Leita í fréttum mbl.is

Fjórfrelsið í ESB-fangelsi Finnlands

Lissabon-2000 markmið Evrópusambandsins undir -

losseplads

Maastricht- og Lissabonsátt

Hin svo ákallaða finnska (áróðurs)leið Samfylkingar og Vinstri grænna inn í ESB, hefur reynst Finnlandi sem sléttsteypt gangbraut inn í ömurleikann

Í Finnlandi ríkir 10 prósent atvinnuleysi og hefur það bara aukist og aukist eftir því sem ESB-aðild og evruupptaka hefur fest landið fastar og fastar í ömurleikavef Evrópusambandsins

Fyrir ungt fólk þýðir Evrópusambandsaðildin endalokin um alla framtíð á möguleikum þess til hlakka-til lífs-míns. Tæplega 25 prósent af ungu fólki í Finnlandi er atvinnulaust og þjóðin er að verða geld. Aðeins 58 af hverjum 100 Finnum eru nú á vinnualdri

Hagvöxtur heyrir sögunni til í þessu landi sem álpaðist inn í Evrópusambandið undir bankabóluvandræðum og ERM-fastgengisklikkun við ECU sem hrundi og varð inngangan í ESB til þess að jafngildi þess sem verra er en bankahrun, varð að varanlegu ástandi í landinu. Kolrangt og krónískt fíaskó

Þjóðartekjur á hvern íbúa eru minni en fyrir tíu árum síðan, kreppa ríkir og kapítalistar flýja landið í svo miklum mæli að formaður viðskiptaráðs Finnlands segir að aðeins fáir svoleiðis séu þar eftir. ESB-aðildin hefur eðlilega gert útaf við þá og hafa þeir séð og heyrt ESB-nóg, eftir versta hrun landsframleiðslu Finnlands allar götur frá 1918, sem kýldi landið út af sporbraut árið 2009, er hún hrundi um níu prósent og einn fjórði útflutningstekna drapst úr evru

Aðeins 57 prósent landsmanna kaus að ganga í ESB árið 1994. En þá var ESB annað en það er í dag. Í dag hefði Finnland aldrei hent sjálfu sér svona í harakiri á ruslahauga Evrópusambandsins og borgað elítuveldi þess fimmtán hundruð miljarða króna fyrir að láta eyðileggja sig um aldur og ævi

Fyrri færsla

Er Evrópusambandið rottueitur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband