Leita í fréttum mbl.is

Myntbandalag ESB: vissu ekki hvað þeir voru að gera

Forza Italia flokkur Silvio Berlusconi virðist ætla að reyna að vinna að því að ítölsk mynt verði tekin upp á Ítalíu samhliða evru. Bíddu aðeins. Já, þú heyrðir rétt; samhliða evru, segja þeir

Reyndar eru allir stjórnmálaflokkar Ítalíu nema einn, nú andsnúnir aðild Ítalíu að myntbandalagi Evrópusambandsins. Allir andsnúnir evruaðild nema einn. Forza Italia vill reyna að endurheimta fullveldi landsins í peningamálum

Ítalía er að deyja evrudauða. Landið er að kafna, það er komið með krónískt Eurosclerosis (ESB-eyðni). Jarðarför Ítalíu nálgast. Og elítupólitískir kirkjugarðar Evrópusambandsins geta varla beðið eftir kistunni ofan í fjöldagröf sína

Mikið langar mig að kalla þetta myntbandalag fyrir myntbrandaragúlag Evrópusambandsins. Það langar mig því hugdetta Forza Italia sýnir að stjórnmálamenn á Ítalíu höfðu enga hugmynd um hvað þeir voru að skrifa undir er þeir árituðu Maastrichtsáttmálann fyrir hönd ítölsku þjóðarinnar í desember 1991. Þar sem fullveldi landsins í peningamálum var óafturkræft varpað fyrir róða

Þeir höfðu ekki minnstu hugmynd um hvað þeir voru að gera í misnotuðu nafni þjóðarinnar. Sem og var gert í næstum öllum þeim löndum sem undirrituðu sáttmálann. Kjósendur komu næstum hvergi nærri þessu stórslysi stjórnmálastéttarinnar. Því þetta myntbandalag er eitt allsherjar elítuverk

Eitt land neitaði þó með þjóðaratkvæðagreiðslu að skrifa undir. Það var Danmörk. Þar með hefði Maastrichtlestin átt að stöðvast og falla dauð og ómerk, því sáttmálar kröfðust samhljóða samþykkis allra landa

En auðvitað neituðu Brusselelítur Evrópusambandsins að fara eftir því sem í sáttmálum Evrópusambandsins stendur og Danmörk var þvinguð til að kjósa aftur undir hótunum um útlegð og brottvísun frá því sem einu sinni hét Efnahagsbandalagið EB. Það var það sem danskir kjósendur ákváðu að ganga í á sínum tíma. Nú eru þeir hins vegar hafnaðir í orðnum klesstum elítu-hlut

Þýskaland mun ekki sleppa tökunum, nú þegar Aladdín rúgbrauðsandi þess er loksins sloppinn út úr lampanum og hefur lagt sig fast sem endurkoma móðunnar miklu yfir meginlandi Evrópu -- og stakkels Frakklandi sem loksins hefur af nýsameinuðu Þýskalandi verið troðið ofan í flöskuna sína, tappinn hamraður í og líkið innsiglað

En þessu er ekki hægt að hlægja að, því hörmunar menginlands Evrópu eru orðnar svo hroðalegar að úti er um velmegun og frið þann sem Bandaríkin plöntuðu þar. Evrópa er ónýt. Evrópusambandið hefur eyðilagt hana

Fyrri færsla

Mun norska krónan falla um 40 prósent?

*** Tengt ***

TARGET2: Luftwaffe sem innheimtustofnun?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

....Og við höldum áfram að stæra okkur af landi og þjóð,mest og best eins og sést.  

Helga Kristjánsdóttir, 2.12.2014 kl. 05:41

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka innlitið Helga

Í dag er í fyrsta skiptið sem að framvirkir afleiðu vextir til eins árs á evrusvæðinu bera neikvæða vexti (inflation swap rate). Notað af fjármálamörkuðum til að tryggja sig gegn verðbólgu.

Verðhjöðnunin hefur gripið um sig á ónýtu impótent evrusvæðinu. Það eina sem fjármálamarkaðir geta þar gert við peningana sína í svona umhverfi er að parkera þeim til einskis gagns og fyrir ekki neitt í ríkisskuldabréfum. Ekkert gefur ávöxtun eða neina meiningu.

Vonlaust er að lána peningana út til atvinnulífs hagkerfisins, því undirliggjandi eignir atvinnulífsins eru að brenna upp. Það mun ekki geta greitt þá til baka. Eignir þess eru að verða minna og minna viðri með hverjum deginum sem líður. Enginn kaupir í dag það sem hægt er að fá ódýrara á morgun.

Raunvextir á evrusvæðinu hækka því dag frá degi. Framleiðslugeiri Þýskalands er 0,2 stigi frá því að vera í samdrætti (50,1). Þýskaland er orðið að Ítalíu, Frakklandi og Spáni, sem öll verða á endanum  Grikkland, Portúgal og Kýpur.

Akkerisfestingar verðbólguvæntinga á myntsvæði ECB-aukaseðlabanka Þýskalands eru brostnar. Seðlabanki þessi hefur glatað öllum þeim trúverðugleika sem hann mætti hugsanlega hafa haft.

Nú er ástand Heinrich Brüning kanslara Þýskaland að festa akkeri sitt á evrusvæðinu. Hann stóð fyrir sigurgöngu Adolfs Hitlers til valda. Þýskaland stendur alltaf fyrir sínu. Það skilar alltaf með óbrigðulu öryggi meginlandinu af sér í steik.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 2.12.2014 kl. 08:43

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Í dag eru á Alþingi Íslendinga stjórnmálaflokkar sem hafa ekkert annað á stefnuskrá en að ganga í þetta myntbandalag. Útfrá því sjónarhorni má hafa nokkuð sympatí með Ítölum sem, með gróðaglígjuna í augunum, renndu blint í sjóinn fyrir 23 árum síðan.

Ragnhildur Kolka, 2.12.2014 kl. 10:15

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér innlitið Ragnhildur

Það er nú það ömurlega við þetta, að sú stefnuskrá sem notuð var sem atkvæða-veiðarfæri við alþingiskosningarnar 2009 og sem þá skilaði þeirri ríkisstjórn til valda með stórauknu en upplognu fylgi Vinstri grænna, sagði skýrt og skorið út í pappa að það kæmi aldrei til greina að lýðveldið okkar Ísland sækti um inn í Evrópusambandið!

Þetta var hörmulega svikið og þar með var það umboð sem sótt var og fékkst hjá kjósendum lýðveldisins gert að engu. Sú ríkisstjórn sat því umboðslaus við valdabrask sitt á því kjörtímabili. Er hér sennilega um mestu og grófustu kosningasvik í Íslandssögunni að ræða.

Núverandi ríkisstjórn komst til valda í krafti fulls umboðs frá kjósendum til að draga þessa umsókn til baka og það í einum grænum hvelli. Og ennfremur að afmá þá ólöglegu óheimiluðu aðlögun sem fyrrverandi kosningasvika-ríkisstjórn stóð fyrir að væri framkvæmd á lýðveldinu okkar.

Hvar eru efndirnar? Hvar er hryggsúla núverandi ríkisstjórnar? Hvaða aumingjaskapur og þjóðsvik eru að festa sig í sessi á hinu háa Alþingi Íslendinga?

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 2.12.2014 kl. 18:53

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þeir munu uppskera sömu háðungina og síðasta ríkisstjórn ef þeir heykjast á að draga umsóknina til baka.

Ragnhildur Kolka, 3.12.2014 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband