Leita í fréttum mbl.is

Það var evra Evrópusambandsins sem bjó til kreppuna

Og neitar að leysa hana, því það getur ekki leyst úr þeim vandamálum sem sjálf tilvist Evrópusambandsins og evrunnar hefur skapað fyrir Evrópu og heiminn allan. Sambandið þarf því að grafa sig niður; dýpra og dýpra. Sem er von, því Evrópusambandið hefur aldrei leyst nein vandamál. Einungis skapað þau, því Evrópusambandið sjálft er sjálfskaparvíti, sem ekki er hægt að leysa úr

Þetta sjálfskaparvíti - er myntbandalag Evrópusambandsins nefnist (EMU) - er nú með lægra lánshæfnismat en þau bandarísku undirmáls-lán, sem elítuveldi Evrópusambandsins sögðu að hefðu tendrað og skilað af sér atburðarrás sem leiddi til hruns á fjármálamörkuðum á sínum tíma
 
As Expect[ed] Loss points out, up until said downgrade event some of these securities were better-rated (at AAA) than countries like Britain and France. Maybe that says something about the state of European sovereigns, but it must also say something about the fact that — six years after the start of the credit crisis — rating agencies are still playing catch-up (FT-Alphaville
 
En þetta er bara ekki satt. Því bandarísku undirmálslánasöfnin eru ennþá með betra lánshæfnismat en margir ríkissjóðir evrulanda hafa. Og sitja pappírar þessara ríkissjóða nú sem tryggingar inni í súrheysturni ECB-seðlabanka Evrópusambandsins. Út á þá pappíra voru prentaðir evrupeningar og til krafna á hendur þeim frá öðrum evrulöndum stofnað. Og hélt maður að þannig skynvilla, út af fyrir sig, væri ekki möguleg. Hefði t.d. Kýpur sagt bless og farvel, þá hefði brottför þess eins og sér þýtt útþurrkun á öllu eiginfé ECB-seðlabanakans vegna þeirra TARGET2- og ELA-krafna sem þá hefðu misst lífið, því skuldunauturinn væri skyndilega horfinn út í geiminn
 
Þá hefðu seðlabankar allra eftirlifandi evruríkja þurft að biðja þjóðþing viðkomandi landa um að senda kistur af gulli úr hirslum sínum upp í ECB-súrheysturninn í Frankensteinfurt. Og það á meðan borgrum viðkomandi evrulanda væri sendur screw-you og niðurskurðarfingurinn á sama tíma - og meira að segja - töluvert lengra fram í tímann. Þetta væri eins og sjálfknúin kyrkingarvél; "við tókum upp evru til að hengja okkur við hvert skref sem okkur er alltaf sagt að sé nauðsynlegt að taka til að bjarga kyrkingarvélinni frá því að hætta að kyrkja okkur". 
 
Þarna er vandamálunum í aðalklessustöðvum Evrópusambandsins vel lýst: Þau eru þau verstu eðlis í heiminum í dag - og verða svo áfram og áfram og áfram um langa tíð. Og fjúka mun svo þakið af súrheys-seðlabankaturni evrunnar í Frankensteinfurt. Sá atburður er spurningin um hið merkilega náttúrufyrirbæri er tími nefnist. Hann kemur í veg fyrir að allt gerist alls staðar á sama tíma. En það verður big-bang
 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Evrópusambandið er smíðað ú gölluðum genum rétt eins og Jóhanna Sigurðardóttir. 

Jóhanna Sigurðardóttir vann að því öllum árum að framleiða vandamál, þá hún fékk vald til þess. 

Líkt og með hana þá getum við fátt annað gert en að horfa á vandamála framleiðslu Evrópusambandsins, eða er til önnur aðferð?   

Hrólfur Þ Hraundal, 29.6.2013 kl. 11:00

2 identicon

Bíddu, varstu ekki búinn að segja fyrir nokkrum árum að evrum væri fortíð í dag? Og Þýskaland komið á hausinn?

Árni Richard (IP-tala skráð) 29.6.2013 kl. 20:30

3 identicon

Er það þá íslenska krónan sem bjó til efnahagshrunið á Íslandi?

Hermundur Sigurdsson (IP-tala skráð) 29.6.2013 kl. 21:55

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur fyrir

Hrólfur: Það var fróðlegt að fylgjast með því þegar sérfræðistóðelíta Evrópusambandsins og fjármálaeftirlit ESB-landanna hámuðu í sig alla fjármálavafningana að Vestan og kenndu svo Bandaríkjunum um hversu lélegir kaupmenn þeir sjálfir væru. Síðan þurfti seðlabanki Bandaríkjanna að bjarga AIG sem tryggði bankakerfi ESB og evrulanda og þannig bjarga bankakerfum evrulanda frá allsherjar hruni. Bjarga þeim undan eigin heimsku. Síðan kom í ljós að napalm hafði af ECB-seðlabankanum verið notað sem ábruður út um allt evrusæðið. Það er því nú rústir einar, rambar á barmi byltinga, uppreisna og útþurrkunar; sviðin jörð.
 
Evarn er fortíð í dag. Það er rétt athugað hjá þér Árni. Hún er fortíð. Líkist bara ekkert því fyrirbæri sem hún var sögð vera er hún var sjósett. Þá var hún sögð og markaðsfærð sem lækningarlyf við misræmi á innri samkeppnisaðstöðu ESB ríkjanna á milli og átti að jafna út samkeppnisaðstöðu og inna ójafnvægi á milli ríkjanna.
 
En nú er okkur hins vegar sagt að sjúklingurinn þoldi ekki lyfin (evruna) sem áttu að lækna sjúkdóminn og verði því fyrst að verða heilbrigður til að getað þolað lyfin sem áttu að lækna sjúkdóminn. Þetta er geðdeild ESB í hnotskurn. Hreint Galeanstalt - Fávitahæli. 

Fyrsta loforðið var: Uppfylla þarf þrjú skilyrði fyrir aðild að myntbandalaginu. Þau lönd sem uppfylla skilyrðin geta tekið upp evru
- Theo Waigel nóvember 1996.

Fyrsta loforð svikið: undanfarin ár uppfylla engin af 16 löndum myntbandalagsins þessi skilyrði. Ríkissjóðir myntbandalagsins eru að meðaltali reknir með 6,6% tapi. Ekkert bendir til að þetta lagist á næstu árum. Ríkissjóður Írlands er rekinn með með 11,7% tapi.

Annað loforðið var: "evran verður að minnsta kosti eins góður og stöðugur gjaldmiðill eins og þýska markið var"
-  Theo Waigel nóvember 1996.

Annað loforð svikið: evran hefur frá 1999 sveiflast meira gagnvart dollar en þýska markið gerði síðustu 10 árin í lífi þess. Þetta gerðist þrátt fyrir að verðbólga var aðeins 1,5% að meðaltali á fyrsta áratug evrunnar. En á síðasta áratug þýska marksins var verðbólgan 2,5%. Þrátt fyrir þetta hefur evran verið óstöðugri mynt. 

Þriðja loforðið var: Eftir að við fáum evru mun þýska þjóðin gleyma þýska markinu
- Helmut Kohl, apríl 1998.

Þriðja loforð svikið: Staðreyndin er sú að margir Þjóðverjar vilja fá þýska markið aftur. Samkvæmt rannsókn GDZ-Bank vilja 44% Þjóðverja leggja niður evruna og fá þýska markið aftur strax. Aðrar og nýrri kannanir sýna evrunni enn meiri fyrirlitningu og fjandsemi.

Fjórða loforðið var: Það er enginn seðlabanki í heiminum eins óháður og sjálfstæður eins og ECB-seðlabankinn
- Wim Duisenberg, júní 1998

Fjórða loforð svikið: Staðreyndin er sú að eftirmenn Duisenberg; Jean-Claude Trichet og Mario Drahgi, hafa brotið allar reglur peningastefnunnar samkvæmt öllum reglugerðarbókum. Þeir kaupa ríkisskuldabréf. Þeir prenta peninga og henda regluverki peningastefnu seðlabankans fyrir borð. Samkvæmt yfirhagfræðingi Deutsche Bank, Thomas Mayer, er ECB-seðlabankinn nú orðinn handlangari ríkisstjórna evrulanda. 

Fimmta loforðið var: Ekkert eitt land eða ein ríkisstjórn á evrusvæðinu mun fá neina sérmeðferð hjá ECB-seðlabankanum. "Seðlabanki Bandaríkjanna breytir ekki regluverki eða stefnu sinni vegna eins einstaks fylkis í Bandaríkjunum"
- Jean-Claude Trichet, janúar 2010 

Fimmta loforð svikið: Síðan þann 3. maí 2010 tekur ECB-seðlabankinn við ríkisskuldabréfum Grikklands þó svo að þau uppfylli ekki kröfur um veðhæfni því þau eru í ruslflokki. Þetta var gert vegna yfirvofandi ríkisgjaldþrots Grikklands og bara fyrir Grikkland.
 
Og svo mætti lengi halda áfram, því þetta ritaði þýska Handelsblatt þegar þann 13. maí 2010. Síðan þá hefur evrusvæðið breyst í sannkallað evrusvað. Myntsvæði skammbyssu-stjórnmála
 
Kveðjur
 

Gunnar Rögnvaldsson, 29.6.2013 kl. 23:55

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Reyndar er ástandið á evrusvæðinu orðið þannig í dag að það eru STJÓRNMÁLAMENN OG RÍKISSTJÓRNIR ÞEIRRA sem komnar eru ofan í vasa ECB-sogrörsseðlabanka Þýskalands ofan í önnur evrulönd á evrusvæðinu. Komnar í vasann á ókjörinni klíku sem enginn hefur neina lögsögu yfir.

Evrópusambandið er því að breytast í sóðalegt svað í anda eins konar Neue Austur-Þýskalands. Stjórnlaust svitabað undir klessukeyrðu stjórnskipulagi. Heilt svað lýðræðislegs umboðsleysis. Það er að breytast í forstofu einræðisins, - eins og spáð var

Gunnar Rögnvaldsson, 30.6.2013 kl. 00:08

6 Smámynd: Rafn Guðmundsson

jájá - ef heimsendir verður á morgun er það esb að kenna

Rafn Guðmundsson, 30.6.2013 kl. 01:50

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já Rafn

Evran var matreidd þannig ofan í þjóðir Evrópu að ef þær tækju hana ekki upp, þá myndi það þýða endalok tilveru þeirra í Evrópu.

Nú er þeim sagt að endalok evrunnar þýði endalok Evrópu.

Þetta er því hárrétt hjá þér. Fyrirhugaðar heimsendingar stóðelítu Evrópusambandsins ná jafnvel til allrar álfunnar. 

Það er alltaf bara um líf eða dauða að ræða í Brussel-musteri fábjánanna í ESB

Hmpf!

Gunnar Rögnvaldsson, 30.6.2013 kl. 04:00

8 identicon

Enn spyr ég,var það þá íslenska krónan sem bjó til efnahagshrunið á Íslandi?

Hermundur Sigurdsson (IP-tala skráð) 30.6.2013 kl. 09:16

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Hermundur

Ég gerði ekki ráð fyrir að spurningu þinni væri varpað til mín. En ef henni er varpað til mín þá er svar mitt við henni þetta:
 
Myntsvæði íslensku krónunnar sem er 18. stærstra eyja veraldar er eitt fullvalda og sjálfstætt ríki með einni ríkisstjórn, einum ríkissjóði, einum seðlabanka og einum sameignlegum skattgreiðanda.
 
Verði hér efnahagsleg áföll og eins og þau sem fylgdu í kjölfar bankahrunsins haustið 2008, þá munu atvinnuleysisbætur og heilbrigðisþjónusta til þeirra sem verða fyrir áföllunum koma frá einum sameiginlegum skattgreiðanda Lýðveldisins, sem fjármagnar útgjöld ríkissjóðs til þessara mála. Við erum eitt ríki, ein þjóð með okkar eigin mynt. Við erum bæði með fjárlög sveitastjórna og alríkisstjórnar (ríkissjóðs) til þess að jafna út áfallabyrðina og þau skylduverk sem bundin eru í lög landsins. 
 
Myntin okkar brást við áföllunum eins og góðar myntir gera. Hún féll til að skattatekjur ríkissjóðs þornuðu ekki upp, því allar tekjur ríkissjóðs og sveitafélaga koma frá atvinnustarfsemi í landinu. Engar aðrar tekjulindir eru til.

Þessi áframhaldandi snúningur hjóla atvinnulífsins í landinu gerði það að verkum að skattatekjur ríkissjóðs þornuðu ekki upp. Og það er þessi hæfileiki íslenska hagkerfisins sem býr til lánstraust ríkissjóðs erlendis. Og einnig lánstraust fyrirtækja erlendis sem og innanlands.
 
Ríkissjóður gat því haldið áfram að endurfjármagna erlendar skuldir ríkissjóðs í erlendum gjaldmiðlum á miklu betri kjörum en þau evruríki sem enga mynt hafa, eins og til dæmis Írland, Portúgal, Spánn, Ítalía, Grikkland, Kýpur. Og hann gat haldið áfram að sinna frumskyldum sínum: að vera ríkissjóður Íslendinga.
 
Það er því íslenska krónan sem gerði okkur mögulegt að komast í gegnum áföllin sem urðu vegna bankahrunsins. Svipað og gerðist í Svíþjóð og Finnlandi árið 1992 þegar sænska krónan og finnska markið féllu um 36 prósent í kjölfar bankahruns.
 
Finnland tók hins vegar upp evru árið 2002. Það hafði því engan gjaldmiðil til að sporna við áföllunum árið 2008-2009 og féll því landsframleiðsla Finnlands um 9 prósent, sem er versta efnahagslega hrun og samdráttur sem orðið hefur í Finnlandi síðan 1918. Evruupptaka Finna hefur eyðillagt samkeppnishæfni Finnlands til frambúðar og er á góðri leið með að eyðileggja efnahag landsins, einnig til frambúðar.
 
Sem sagt:
 
Bankahrun leiddi hér af sér efnahagsleg áföll. Íslenska krónan gerði okkur kleift að glíma við áföllin sem fylgdu í kjölfar bankahrunsins.
 
Kveðjur
 

Gunnar Rögnvaldsson, 30.6.2013 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband