í fréttum mbl.is

Þátttaka í fjárfestingarbanka Asíu var og er vitleysa

Nú þegar ljóst er að Kína hefur þegar séð sína bestu daga og að kínverska hagkerfið mun aldrei verða nándar nærri jafn stórt og öflugt og það bandaríska, og ennfremur að Kína er einungis léleg útgáfa af japanska kraftaverkinu sem hrundi, og sem þegar betur var að gáð, reyndist einungis vera loftbóla, já þá hlýtur það að vera augljóst að þátttaka í svo kölluðum "fjárfestingarbanka Asíulanda" er og var aðeins blautur draumur og gabb

Ísland á að draga sig út úr þessu spilavíti sem frá upphafi var aðeins eitt af vörumerkjunum beint úr áróðursdeild kínverska kommúnistaflokksins

Lengi lifi þjóð-ríkið Bandaríki Norður-Ameríku. Og niður með alla heimsveldaríkjaskipan, sem samkvæmt mannlegu eðli er aðeins hægt að halda saman með terror, hótunum og kúgun. Við eigum að halda dyggri tryggð við þjóð-ríki Bandaríkjamanna í Ameríku

NATION-STATES VS. EMPIRE-STATES

Fyrri færsla

Seðlabankinn og stjórnmálamenn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Algjörlega sammála þessu.  Fyrir 10-15 árum var þarna mikið hagvaxtarsvæði, en því miður fylgdu ekki þjóðfélagsbreytingar þessum mikla hagvexti það var auðvelt að koma með fjármagn INN í flest löndin en ekki hægt að koma fjármunum ÚT úr þessum löndum og því varð að finna einhverja fjárfestingamöguleika innanlands, sem reyndust ekki vera til staðar.  Því er svo komið nánast alls staðar í Asíu að þar er ENGINN hagvöxtur og víðast hvar sjá menn fram á mikla erfiðleika og í sumum löndum er það þannig að hjá efnahagshruni verður ekki komistVerður það kannski hlutverk þessa fjárfestingabanka að LÁNA einhverjum löndum til að komast hjá gjaldþroti?

Jóhann Elíasson, 27.4.2016 kl. 22:34

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér innlit og skrif Jóhann

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 28.4.2016 kl. 23:28

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Er ekki banki í Kína talinn banki í skattaskjóli, hvað er Rikið að fela og hvað með skatta af þessum peningum?

Það er ekki öll vitleysan eins, Rikið komið í Kínversk Tortóla Viðskipti.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 29.4.2016 kl. 19:58

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Jóhann

Staðan í Kína er að verða sú að þeir geta valið á milli þess að rjúfa gengisbindinguna við USD og sprengja sig þannig í tætlur, eða hins vegar, að nota sín eigin kjarnorkuvopn á sínar eigin glötuðu fjárfestingar í mestmegnis steinsteyptum en mannlausum loftvarnarbyrgjum. Útkoman yrði sú sama: hvellur og bíen púff -> hola niður í jörðina.

Kveðjur Vestur

Gunnar Rögnvaldsson, 30.4.2016 kl. 08:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband