Leita í fréttum mbl.is

Bein markaðsfræsla og beint stjórnleysi

Hrein Unun

Styrmir Gunnarsson skrifar um að svo kallaðir klíkunetverksmiðlar (e. social networks) sem á fínna máli og til fegrunar eru kallaðir "samfélagsmiðlar", innihaldi hreint ekki allt þjóðfélagið af því að svo mörg "samfélög" þjóðfélagsins séu ekki viðstödd á þeim

Þannig er "háskólasamfélagið", hvað sem það nú er, ekki viðstatt á þessu neti beinnar markaðsfærslu, sem áður kom út á pappír. Og svo eru "stjórnmálaflokkarnir", hvað sem það nú er, heldur ekki að taka þátt í klíkusamfélagsnetinu. Þetta er eðlilegt, því að stjórnmálaflokkar hafa stofnað sig fyrir löngu síðan og þá þarf því ekki að stofna upp á nýtt með hverju nýju auglýsinganeti sem fæðist. Meðlimir og kjörnir fulltrúar þeirra eru þó samt nokkuð frjálsir gjörða sinna, ólíkt meðlimum klíkunetverksmiðla sem ritstýrt er af eigendum þeirra, þ.e hluthafastjórn Facebook sem tifar sem FB-ticker á Nasdaq kauphöllinni

Það er hægt að loka hlutafélaginu Facebook Inc á einu augnabliki með til dæmis gjaldþroti og þá er það óefnislega "samfélag" að sjálfstöðu algerlega aftengt samfélaginu --sem heitir reyndar þjóðfélag-- og herra Allir sjást þá ekki lengur naktir úti að synda, en eru það samt

Það er ekkert breytt í þessum heimi þó svo að viðskiptalíkan fjölmiðlunar sé að breytast hratt með tilkomu Internetsins. Það er í raun það eina sem hefur gerst. Tilkoma Internetsins breytti --án þess að stjórnendur prentmiðla tækju svo gjörla eftir því-- viðskiptalíkani prentmiðla og sem einnig reka vefmiðla, þannig að nú kaupa þeir tekjustofna sína beint af auglýsinganetverkum (auglýsinga-samfélögum) eins og til dæmis Facebook og Google

Þetta eru "skýjatölvunarfyrirtækin" og þau eru og verða ákaflega ákaflega skýjuð (clouded) fyrirbæri öfugt við til dæmis Apple og IBM sem eru heiðskýr (unclouded) harðkjarna tæknifyrirtæki sem þéna peninga sína til að geta búið til enn betri tækni sem ekkert venjulegt fólk veit að það muni þurfa á að halda. En það er hið raunverulega og sanna hlutverk tæknifyrirtækja. Að vita allt miklu betur en þú. Annars eru þau ekki raunveruleg tæknifyrirtæki

Þessu er algerlega öfugt farið á auglýsingasamfélagsmiðlum eins og Facebook og Google. Þar ert þú sjálfur vara þessara fyrirtækja. Þau nota þig, en þú ekki þau

Þeir sem húka lokaðir inni á innri-vef fyrirtækisins Facebokk Inc. eru orðnir svo einangraðir inni í klíkum sínum að þeir vita varla lengur að þeir eru að nota sjálft hið frjálsa Internet til að loka sig af og sem ber uppi hið innra net klíkunetverkanna, þ.e. auglýsingasamfélagið

Vefportal-viðskiptahugmynd eins og til dæmis strik.is og allir þeir portalar sem í dot.com bólunni urðu að dufti er hún hrundi, er nú hingað komin sem "samfélagsmiðlar"

Viðskiptalíkan prentmiðla mun breytast. "Ókeypis" viðskiptauppskrift ókeypis-dagblaða er ónýt af því að viðskiptalíkan þeirra er ónýtt. Dagblöð með áskrifendum munu aftur neyðast til koma sér upp sínum eigin auglýsingadeildum sem vinna samtvinnaðar og markvisst með áskriftarlíkani þeirra, í stað utanhúss auglýsinganetverka sem vinna gegn áskriftarlíkani þeirra á skrifandi stund - og sem eru að rústa þeim. Gagnkvæmir hagsmunir útgefenda og auglýsenda eru hættir að fara saman þannig að útgefendur eru stjórnlaust að missa neytendur sína vegna þessara hagsmunaárekstra við auglýsinganetverkin, sem er nákvæmlega sama um alla þeirra borgandi kúnna langt inn í framtíðina

Karl Rove var nú helvíti góður með sínar "direct mail" póstendingar á sínum tíma. Auglýsinganetverkið Facebook Inc. mun þar engu um breyta. Direct mail er og verður bara direct mail, bæði á pappír og í pixel

Það sem hins vegar er raunveruleg og viðfangsverðug spurning, er hvort að þessi beina markaðsfærsla undir dulnefninu "samfélagsmiðlar" leiði til beins stjórnleysis sem kálar lýðræðinu. Þið þekkið þetta frá síðustu bólu, bankabólunni

Einu sinni klæddust byltingaröflin lopapeysum til að villa á sér heimildir. Þar logaði hins vegar bara rautt ljós fyrir innan

Fyrri færsla

Varðandi landamæri ríkja


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband