Leita í fréttum mbl.is

"Germany Is a Stealth Currency Manipulator"

================
Germany Is a Stealth Currency Manipulator
================
 
Germany Is a Stealth Currency Manipulator

Clyde Prestowitz var viðskiptaráðherra Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta. Hann hefur ritað grein í tímaritið The International Economy, sem ber þessa yfirskrift hér að ofan: Þýskaland er ósýnilegur eða falinn gjaldmiðils- og gengissvindlari. Um sýndargengi sýndargjaldmiðils Þýskalands.
 
Þetta falsaða peninga- og gengisfyrirkomulag gerir Þýskalandi kleift að bæta samkeppnisaðstöðu sína á svikinn hátt, með því að ríða um veröldina á bökum annarra evruríkja:

"It improves its competitive position and export performance at the expense of its eurozone partners."
- By Clyde Prestowitz
 
Krækja á grein Prestowitz á PDF-formi: er hér
 
Hér heima 
 
Árið 2010 skrifaði ég um þetta mál undir yfirskriftinni "Dönitz mynt Evrópusambandsins er hættulegur rekaviður" -sem er hér - og einnig kom ég sem oftar inn á þetta sama mál í ágúst 2013, undir yfirskriftinni; Myndarlegur afgangur, virkilega? - sem er hér
 
Í Þjóðmálum veturinn 2010/11 í greininni "Áhlaupið á íslensku krónuna", kem ég inn á þetta sama mál og inn á mikilvægi fullveldis þjóðríkja í peningamálum;
 
"Frá því að fjármálakreppan skall á í byrjun 2008 hefur Þýskaland fellt innra gengi sitt miðað við önnur lönd myntbandalagsins um heil 6 prósent. Og nú krefst Þýskaland þess að hin löndin bjargi sér úr ógöngum sínum í myntbandalaginu með því að gera það sama og Þýskaland hefur gert; lækka laun og skera niður kostnað. Og hvað halda menn svo að Þýskaland geri ef svo ólíklega skyldi vilja til að hin löndin nái sér niður á þýskt launa- og kostnaðarhlutfall? Jú, Þýskaland mun þá bara lækka laun og kostnað enn meira hjá sér og draga þannig enn meira úr eftirspurn innan myntbandalagsins. Þetta er skrúfa án enda og frekar kapphlaup niður á botn samfélagsins en allt annað. Löndin í myntbandalaginu eru komin inn í vítahring. Það eina sem lönd eins og Þýskaland skilja er gengisfelling beint í andlitið. Löndin, sem eru í myntbandalagi með Þýskalandi, munu aldrei geta keppt við það án sinnar eigin myntar. Í þýskri þjóðmenningu þýðir hugtakið ábyrgð aðeins eitt; sparnaður. Hann liggur djúpt og dýpra í þýsku þjóðarsálinni en hjá flestum öðrum þjóðum.
 
Þýskaland myndi svelta sig til að viðhalda samkeppnishæfni útflutningsgreina landsins. Vert er að minnast þess að meira en helmingur þýskra kjósenda eru orðinn sextugur eða eldri. Í öldrunarhagkerfi eins og því þýska hefur neysla þjóðarinnar að miklum hluta þegar farið fram og þjóðinni fækkar hratt vegna lítilla barnsfæðinga áratugum saman. Þetta er gjörólíkt því sem Íslendingar eiga að venjast. Hvað ætti Ísland að gera með mynt, peningapólitíska stefnu og stýrivexti eins stærsta ellihagkerfis heimsins? Það sama á við um Íra. Þessi tvö hagkerfi eru gjörólík því þýska. Ég endurtek: það eina sem lönd eins og Þýskaland skilja er gengisfelling." 
 
Alla greinina "Áhlaupið á íslensku krónuna"
má í heild lesa á vefsetri mínu hér
 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband