Leita í fréttum mbl.is

Búið að stofna þau

Almenningur er þegar búinn að bindast samtökum um helstu grundvallarmál. Þau samtök heita íslenska þjóðríkið og það rekur sjóð sem heitir ríkissjóður. Þeir sem eru þjóðfélagsþegnar greiða í þennan sjóð. Um það var samið

Af hverju bregst þá ríkissjóður á tíðum hinum umsömdu grunnskyldum sínum? Og af hverju halda menn til dæmis að einkareknir lífeyrissjóðir landsmanna séu verr reknir en ríkissjóður og sveitafélög?

Grunnskylda ríkissjóðs Íslands er að sjá til dæmis um opinbert vegakerfi og heilbrigðiskerfi þjóðfélagsins. Heilu skattafjármögnuðu heilbrigðiskerfi var á sínum tíma smyglað inn undir væng ríkissjóðs. Afsökunin fyrir skattlagningunni til ríkissjóðs vegna heilbrigðiskerfisins var sú, að þessir hærri skattar en ella þyrftu að vera, ættu að renna til heilbrigðiskerfisins. Þessar grunskyldur ríkissjóðs hafa að vissu leyti verið sviknar. Nú er verið að hagræða skylduhlutverki ríkissjóðs. Hlaupast undan

The evidence presented in this paper provides an alternative explanation: Increases in the size of government have slowed economic growth (úr skýrslu fyrir Joint Economic Committee USA - The Size And Functions Of Government And Economic Growth) 

Fleiri myndu með gleði greiða skatta sína ef að á álagningarseðlinum stæði að x,x prósent af skattgreiðslunum rynnu með öryggi til hins opinbera heilbrigðiskerfis, en ekki í málalengingar “farveg” eitthvað annað

Staðreyndin er því miður sú að hinn risavaxni ríkissjóður —samtök almennings— er ofnotaður af stjórnmálamönnum til að kaupa sér atkvæði. Grunnskyldum ríkissjóðs þjóðríkisins er sópað til hliðar svo að embættis- og stjórnmálamenn geti á tíðum notað þennan sameiginlega sjóð fyrir pólitískt brask og opinbert glingur. Á meðan stofna svo borgararnir alls konar ný samtök til að taka að sér sum þau hlutverk sem upphaflega var umsamið að innifalin væru í skattgreiðslum til allsherjarsamtaka þeirra; nefnilega ríkissjóðs Íslands - og sveitafélaga (hins opinbera)

We believe that the answer to each of the above questions is straightforward: Large and expansionary government has retarded economic growth, particularly in high-income countries (úr sömu skýrslu fyrir Joint Economic Committee USA)

Það er dapurlegt, en þó samtímis uppörvandi, að af helstu OECD-ríkjum skuli það ennþá bara vera ríkissjóður Bandaríkja Norður-Ameríku sem sinnir sjálfum tilvistar- og grundvallarhlutverkum sínum í þjóðríkinu best, með því að nota allt að 17,9 prósentustigum af landsframleiðslu í; þjóðaröryggi (varnarmál), menntun, samgöngur og fjarskipti, löggæslu og almannavarnir, réttarkerfið, holræsi og sóttvarnir - og svo auðvitað í harðar njósnir um þá sem þegar eru eða hafa valið að leggja í nýja bálkesti umhverfis the Anglosphere. Má þar helst nefna stórbálköstinn Evrópusambandið, sem umboðslaust hrúgar sér upp - Bandaríkjunum til höfuðs

Fyrri færsla

Finnland: Evran virkar - enginn hagvöxtur í 5 ár


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þessi lausung í ríkisfjármálum hefur grafið undan vitund manna um hlutverk ríkisins. Rétt eins og niðurlagningu sjúkrasamlaganna gerði.

Ragnhildur Kolka, 18.7.2014 kl. 08:40

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já. Og þakka þér innlitið Ragnhildur

Góðar kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 18.7.2014 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband