Leita í fréttum mbl.is

IBM tekur 30.000 Apple Mac tölvur í notkun

120725_jobs_flips_off_ibm1

Steve Jobs og þið sjáið hvað

Á sex mánuðum hefur IBM tekið í notkun 30.000 Apple tölvur innanhúss í fyrirtækinu og 130.000 Apple tölvutæki. Og meðal annars með þeim árangri að notendur Apple Mac tölva hjá IBM hafa aðeins í 5 prósent tilfella samband við hjálparstöðvar (help-desk). En þegar um PC-Windows notendur er að ræða þá þurfa 40 prósent þeirra á hjálp að halda frá hjálparstöð. Sem sagt, frá 40 prósent og niður í 5 prósent bara við það eitt að skófla Microsoft út af skrifborðunum. Aðeins eina hjálpar-persónu (support) þarf til að styðja við bakið á hverjum 5375 Mac notendum (1:5375) í stað 1:70 þegar um PC-Windows er að ræða. Þetta eru ótrúlegar tölur

One stat that particularly stood out was that 5% of Mac users call the help desk, compared to 40% of PC users. This shows how simple it is for the staff at IBM to use the Mac platform, and reflects the hard work the team has done to make the experience seamless: JNUC | AI | Glósur

IBM er harðkjarna tæknifyrirtæki á sviði vél- og hugbúnaðar eins og Apple og engin smá smíði. Þeir hafa ákveðið að 400.000 manna starfsemi þeirra verði Apple væn. Náið samstarf er hafið á milli Apple og IBM um sameiginlega hugbúnaðarþróun og notkun innviða. IBM hefur tekið Apple tölvu-platforminn í notkun bæði innanhúss og utan: borðtölvur, fartölvur, síma og spjaldtölvur, allt knúið Apple OS X stýrikerfinu og iOS, sem er einn og sami hluturinn að grunni til en á mismunandi tækjum

Þetta er nú frekar fyndið því að í dag er Apple fjórum sinnum verðmætara fyrirtæki en IBM og bara hagnaður Apple einn og sér slagar upp í hálfa ársveltu IBM. Velta Apple er tvisvar sinnum stærri en velta IBM. Fyrirtækin er þó ekki hægt að bera saman, því að IBM er með 400.000 manns að störfum við að halda ríkisstjórnum, ríkjum, fjármálaheiminum og stórum hluta veraldarinnar gangandi á kjarnasviðum sem almenningur ber venjulega aldrei augum

Ginni Rometty forstjóri IBM og Tim Cook forstjóri AppleSjálfur hef ég unnið á og notað mörg tölvukerfi. Það fyrsta var Unix á Vax frá DEC. Svo MS-Dos líkið og MS-Windows 3.1, 98, 2000 og XP og Linux í of mörgum útgáfum af gagnslausri milljón. En árið 1993 fjárfesti ég og fyrirtæki mitt í miðlægu IBM AS/400 kerfi og um það leyti keypti ég fyrstu Apple Mac tölvuna mína. Ekki var til baka snúið þrátt fyrir ýmsa irriterandi útúrdúra í Windows-heimi

Bestu tölvu- og stýrikerfi sem ég hef kynnst eru frá Apple og IBM. Þar kemst ekkert ekkert ekkert með tærnar þar sem þessi fyrirtæki hafa hælana í tölvun

Ég man ennþá eftir því þegar einn kunningi minn sýndi mér Mac tölvu árið 1985. Og ég man enn hve vonsvikinn ég varð. Ekki nóg með að Mac tölvan hans komst öll fyrir á einu horni skrifborðs, heldur var það sem kom á skjáinn í litum! Já í litum og svo var mús! Þá var ég að nota MS-Dos og MS-Multiplan, en hann var að nota MS-Excel í litum. Þá var Excel bara framleitt fyrir Mac. Mér fannst ég vera alger lúði

Það er auðvitað ekki hægt að ræða þetta mál við flesta MS-Windows notendur og Stokkhólmaða Windows-stjóra því þeir hafa aldrei kynnst neinu öðru en Windows. Og margir þeirra hafa svo í framhaldi af því hoppað úr þeirri ösku og yfir í alelda Android, sem Google hendir sem gratís auglýsingamolum út um gluggana hjá sér til ráðþrota símaframleiðenda, sem einkum framleiða vörubíla, þvottavélar, jarðýtur og alls konar á meðan líkið af Nokia brennir gatið stærra niðri í maga Microsofts

Það verður aldrei hægt að taka það frá aumingja Microsoft að þeir stóðu fyrir nýrri öld í tölvun: svartri miðöld - the dark age of computing. En þetta er þó algerlega tilgangslaust að ræða þegar ekkert viðmið við neitt annað er til staðar. Það versta í tölvuheiminum eru þó smíðendur viðskipta- bókhalds- og ársreikningsforrita. Leiðinlegt er fyrir þau fyrirtæki að mála sig svona út í horn vegna tölvulegrar tröllskessunar. Þau deyja út með Microsoft

Fyrri færsla

Bein markaðsfræsla og beint stjórnleysi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Í glósum kemur í grófum dráttum fram að Apple-Mac-áætlun IBM gengur útá að 400 þúsund til 500 þúsund starfsmenn IBM, sem nota 618 þúsund fartölvur og 150 þúsund snjalltæki, taki í helmingi tilfella í notkun Apple Mac á hraðanum ca. 1.900 nýjar Mac tölvur á viku. 

Það verður ekki langt að bíða þess að yfirgnæfandi meirihluti starfsmanna þessa merka fyrirtækis noti ekki vörur frá Microsoft i núverandi mæli lengur, og IBM takist þannig að spara burt álitlegan hluta rekstrarkostnaðar og að auka framleiðni innan sem utan veggja fyrirtækisins verulega.

Þeir sjá að Apple með sína 115.000 fáu starfsmenn og tvöfalda veltu IBM kemst af með mun færri starfsmenn og skilar mun meiri hagnaði og meiri framleiðni.

Þetta er mjög athyglisvert fordæmi sem IBM stendur fyrir. Upphæðirnar sem geta sparast eru stjarnfræðilegar.

Gunnar Rögnvaldsson, 16.10.2015 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband