Leita í fréttum mbl.is

Moody's: Súper-öldrun Evrópu

Í skýrslu frá lánshæfnismatsfyrirtækinu Moody’s sem dagsett er þann 6. ágúst 2014 segir:

Í dag —árið 2014— er hægt að flokka þrjú hagkerfi sem verandi súper-öldruð (e. super-aged)

  • Þýskaland
  • Ítalía
  • Japan

Ég man að danski Jyllands-Posten birti sérstakan öldrunar-viðauka í blaði sínu vegna þingkosninganna í Þýskalandi árið 2009, en þá var helmingur þýskra kjósenda orðinn 60 ára og eldri. Mynd af gömlum þrautreyndum heldri þykkum manni í sjómanni við horaðan ungling, prýddi eina síðu viðaukans. Hinn ungi tapaði auðvitað. Gömul dönsk kona, sérstök og kær vinkona okkar, sem lengi hafði búið og starfað í Þýskalandi, gaukaði þessu eintaki JP sérstaklega að mér, vel vitandi um efasemdir mínar um tilvist ESB og hvernig þessi mál hafa staðið í Þýskalandi allar götur frá 1972

Konur vilja ekki fæða börn inn í svona þjóðfélög. Nútíminn kom til dæmis aldrei til japanskra kvenna. Þær fóru því í ævilangt verkfall. Að læsast í gildru lágrar frjósemi (e. The Low Fertility Trap) er ekkert grín, því lönd sem lenda þar, ná sér aldrei upp úr þeirri gildru aftur. Þannig spilar sá samfélagslegi spírall stjórnarfarslegs svarta dauða 

Síðan þetta var, hefur óða-öldrunin í hagkerfi Þýskalands versnað svo hratt að stærsti aldurshópurinn í þingkosningunum árið 2013, voru þeir sem orðnir voru 70 ára og eldri, eða heil 20,1 prósent af öllum kjósendum. Þýskaland er orðið krónískt gelt. Og það mun aldrei lagast aftur

Enginn hagvöxtur hefur verið í súper-öldrunarhagkerfi Ítalíu samfellt hin síðustu 13 árin. Eftir samfelldan 13 ára barning, stendur Ítalía steinrunnin í sömu sporum og hún var árið 2000. Zap, zero, summan af 13 árum er ekkert; núll

Moody's heldur áfram; Á næsta ári, þ.e. 2015, munu eftirfarandi hagkerfi í Evrópu bætast í hóp þeirra súper-öldruðu:

  • Finnland
  • Grikkland

Á árinu 2020, eða eftir rúmlega fimm ár, munu svo eftirfarandi lönd bætast í hóp hinna súper-öldruðu hagkerfa Evrópu: 

  • Svíþjóð
  • Frakkland
  • Holland
  • Portúgal
  • Slóvenía
  • Malta
  • Króatía
  • Búlgaría

Fimm árum síðar, eða á árinu 2025, munu eftirfarandi lönd bætast í hóp hinna súper-öldruðu hagkerfa í Evrópu, ofan í þau sem þá verða þegar því sem næst dauð

  • Austurríki
  • Belgía
  • Tékkland
  • Danmörk
  • Eistland
  • Ungverjaland
  • Pólland
  • Spánn
  • Sviss
  • Bretland

Svartnættið sem blasir við frá Evrópusambandinu er svo kolsvart að ekkert ljós mun ná að flýja þær þjóðfélagslegu hörmungar sem bíður þessarar deyjandi samkundu sem kalla má mannlegt svarthol Evrópusambandsins. Skattabyrðin verður skelfileg. Húsnæðisverð mun samkvæmt vinnupappír BIS falla allt að 90 prósent á næstu áratugum

Þeir sem vilja binda unga Ísland við þennan stein-sökkvandi steingelda-pramma af steypuklossum, hljóta að hafa hálm í heilastað. Hvað halda menn að kosið verði um í þingkosningum í svona ríkjum? Fjárfestingar í innviðum og atvinnulífi? barnaheimili? skólamál? eða menntun?

Nei, því get ég lofað að þau málefni munu ekki liggja hátt á málefnaskrá evrópskra stjórnmála. Þar verður rætt um ódýrustu líkkisturnar og hverjir af þeim sem ennþá hafa tekjur, eigi að standa í skilum með erlendar skuldir ríkjanna

Það fáa unga fólk með atvinnu mun verða plokkað eins og hænsn í örvæntingarfullri tilraun Þýskalands til að ná peningum inn í örent skattafjármagnað ellilífeyriskerfi landsins sem verður stærsta gjaldþrot mannkynssögunnar (Þýskaland hefur fjórum sinnum orðið þjóðargjaldþrota, en það gerðist af annars konar ástæðum)

Allt ungt fólk sem mögulega getur mun kjósa með fótunum og flýja úr kirkjugörðum Evrópusambandsins. En það getur því miður ekki flúið, nema þeir best menntuðu, restin verður bundin við massífu skatta-staurana og húsnæðislánin sem aldrei fæst neitt fyrir, þegar selja á eignir og losa sig úr gildrunni

Þeir sem sækjast eftir aðild að kirkjugörðum Evrópusambandsins hljóta annað hvort að vera treggáfaðir eða jafnvel heimskingjar

Eins og þið kannski vitið þá er ekkert sem hræðir fjárfesta meira en deyjandi eignir. Deyjandi eignir í öldrunarhagkerfum og deyjandi eignir í eilífðar-spíral verðhjöðnunar sem þannig samfélögum fylgir; þau verða eins og niðurfallið í sundlaugum. Allur massi sogast þangað niður

Hér er Evrópusambandið alveg sér á parti. Það hefur drepið hið þjóðbernska afl ríkjanna (natal-energy). Það hefur búið til manngerðan Svarta-dauða á yfir-vakt sambandsins yfir eyðileggingu þess í Evrópu. Það er ekki hægt að kjósa það burt. Það er ekki hægt að skjóta það. Það er ekki hægt að hengja það. Það er algerlega vonlaust að losna við þann elítu-klossa sem Evrópusambandið er um hálsa Evrópubúa

Vinnumarkaðurinn fyrir ungt fólk er varanlega ónýtur, þökk sé ESB, ERM, Maastricht og Schengen. Þetta mun ekki enda vel. Bara alls ekki vel, skal ég segja ykkur

Gjaldþrota komu ríkin undan Sovétríkjunum og gjaldþrota munu þau koma undan Evrópusambandinu

Það er óþolandi að Ísland skuli ennþá standa sem umsækjandi að svartholi Evrópusambandsins. Hendið embættismanna-elítu-tregðunni út um glugga ráðuneytanna, brettið svo upp ermarnar og dragið þessa kosningasviknu umsókn inn í sambandið strax til baka. Til þess voruð þið kjörnir þingmenn. Umsóknin er opinber skömm á Lýðveldinu. Þetta gengur ekki lengur. Rífið svo aðlögunina, sem fram hefur farið í leyfisleysi, af Lýðveldinu með lagabandormi

Fyrri færsla

Að búa við þátíð Bjartrar framtíðar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæll Gunnar! Þetta kemur heim og saman við grein eftir þjóðverja,sem ég las í Mogganum fyrir giska 20-25 árum. Greinin fjallaði um ört fækkandi fæðingar í Þýskalandi og ástæður þess.Þar voru ástæðurnar flokkaðar og sú lang-oftast nefnda,var að það væri svo dýrt að eiga börn,síðan að þau væru erfið og leiðinleg. En greinarhöfundur endaði með að kannski yrði þjóðin rík,en útdauð. Hún kveikti á pælingum hjá mér um áhrif stjórnmálamanna á fólksfjölgun,sem sannanlega er staðreynd. - En líklega hefur sagan um sveitastjóra á austurlandi verið grín,en hann gat komið því til leiðar að konur fengju ekki getnaðarvarnir,sveitafélagið varð að fá kaupstaðaréttindi,sem fengist við ákveðna fjölgun þess.

Helga Kristjánsdóttir, 15.9.2014 kl. 13:56

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Helga

Hagfræðingurinn Edward Hugh hefur í nokkuð mörg ár látið sig þetta mál mikið varða.

"The Low Fertility Trap" (gildra lágrar frjósemi, LFT)

Eftirfarandi hluti LFT (því miður á ensku) er sennilega sá hluti heildar-mekanismans í LFT sem leikmenn eiga einna auðveldast með að skilja. Því skoðum við hér einungis hinn augsýnilega (obvious) hluta málsins sem þarna sést svo að segja með berum augum. En sjálf kenningin um Low Fertility Trap sem er eftir "demografann" Wolfgang Lutz, er ansi flókin í heild sinni. Demógrafía í nútímanum er flókin fræðigrein.

Gildra lélegrar/lágrar frjósemi býr til samfélagslegan mekanisma þar sem eftirfarandi fjórir hagfræðilegir hlutir gerast í hagkerfinu í heild, og þeir sjást með berum augum, líti menn eftir þeim:

= tilvitnun í Edward Hugh hefst, áherslur eru mínar =

1) In order to compete for exports these economies have a permanent pressure on their tradeable sectors, whereby outsourcing is continuous and ongoing, wages are continuously compressed, and structural reform is permanent. Since the very export dependence is only further reinforced by the continuing process of change in the population pyramid (ie domestic demand never "recovers" as such) this is all self-reinforcing. That is the more time passes the more there is downward pressure on the wages of young people.

2) Due to the comparatively lacklustre economic growth performance there is a constant shortfall in the tax income necessary to guarantee existing welfare and pension commitments. This shortfall is produced by the low levels of trend growth (think Italy, Germany and Japan) which you can generate exclusively on the basis of export growth. Since the changing pyramid structure (here is another part of the feedback loop) means that an increasing part of the voting population comes to be over 50, the tendency, as we are in fact seeing, is to attempt to maintain welfare commitments by increasing the tax burden, which affects the consumption and earning possibilities of the young directly.

3) Migration factors. The general lack of growth in the economy, and the tendency towards increase retirement ages and higher participation rates at the older ages, all mean that there is a relative lack of well paying jobs at the entry level, a phenomenon which makes outward migration an increasingly attractive proposition for educated young people (again, as we are seeing in Germany and in Italy). This out-migration once more feeds back into the structural evolution of the population pyramid. If the out migration is in part compensated for by in-migration of lower skilled workers, then this tends to retard the process of moving towards higher value work, a feedback which one more time would seem to find reflection in lower wage levels on average in the younger age groups.

4) Impediments on pro-natal policies. The pressure on fiscal resources which result from the previous three factors mean that effectively it becomes increasingly difficult to generate the resources to finance really meaningful pro-natal policies which might attempt to "tease" fertility back up towards a higher level. As time goes by this problem only gets worse.

== tilvitnun lýkur ==

Þegar þú sem þjóð missir hið þjóðbernska afl (natal-energy) þá ertu komin í virkilega slæmar aðstæður. En sjálf orsökin fyrir því að þjóðir missa sína "natal-energy" er sú að "pro-natal policies" hafa verið teknar frá þeim. Teknar af þeim. Þær hafa misst verkfærin eða misst hvatana til að nota verkfærin.

Það er það sem gerst hefur í Evrópusambandinu síðustu 50 árin, með síaukinni hröðun með hverju árinu sem líður. Þá finnst þjóðunum að þær eigi ekki lengur neitt í sjálfum sér: þær eru bara þarna ("þær vinna bara hér").

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 15.9.2014 kl. 18:15

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég kynntist ungum Þjóðverjum á minni tíð sem sögðust ekki kæra sig um að eignast börn til að skaffa einhverjum framtíðar-Hitler fallbyssufóður eins og þeir höfðu sjálfir verið sendir til. Þetta dró mikið úr á þeirri tíð. Þá skipti bíllinn og húsið miklu meira máli en mörg börn. Nú er það of seint að iðrast.

Gunnar, ég er sammála um hálminn í heilabúi þeirra sem ekki sjá í gegnum Evrópuboðskapinn en éta sífellt upp sömu tugguna og þjóð meðal þjóða og að rödd okkar heyrist og evran lækni verðbólgu eins og fjölþjóðamenningin sem hún færi okkur með Schengen.

Halldór Jónsson, 15.9.2014 kl. 20:41

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Hvernig skyldi evrópusmabandið ætla að fást við Íslamska Kalífaríkið?

Halldór Jónsson, 15.9.2014 kl. 20:42

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Svakalega ertu bjartsýnn.

Þessu evrður öllu reddað. Þýskarar eru að fá svo marga tyrki til sín, sem eru gjörsamlega ómenntaðir, og þar af leiðandi frjósamir, að þeir geta alveg séð um að heygja frumbyggjana.

Verst að geta ekki lifað í 1000 ár, og sjá hvernig heimurinn verður eftir þetta.

Ásgrímur Hartmannsson, 15.9.2014 kl. 22:32

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkir kærlega Halldór og Ásgrímur fyrir innlitið

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 16.9.2014 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband