Leita í fréttum mbl.is

Hvaða vextir eru of hátt uppi á Íslandi Ásmundur?

Eru það innlánsvextir sem eru of háir? Nei, varla

Raunvextir á óverðtryggðum húsnæðislánum hér eru lægri en á Írlandi. Og útlánavextir lána með engu veði hér á landi, eru mun lægri en á Írlandi, þar sem raunvextir á þannig lánum eru 10-14 prósent á ári í jafnvel neikvæðri verðbólgu. Sömu sögu er að segja um lán án veðs í Danmörku. Og þar eru svo gott sem engir vextir á innlánum. Rekstrarlán til fyrirtækja þar í landi eru einnig á 8-16 prósent vöxtum í svo gott sem neikvæðri verðbólgu

Það er ekki hægt að bera raunvexti á húsnæðislánum hér á landi saman við hvaða land sem er. Til dæmis alls ekki við Danmörku, sem er með mölbrotið húsnæðislánakerfi á síðasta snúningi og sem mun leiða til þjóðargjaldþrots neiti markaðurinn að taka lengur þátt í þeim sirkus. Þriggja til fjögurra prósentustiga hækkun myndi gera út af við landið

Það voru kjarasamningar Ríkisins við lækna sem slitu akkerisfestar verðbólguvæntinga. Þá þegar hefði Seðlabankinn átt að hækka stýrivexti umsvifalaust til að komast mætti hjá þeirri verðbólguvæntingaskriðu sem leiddi til launahækkana á almennum markaði, sem ultu hér sem tærðar beinagrindur úr úr skápunum, án þess að nokkur áþreifanleg og raunveruleg innistæða væri fyrir þeim, önnur en huggulegheit

En þar sem seðlabankastjórnin ekur um í hjólastól íklædd magabelti, axlaböndum og haftaspelkum, þá hefur allt heilabú hennar pressast sem kósýgas út í gegnum ózonholu 13 manna stíflaðs nefs. Hvaða vextir hannaðir af nefnd eru of hátt uppi fyrir svoleiðis huggulegheit? Engir

Seðlabankastjórn er ekki vísindi. Hún er handverk sem byggir á þefnæmni skilvirks nefs. Nóg er að hafa bara einn mann með virkt nef til þess. Einn mann sem mætir á réttum tíma til þefja

Svo er gott að muna eftirfarandi: því lægri vextir, því hærra húsnæðisverð. Ekkert fæst hér ókeypis

Fyrri færsla

Vaxtasprotar lögregluríkis ESB og EES


mbl.is Vandinn er verðtryggingin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst þú tala illa Má seðlabankstjóra. Það má segja að hagfræðin hafi hrunið ansi hressilega í áliti þjóðarinnar misserin eftir hrun.

Þegar þeir stigu fram í röðum og svöruðu fræðilegum spurningum fréttamanna eftir flokkspólitískum línum. 

Ég er reyndar ósammála þér varðandi launasamninga við lækna. Það var reyndar löngu komið að þeirri ögurstundu að gera varð samninga á öðrum nótum en samtök atvinnurekenda lagði línur um.

Þessi miðstýring gengur ekki upp þegar gerðir eru kjarasamningar. Það er sífellt verið að bjarga atvinnugreinum og fyrirtækjum sem ekki standa undir eðlilegum launakjörum.

Jóhannes Nordal svaraði spurningunni um hámarksvexti umfram verðtryggingu fyrir sína kynslóð. Hann var virtur sem bankastjóri rétt eins og Már er núna. 

kveðja er sammála ýmsu um vextina 

Kristbjörn Árnason (IP-tala skráð) 25.8.2015 kl. 15:06

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Röksemdaskortur þinn Kristbjörn bendir okkur enn frekar á að stýrivextir hannaðir af kjaftanefnd, verða aldrei annað er málamiðlun. Þeir gera ekkert gagn og stýra engu, eins og sést, og það jafnvel undir höftum, spelkum og magabelti.

Ef það var "löngu komið að þeirri ögurstundu" sem þú nefnir til handa einna best launuðu læknum allra OECD landa, þá hlýtur ögurstund stundarinnar okkar út í bláinn að vera komin til að fá hér alveg rosalega rosalega háa vexti. Bara sí svona.

En hvað þá með íslenska stjórnmálamenn? Launakjör þeirra eru svo léleg að útfluttir og innfluttir stjórnmálamenn hljóta einnig að fá sína eigin ögurstund í stundinni okkar með ögri.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 25.8.2015 kl. 15:28

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það eru sem betur fer framfarir innan hagfræðinnar eins og öðrum greinum.  Nýlega komu fram kenningar og þær hafa verið sannaðar, þess efnis að stýrivextir hafi EKKI þau áhrif á verðbólgu sem áður var talið.  Þeir hagfræðingar, sem eru af kynslóð Más og þeirra sem sitja í peningastefnunefnd, eru almennt kallaðir "Ný-klassísku hagfræðingarnir".  Því miður virðist þetta fólk ekki hirða um að fylgjast með þeirri þróun sem er innan hagfræðinnar, heldur virðist það lýta á það sem þau lærðu, á sínum tíma, sem hinn eina sannleik og það óbreytanlegan.

Jóhann Elíasson, 25.8.2015 kl. 16:25

4 Smámynd: Kristbjörn Árnason

þeir sem trúa á lögmál markaðarins eins og mér virðist þú gera Gunnar, hljóta að hafa þá skoðun. Þar sem launamál starfandi fóks sé ein af breytunum sem hvert og eitt fyrirtæki verður að takast á við í rekstri sínum.

Því er auðvitað eðlilegt að kjarasamningar séu frjálsir eins og aðrir fjármunasamningar. Einnig að það ríki samkeppni milli fyrirtækja og starfsgreina um hæfustu mennina. Algjör miðstýring í kjaramálum ber dauðann í sér.

Ekki bara ögurstund í kjaramálum lækna heldur miklu fremur almennt á kjaramálavettvangnum. Vandinn er auðvitað sá að læknar á Íslandi eru ríkisstarfsmenn en reka margir hverjir sjálfstæð fyrirtæki sem hamast á kúnni. 

Varðandi vextina Gunnar, ég trúi ekki á hina bláu hönd sem stjórnar vöxtum sjálfvirkt á landsvísu eða á heimsvísu. Eða að vextir hafi sjálfstætt líf og stjórni sér sjálfir. Eða að þeir séu eins og rótlaust þangið sem flýtur um heimshöfin. 

Vöxtum er almennt handstýrt en auðvitað er farið eftir þeim leiðarljósum sem til staðar eru á hverjum tíma. Vaxtákvarðanir verða alltaf einhverjar málamiðlanir milli mismunandi hagsmuna. Allsataðar er einhver pólitík


Við fáum þá stjórnmálamenn sem við eigum skilið, ef við höfum bara efni á láglaunafólki í störfin, þ.e.a.s. fólk sem aðrir vilja ekki hafa í vinnu þá verðum við að þola afleiðingarnar.  

Kristbjörn Árnason, 25.8.2015 kl. 16:40

5 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Ég get nú ekki annað séð en að verið sé að keyra nákvæmlega sömu formúluna í SÍ og gert var á árunum fyrir hrun og í því miðju.

Þessi formúla segir sig sjálf og hefur sannað gildi sitt einu sinni. Hún myndi kannski virka ef ekki væri fyrir það að í hagkerfinu er notast við tvær krónur önnur flýtur og hin sekkur.

Almúginn borgar sín húsnæðislán og í mörgum tilvikum leigugjöld eftir þeirri sem flýtur en fær síðan sjálfur krónu sem sekkur í veskið.

Það verður aldrei heilbrigð stefna í peningamálum fyrr en sama krónan er notuð í allt. Gildir þá engu hvort notast er við þá sem flýtur eða sekkur.

Sindri Karl Sigurðsson, 25.8.2015 kl. 17:51

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Stýrivextir virka, alltaf.

En það þarf að gefa þeim tíma til að virka. Og það þarf að sjá til þess að verðbólguvæntingar fari ekki úr böndunum svo ekki þurfi að grípa til stórfelldra stýrivaxtahækkana til að tröllríða öllu niður í eðlilegt horf.

Til dæmis að hækka stýrivexti upp í 9-10 prósent og halda þeim þar föstum í 4 ár til að ná 4-6 prósent verðbólgu niður í 2 prósentustiga verðbólgumarkmið, eins og þýski seðlabankinn barði hana niður 1990-1994 og fór með alla Evrópu til helvítis á meðan.

Þessu eru menn fljótir að gleyma og hefðu líklega allir ælt yfir hér heima. En þá höfðu Íslendingar það gott og trölluðu sér ánægðir við eigin hag. En sem betur fer, okkar Íslendinga vegna, er Evrópa ekki tengd við krónuna. Svo hér þarf ekki að taka tillit til neins nema markmiðsins. Ef menn, markaðir og þjóðfélag eru ósáttir við það, þá er verðbólgumarkmið Seðlabankans einfaldlega of lágt. Sem ég held að það sé.

Þeir sem efast um að stýrivaxtavopnið virki, ættu að skoða brunarústir evrulanda. Í Grikklandi, Spáni, Portúgal og Írlandi voru raunstýrivextir ECB neikvæðir árum saman og afleiðingin varð alveg skelfileg. Alger skelfing.

Og þeir sömu ættu þá einnig að hætta að æpa úlfur úlfur verðbólgan er að koma, þegar stýrivextir eru núll, eins og núna.

Nú er íslenska ríkið og bæjarfélög á herðum skattgreiðenda, því miður langsamlega stærsti vinnustaður landsins. Ef þessi sjoppa hagar sér sem auli í til dæmis læknamálinu þá er sjoppan sú sjálf að grafa undan sjálfri sér.

Verðtrygging fjárskuldbindinga 1) styður við hagvöxt sem þýðir velmegun, 2) eflir framboð af lánsfé til framkvæmda, 3) kemur í veg fyrir hrun á fasteignamarkaði eins og sú boom-bust hringekja spilar erlendis, þar sem engin verðtrygging er til að halda flökti þess markaðar innan marka fólks sem þarf á heimili að halda til að eiga heima í, en ekki til að spekúlera í og tröllríða hlutabréfaverði með.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 25.8.2015 kl. 20:44

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Það má bæta því við hér að Ríkissjóður Íslands (Ríkið) þolir mun betur hóflega verðbólgu en mörg önnur ríki, því framfærslubyrði þess er ekki verðtryggð eins og til dæmis í Þýskalandi og víðar í evrusvaðinu. Þýska ríkið færi einfaldlega í gjaldþrot ef verðbólga nær sér þar bara smávegis á strik.

Og verðtryggð framfærslubyrði ríkissjóðs heils lands leiðir óhjákvæmilega af sér verðtryggingu skatta. Þar með hefur maður læst sig inni vítahringnum til ævarandi stöðnunar og eymdar, eins og evrusvæðið með Þýskaland við stjórnvölinn er allt orðið

Að ætla sér að bera vexti elliheimils saman við vexti á unga Íslandi er því afar hæpið. Nema að menn vilji búasetja í gröf.

Gunnar Rögnvaldsson, 25.8.2015 kl. 21:02

8 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Hver mætti í flottustu jakkafötunum í dag Gunnar Rögnvaldsson, áttu svar??? Ef ekki, þá sér up. Dálítið þreitt með svona laun komma prik eins og þig, þér tekst alltaf að mæra andskotann, húrra fyrir þér!!!

Jónas Ómar Snorrason, 26.8.2015 kl. 00:34

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já heimurinn er greinilega breyttur Jónas. Maóistar Kína í klæðskerasaumuðum komma-jakkafötum mæta í vinnuna með vindil í hönd til að lækka stýrivexti í gær! Hverjum hefði dottið það í hug fyrir bara einu fótspori frelsarans Maó síðan.

Merkilegt hve krossbrostin snilligáfa Marx-Lenínistanna í Kína virðist fara illa í fjármálamarkaði veraldar. Við hverju öðru bjuggust þeir?

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 26.8.2015 kl. 01:31

10 Smámynd: Már Elíson

Gunnar.."til handa einna best launuðu læknum allra OECD landa.." segir þú fullum fetum. Geturðu sannað þessi orð þín og BIRT tölur þess efnis ? - Ég þekki til lækna sem flúðu til USA og víðar á sjöunda og áttunda áratugnum, fengu eðlilega flott laun og atlæti. Sama sagan er að gerast í dag, flýja laun, eymd og aðbúnað (og hugsanlegan móral) og eru að fá heilbrigðan vinnutíma, mannsæmandi lækna-laun og fjölskyldulíf. - Segðu nú satt, Gunnar (ef þú getur) og styddu þitt mál í samanburðartölum. Hlakka til og bíð....

Már Elíson, 26.8.2015 kl. 23:00

11 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Már, hér er einnn vinur þinn, fyrst Google er það ekki. 

OECD HEALTH WORKING PAPERS NO.41 - THE REMUNERATION OF GENERAL PRACTITIONERS AND SPECIALISTS IN 14 OECD COUNTRIES

Svo virðist sem Fjármálaráðuneytið hafi ekki komist yfir 2008-desember rannsókn OECD á kjörum meðal annarra íslenskra lækna, þar sem fram kemur að þeir séu best launuðu læknar hins ríka hluta veraldar í hlutfalli við meðallaun í landinu. Eru með 3,5 sinnum meðallaun á Íslandi. Hærra launaðir en bandarískir kollegar þeirra —sem eru með 3,4 sinnum meðallaun í Bandaríkjunum— og sem ofan í kaupið standa fyrir eigin atvinnurekstri, þ.e. taka sem sagt sjálfir áhættu og ábyrgð á eigin kjörum með því að vera ráðnir hjá sjálfum sér.

Og ég sem hélt að svona sovéskt heilbrigðiskerfi eins og á Íslandi gengi út á "jöfnuðinn" fræga, sem kálaði svo vandlega borgurunum í Sovétríkjunum, én masse. Launajöfnuður virðist þó vera undanþeginn.

Það er ekki gaman á láta gabba sig svona, þjóð mín góða.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 26.8.2015 kl. 23:47

12 identicon

Kapitalisminn er löngu dauður, fyrir löngu smitaður af sósíalismanum.

Frændi sósíalismanns, fasisminn er aldrei langt undan.

Bankakerfið þáði ekki fyrir svo löngu velferðarkerfis aðstoð.

Í einu vestrænu landi gekk það svo langt að, ef ekki yrði gengið að velferðaraðstoðar við bankakerfið var gefið í skyn að herlög yrðu sett á í landinu ...

Hvert er landið sem um ræðir?

Leibbi Leibbs (IP-tala skráð) 27.8.2015 kl. 00:21

13 identicon

nrufuðum háa stýrivexti. gek ekki ef ég man rétt fóru þeir í um 20% ef stjórnvöld fara í vestur en seðlabankin í austur einsog gerðist fyrir hið svokkalaða hrun er niðurstaðan hrun. nú virðist lítið hafa lært á þessum árum frá hruni seðlabankinn fer í austur og ríkistjórnin vestur. afhverju halda menn að ef menn gera sömu lutina aftur að niðurstaðan verði önnur, þó er smá von skilst að þíngnemdir séu að leita leiða til að hefta innflæði fjármagns. sem er slæmt að mati hægri arms sjálstæðisflokksins sem trúir á alræði frjálshyggjunar. vonandi fær sá armur ekki að ráða

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 28.8.2015 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband