Leita í fréttum mbl.is

Brennið þið eignir og brennið þið launin

Nú hefur Evrópusambandinu tekist að endurskapa grunninn að 1930-aðstæðunum á meginlandi Evrópu á ný

Í verðbólgu vilja allir bara eiga eignir. Enginn vill eiga peninga eða óverðtryggt fé. Bankar lána þá frekar og gleðilegra út úr hirslum sínum, því þeir vita að peningarnir eru betur komnir í eignum og atvinnusköpun, en heima í banka. Eignasöfn bankanna hafa það gott því veðin verða meira virði. Þau tapa að minnsta kosti ekki verðgildi sínu, svo lengi sem atvinnustigið þurrkar ekki út lánstraustið til landsframleiðslunnar, sem að hluta til er pantsett fyrir erlendum lánum ríkissjóðs
 
Hófleg verðbólga er merki um líf. Merki um að eitthvað sé að gerast í hagkerfinu, sé pening hent út í það. Að það myndist bylgjur í vatninu þegar steini er í það kastað; að dýnamíkin virki. Að hagkerfið sé ekki frosið eða jafnvel ríkisvætt í hel

Örvæntingarfull stýrivaxtalækkun ECB-sogrörsseðlabanka Þýskalands ofaní allt evrusvæðið og ERM-lönd í síðustu viku, er eitt stórt neyðaröskur yfir því að 1930-tilvistarkreppa evrusvæðisins sé nokkuð hærra gengin í stigmögnunarfasa sínum en menn létu sig halda (e. escalating existential crisis)

Þessi ákvörðun um lækkaða stýrivexti var neyðaröskur í myrkrinu innan úr apabúri evrunnar, þar sem verðhjöðnun er orðin útbreidd og breiðir sífellt meira og meira undirliggjandi úr sér í fjármálakerfum myntsvæðisins

Bankarnir á evrusvæðinu grafa á fullu í sundur peningasvæði evrunnar samkvæmt 1914-reglunum um skotgrafir meðfram landamærum ríkja þar sem aðrsemi og ávöxtun er úr þeim horfin. Það gera þeir með því að loka e. cross-border-lending peningasvæðis-landamærum sínum og hrúga eingöngu að sér glommum af fé niður í kjallara sína og útlána engum neitt. Þetta gera þeir til að mæta í kjöllurum sínum þeim eignabruna sem orðinn er -og sem sífellt meiri verður - og sem gerir þar með veðin þeirra sífellt verðminni, samstíga því að verðhjöðnunin flettir greiðslugetunni ofan af óttasturluðum lántakendum, sem bæði eru launþegar og atvinnurekendur, og sem fá minni og minni laun í minni poka sína, til að borga með þeim stærri og stærri skuldir, af verðminnkandi eignum, með þessum lægri launum og ónýtri arðsemi í pokanum.
 
Enginn vill í dag kaupa það sem á morgun verður ódýrara og svo koll af kolli. Eignir launþega og fyrirtækja og þar með sjálf veð bankanna brenna upp og smám saman kvikna hinir gömlu og eðlislæga rotnu eldar elda út um alla Evrópu. Þetta tókst. Evran virkar! Geðbilun ESB er þingupplýst! Hún logar!

Hafa menn því nú hafið umræður um að þjóðnýta öll bankakerfin í öllum löndum evrusvæðisins, samtímis. Gefum Daniel Gros orðið. Svo er bara beðið eftir . . tja . . þið vitið eftir hverju: Andsvarinu!
 
Lenín í gömlu Sovétríkjunum
 
Til hamingju NSU; New Soviet Union
Og til hamingju EMMA; European Monetary Madness Area
 
Brennið þið eignir og brennið þið launin
 
Fyrri færsla
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband