Leita í fréttum mbl.is

Evrópusambandið hefur öngvan bakkgír

Þeir sem halda að Evrópusambandið hafi bakkgír, þekkja veirubúgarða sambandsins ekki nógu vel. Til dæmis er Frakkland ekki eitt land heldur að minnsta kosti tvö lönd. Vert er að minna á það að landamæri ríkja meginlands Evrópu eru pólitískt hugtak. Þvert á þau og undir þeim öllum liggja ósýnilegir valdaþræðir meginlandsins, sem lítið sem ekkert hafa breyst hin síðustu mörg hundruð ár

Perversar pólitískar hugmyndir hinna á bakvið liggjandi valdavefja meginlandsins, eru á fullu að spinna þann vef sem brátt mun hóta því að hálfbyggt -halfway house- hús Evrópusambandsins verði látið hrynja ofan á borgarana, en sem aldrei hafa beðið um þetta hús. Svo mun sami doktor og síðast, koma og segja þeim að aðeins sé hægt að verða-ekki-undir þeirri brunarúst, með því að verkið sé klárað. Klára pakkann. Að slagharpa einræðisins verði kláruð

Allt hið stóra samsæri stjórnmálamanna gegn kjósendum er þegar til staðar í Evrópusambandinu. Því hefur verið komið í verk. Það eina sem þarf að gera er að fjarlægja fólkið. Og það gerist sjálfkrafa, eins og flestir vita, er húsum þjóða er abstrakt komið fyrir í abstrakt valdastrúktúr keisaravelda. Og þau - hafa öngvan bakkgír

Fyrir sovétborgarana var Stalín fjarlæg ósnertanleg abstraktion. Það sama gildir í Evrópusambandinu. Það er fjarlæg ósnertanleg abstraktion í lífi borgaranna: hundrað prósent ókjörið og fimm hundruð prósent óábyrgt gagnvart öllum borgrum þess; an Empire

Þessa vegna er þjóðríkið heilög stofnun

Fyrri færsla

Góð grein Ragnars Önundarsonar um Eatwell lávarð 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband