Leita í fréttum mbl.is

Germany As Currency Manipulator

Þessi yfirskrift hér að ofan er ekki mín. Hún er Paul Krugmans og hún er frá 27. september 2013:
 

***

Paul Krugman skrifar: "The general point is that if we imagine a euro breakup, I think everyone would agree that the new mark would soar in value, making German manufacturing much less competitive. The German public imagines that it is being cruelly exploited for the benefit of lazy southerners; arguably, what’s really happening is more like China’s purchases of dollars, which are intended not to subsidize America but to boost industry."

*** 

 
Þann 1. nóvember 2010 skrifaði ég eftirfarandi nótat hér á bloggsíðu minni, undir yfirskriftinni:

"Dönitz mynt Evrópusambandsins er hættulegur rekaviður"

"Evran er alveg laus við allt gagn fyrir öll lönd evrusvæðis nema Þýskaland og kannski Frakkland líka. Með evrunni hefur Þýskalandi tekist að falsa gengi þýska hagkerfisins í heilan áratug og velta miklum samfélagslegum byrðum yfir á Bandaríkin og fleiri lönd. Allir sem hugsa vita að ef Þýskaland væri með sína eigin mynt, þýska markið, væri gengi þess einn á móti tveimur Bandaríkjadölum. En það er bara einn á móti einn komma þremur dölum.

Ef Bandaríkin myndu endurgjalda þennan þýskalemjandi óheiðarleika í alþjóðlegum viðskiptum, myndu þau strax ganga til þeirra þurftar-verka með því að falsa gengi Bandaríkjadals. Það gerðu þau með því að hleypa allri Suður-Ameríku inn í eitt dollarasvæði. Þá myndi gengi Bandaríkjadals lækka mikið, því þá gætu Bandaríkin notið góðs af því að hafa vanefna annars flokks hagkerfi með í myntinni sinni. Þetta er evrusvæðis aðferðin.

Á þessum rúmlega eina áratug hefur Þýskalandi tekist að raka til sín viðskiptahagnaði sem nemur þúsund miljörðum Bandaríkjadala. Þetta hefur allt gerst á kostnað Bandaríkjanna og þeirra landa evrusvæðis sem heita hvorki Þýskaland né Frakkland."

Síðan þetta var skrifað, hefur allt í Evrópusambandinu og myntbandalagi þess orðið miklu mun verra. Heil ríki er verið að mölva og leggja í rúst undir ægivaldi ECB-sogrörs-aukaseðlabanka Þýskalands, sem sýgur merginn úr hryggsúlum mölbrotinna ríkja svo að ESB-elítan og pólitísk gangster-gengi meginlandsins geti sjálfumglöð smjattað og viðhaldið sér á honum

Þýskaland ríður nú um heiminn á brotnum bökum farlamaðra ríkja undir evru. Og sem eru brotin af því að þau létu fullveldið og sjálfstæðið af hendi með því að ganga í Evrópusambandið og taka upp mynt Þýskalands, evruna, og þá óhjákvæmilegu stálfátækt sem henni fylgir

Ríður nú Þýskalandið um á þessum stimulus sem Marðarspelkusáttmálinn frá 1992 færði því heim. En tilgangur hans og ERM-kreppukerfisins var frá upphafi að smokka minniháttar ríkjum Evrópu upp á lyklahring Lotharinga. Eru hin minni ríki nú algerlega undir hæl Lotharinga komin. Vanmáttug, undirgefin og krónískt háð herra hringsins, fyrir tilstilli stórkostlegs samsæris stjórnmálamanna gegn kjósendum

Krækjur

Fyrri færsla

Tengt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband