Leita í fréttum mbl.is

"Samstaðan" að ofan - eins og síðast

Það sprenghlægilega hefur nýlega gerst, að "samstaða vestrænna ríkja" hefur fengið nýja meiningu, af því að hún ógnar ekki mér. Ég er nefnilega með NATO í rasshendinni, viðskiptasamningana í hinni og fjarvistarsönnun frá sjálfum mér. Ég er ekki ég

Þegar Vestur-Þýskaland uppgötvaði að Pólland og Sovétríkin slökuðu á ferðaófrelsi fólksins í gegnum landamærin 1989, þá var ekki lengur gaman í Bonn, því það þýddi að toppurinn í Vestur-Þýskalandi gat ekki lengur notað peninga og viðskipti --í skiptum fyrir að sumt fólk fengi að yfirgefa samkvæmi kommanna í austri-- til að sleikja upp kommúnistaveldin, með það markmið fyrir augum að þau ríki yrðu smám saman fyllilega viðurkennd sem sjálfstæð! og fullvalda!, af því að á því gætu elítur Vestur-Þýskaland þénað

Þegar 380 þúsund manns flúðu þar af leiðandi kommabælin í Austri yfir til Vesturs árið 1989 og 400.000 manns árið eftir, var skaðinn skeður í Vestur-Þýskalandi og "útlendingar" strax orðnir skotspónn pólitískra afla þess lands ásamt endurkomu-enduruppréttingum framhandleggja þar í landi. Meira þurfti ekki til, en að fólkið og afkomendur þess sem átti eitt sinn heima í landi þessu, snéri sér vestur án þess að biðja elítuna um leyfi í skiptum fyrir einn pening að ofan niður í vasa þeirra í Austri, sem svo drukku hann út saman með þeim frá Vestri. Skipulagt og díalektískt miðstýrt frelsi að ofan, í skiptum fyrir viðskipti sem enn frekar hertu tökin um hálsa hinna kúguðu og grófu enn frekar undan lélegum efnahag þeirra og stækkuðu samspillinguna. Eins konar Brussel

Svo þegar pólska Solidarnosc (Samstaða) fór af stað með byltingu fólksins að neðan og upp í gegn, þá hneyksluðust vesturþýsku yfirvöldin og fóru hjá sér af vandlætingu og skömm yfir því að fólkið í Póllandi, sem Þýskaland ávallt hefur litið niður á, ætlaði ekki að sætta sig við miðstýrða byltingu elíta að ofan undir Ostpolitik sem skiptimyntar-díalektískan djöful með NATO í rasshendinni og samningana í hinni

Pólska Samstaða fældi hina vesturþýsku miðstýrðu frá hugsjóninni um frelsi. Enda þurfti pólska Samstaðan ekkert á þýskum peningum að halda því að ódíalektískir rangt-er-rangt og rétt-er-rétt-menn í Bandaríkjunum studdu pólsku Samstöðu bæði móralskt, pólitískt og fjárhagslega. Pólska Samstaðan var því alls ekki á neinum heimsóknarlista er Hans-Dietrich Genscher sótti Varsjá heim í mars 1981 og malbikaði í leiðinni braut Jaruzelskis til valdbeitingar og setningu herlaga yfir Pólverjum í desember sama ár. Jólagjöfin frá Vestur-Þýskalandi til Póllands. Ostpólitíkusinn Egon Bahr, hægri hönd Brandts, skrifaði náttúrlega með penna til veraldarinnar að heimsfriðurinn væri mun mikilvægari en Pólland, einu sinni enn

Ef að landamæri Þýskalands lægju upp að Úkraínu en ekki Póllands og annarra núll ríkja austar í augum Þýskalands, þá væri ekkert að gerast á þeim vígstöðvum annað en þið vitið hvað í dag. Svo langt nær samstaða vestrænna ríkja. Altsaa, þangað, en ekki lengra. Þegar um okkur er að ræða þá gilda nefnilega allt önnur lög og mál. Við hegðum okkur alltaf eins og síðast. Sem aular með NATO í rasshönd. Og nú íklæddir fjarvistarsönnunargagninu fræga, helvítis Evrópusambandinu

Að Bandaríkjamenn hafi nokkru sinni þolað bandamenn eins og Þýskaland og Frakkland í NATO, er hreint kraftaverk á stórskala. Og þau, gerast sko ekki alla daga

NATO var stofnað sem verjandi fullvalda ríkja af fullvalda ríkjum

En fullvalda ríki eru hins vegar bara alls ekki á dagskrá Evrópusambandsins. Þar er nefnilega unnið neyðarnótt sem ónýtan dag í reykfylltum bakherbergjum pólitískra vændishúsa við að útrýma þeim sem slíkum og öllu fullveldi þeirra. Fullvalda ríki er einnig bannorð í orðabók Evrópusambandsins. Ég er því bæði hneykslaður og gapandi af undrun yfir þessari heimsku og einfeldningshætti gagnvart þeim sem blása í gömlu glæðurnar sér til gróða og áhrifa austur. Halda mætti að þeir hefðu atvinnu af glapræðinu -- eins og í ESB, þar sem þrír-til-sex í rústum þeirra sjálfra hófu blásturinn í gömlu glæðurnar á ný árið 1950, vegna þess að þeir þoldu ekki lýðræðið og friðinn sem Bandaríkin með algeru lögmæti og ofurefli plöntuðu í gróðurmold landa þeirra. Með og úr því óþoli fyrir friði og lýðræði var Evrópusambandið steypt upp

Fyrri færsla

Bí bí og miðstýrt púff


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband