Leita í fréttum mbl.is

Norska krónan í frjálsu falli í dag

NOKUSD og RUBUSD þann 16 des 2014 - Yahoo

Mynd Yahoo; norsk króna og rússnesk rúbla gagnvart Bandaríkjadal í dag

Um tíma féll norska krónan (NOK) um 5,2% prósent gagnvart Bandaríkjadal í dag. Svona innan-dags gengisfall hefur íslenska krónan sennilega sjaldan eða aldrei orðið fyrir. Kraftarnir hér að verki eru miklir. Tel ég líklegt að norski seðlabankinn hafi gripið til örþrifauppkauparáða til varnar krónunni í dag, því áhyggjufullur norskur almenningur myndi ekki þola það að krónan félli um meira en fimm prósent á einum degi, án þess að tryllast úr hysteríu og áhyggjum yfir því að fullþroskuð húsnæðisbóla Noregs á bjargbrún setji sig í púðurtunnustellingar yfir hausamótum skulda- og fasteignaeigenda þar í landi. Lagði svo norska krónan sig á pari við þá sænsku í dag

 

NOKUSD - RUBUSD maí til 16 des 2014 - Yahoo

Mynd Yahoo; norsk króna og rússnesk rúbla gagnvart Bandaríkjadal frá því í maí 2014

Norska krónan er nú fallin um meira en 20 prósent gagnvart Bandaríkjadal síðan í maí. Það lægsta sem hún hefur farið síðan 2002. Enginn veit hvað verður um Noreg í þessum áföllum, því kolrangstæðar fjárfestingar umsjónarmanna olíusjóðs norskra landsmanna í Rússlandi eru að fuðra upp, ásamt öðru peningadriti sjóðsins í furður. Og fjármála- og atvinnustarfsemi tengd olíuiðnaði Noregs mun verða illilega fyrir barðinu á þeirri Kínaheimskingja-bólu sem ríkt hefur á hrávörumarkaði veraldar hin síðastliðnu mörg árin. Hollt er að muna hér "álit" svo kallaðra "sérfræðinga" árið 1960, sem þá sögðu: "Sovétríkin brátt stærsta hagkerfi heimsins". Noregur mun taka stakkaskiptum á næstu árum

Evran heldur áfram falli sínu gagnvart Bandaríkjadal og er myntin sú viðvarandi að leysa lönd og atvinnulausar þjóðir myntbandalagsins upp í 1930-kjarnakljúf elítustétta sambandsins. Þetta kemur . . þetta kemur

Fyrri færsla

Fitch snjóþrúgaðist út á eggjaskurn myntbandalags ESB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hansson

Hefur ef til vill áhrif á læknadeiluna ?

Snorri Hansson, 17.12.2014 kl. 01:42

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Snorri

Nú eru íslenskir læknar á Íslandi með hæstu laun allra lækna OECD-landa miðað við laun almennings í landinu. Þau eru 3,5 sinnum hærri en meðallaun í landinu. Þetta eru betri kjör en næst-tekjuhæstu læknar veraldar í Bandaríkjum búa við (laun þeirra eru 3,4 sinnum meðallaun í Bandaríkjunum).

Ég giska á að ekkert í  raunveruleikanum, nema kannski það að missa vinnuna og læknaleyfið, geti komið íslenskri læknastétt niður á jörðina. Svo sorglegt sem það er.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 17.12.2014 kl. 03:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband