Leita í fréttum mbl.is

1980: Jimmy Carter bannar öllum Írönum að koma til Bandaríkjanna

Forseti Bandaríkjanna 1980

Í dag: Í Bretlandi er sögð vera í gangi söfnun eiginhandaráritana (undirskriftasöfnun) á glansmyndapappír góða-fólksins, svo að hægt verði með þeim veifandi áritunum að banna Bandaríkjamanni einum, er Donald Trump heitir, að koma til Bretlands. Þessi söfnun er í gangi vegna þess að Trump þessi embættislausi maður á að hafa sagt að banna ætti öllum múslímum að koma til Bandaríkjanna þar til vitað er með vissu hvað sé að gerast í furðuheimi þeirra, sem nú um daga er að stofna kalífat hér og þar og sem George W. Bush forseti varaði við árið 2007

Líklega er voða-góða-fólk Bretlands hrætt við að hugsanleg koma Trumps til Bretlands geti stöðvað stofnun katífats múslíma þar í landi, því ekki hafa Bretar neinn kosningarétt í Bandaríkjunum eftir að þau urðu fullvalda og sjálfstætt ríki. Svo varla getur verið um neitt annað að ræða

Enn fremur gerir köngulóarfyrirtækið Google vafranotendum þess fyrirtækis nú kleift að má út og útiloka nafnið "Trump" frá því að birtast rétt á vefsíðum sem skoðaðar eru í vafra þess. Fyrirmyndin er líklega sótt til Microsoft, sem útilokaði liti, nafn, krækju og búmerki Netscape-vafrans frá því að birtast rétt á þeim vefsíðum sem Internet Explorer vafri fyrirtækisins sýndi á meðan hann var að leggja undir sig markaðinn. Google fjarlægði fyrr á þessu ári slagorðið "dont be evil" af stefnuyfirlýsingarskilti fyrirtækisins

Sagt er að þetta sé algerlega glæpsamlegt af manninum Trump að segja. Þar með virðist voða-góða-fólkið vera að stimpla Jimmy Carter fyrrverandi forseta Bandaríkjanna sem einhvers konar glæpamann, vegna þess að hann bannaði öllum Írönum að koma til Bandaríkjanna er ríkisstjórn Írans neitaði að bjarga lífi og láta lausa þá Bandaríkjamenn sem teknir voru í gíslingu í sjálfu sendiráði þeirra í sjálfu landi klerka-múslíma-ríkisstjórnar Írans. Gíslarnir voru þar í haldi í meira en 400 daga

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20

En svo gerðist það 20 mínútum eftir að Ronald Reagan sór embættiseið sinn sem 40. forseti Bandaríkjanna, að gíslarnir voru látnir lausir. Tuttugu mínútur Reagans í embætti enduðu 440 daga martröð 52 starfsmanna Bandaríkja Norður-Ameríku í Íran

Herferðin gegn Trump á þessum síðustu og verstu tímum voða-góða-fólksins, er farin að minna dálítið á þá Evrópu-herferð sem varð til á móti Ronald Reagan þegar hann sóttist eftir að komast í framboð sem forsetaefni í sínu eigin landi. Og meira að segja varaði Evrópu-herferðin alla þá tíð sem hann sat sem þjóðkjörinn forseti Bandaríkja Norður-Ameríku - og meira að segja gott betur en það

Fyrri færsla

Kanslarína Þýskalands, Angela Merkel, komin á listann


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband