Leita í fréttum mbl.is

Varðandi landamæri ríkja

Smá þankastrik varðandi landamæri ríkja sem hugtak

Landamæri ríkja eru algerlega huglægt fyrirbæri --þ.e. þau eru ekki efnislegt fyrirbæri-- og þau eru sem slík hvorki hönnuð, ákveðin né sett til að þau séu "virt", heldur til að þau séu af staðfestu varin og að hirt sé um að þau séu ávallt verjanleg undir verjanlegu stjórnarfari. VARNIR er það sem gerir að landamæri ríkja eru "virt"

Landfræðileg lega getur unnið með vörnum ríkja á jörðu niðri eða á móti þeim. Atlantshafið er til dæmis ákaflega voldug vörn. En jafnvel því er hægt að klúðra með staðföstum aulaskap á pappír

Séu landamæri ríkja ekki "virt" þá þýðir það að þau séu óverjanleg, eða að þau séu með vilja gerð óverjanleg eins og til dæmis í Evrópusambandinu. Séu gerð að aulalandamærum

Um leið og landamæri ríkja eru gerð óverjanleg með til dæmis aulahætti og ESB-aðild, þá sogast sjálfstæði og fullveldi viðkomandi ríkis inn á það sem hægt er að kalla "kauphallargólf hins pólitíska sektors". Þar verða bæði fullveldið og sjálfstæðið að pólitískri skiptimynt sem verslað er með. Verða að pólitískum söluvarningi

Við þetta myndast heill gegnrotinn pólitískur sektor (ESB-mafían) sem stundar pólitíska spákaupmennsku með fullveldi og sjálfstæði þjóða í sínu eigin ríki

Þar með andar ríkið í höndum ókjörinnar umboðslausrar elítu út anda sínum, gefst upp og deyr úr eurosclerosis

Þjóðin sem átti þetta ríki sem heimili sitt (þjóðríki) verður þá heimilis- og varnarlaus þjóð. Og allir vita hvað verður um heimilis- og varnalausa þjóð. Það sáu menn ákaflega vel á meginlandi Evrópu vorið 1945

Í dag ríkir 1930-stjórnarfar á meginlandi Evrópu á ný, þökk sé Evrópusambandinu

Og sú klukka tifar, tikk takk, tikk takk . .

Fyrri færsla

"Made in Germany" stendur fyrir svik, prettir og hneyksli


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Hvernig ætli standi á því að útidyrahurðin hjá flestum sé sú rammgerðasta í húsinu?

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 7.10.2015 kl. 02:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband