Leita í fréttum mbl.is

Framsóknarflokkurinn sigurvegari kosninganna

Það er mér meira en ljúft að óska Framsóknarflokknum til hamingju með stórkostlegan kosningasigur undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Ljósgeislans í íslenskum stjórnmálum

Óska ég honum og þeim velfarnaðar með þeirri von að þeir sýni valdinu virðingu og fari vel með það

Alveg óháð flokkasamsetningu í næstu ríkisstjórn þá mun Sigmundur Davíð sitja þar sem forsætisráðherra. Annað kæmi ekki til greina eftir þessar kosningar

Flokksforysta Sjálfstæðisflokksins virðist hafa bætt við stjórnmálaflokkinn núll komma sex sjö prósentustiga fylgi á ári á síðustu fjórum árum. Og allir vita gegn hverju hún hefur þurft að berjast; gegn grasrót flokksins og gegn loftssteinum

Árangur forystu Sjálfsæðisflokksins er áfram það hörmulegur að panta verður tíma fyrir hana hjá sálarrannsóknarfélagi vegna cannibalization. Tvö komma sjö prósent á fjórum árum gegn loftssteinum er hörmulegur og áfram hrynjandi árangur. Ef ekki verður grundvallarbreyting, þá endar Sjálfstæðisflokkurinn sem Schlüter

Sem sagt; Framsóknarflokkurinn er stórsigurvegari kosninganna. Innilega til hamingju, segi ég 

Við sendum forfeðrum okkar ljúfan fingurkoss fyrir að gefa okkur frjálsar kosningar í frjálsu landi. Að sjá fólkið okkar koma og kjósa, er alveg sérstök tilfinning. Takk. Þetta var gleðinnar dagur

Lengi lifi Lýðveldið

Fyrri færsla

Í dag ætla ég að kjósa Regnbogann - xJ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Kaustu ekki Regnbogann?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 28.4.2013 kl. 04:14

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Jú það gerði ég; ég kaus Regnbogann

og komdu ævinlega sæll Vilhjálmur Örn

Bestu kveðjur til þín

Gunnar Rögnvaldsson, 28.4.2013 kl. 04:44

3 identicon

Framsóknarflokkurinn er stórsigurvegari kosninganna, en það er vandséð hver fæst til að starfa með honum. Óframkvæmanleg loforðin gætu sett framsóknarflokkinn í stjórnarandstöðu ef enginn fæst til að axla ábyrgðina á þeim með honum.

SonK (IP-tala skráð) 28.4.2013 kl. 20:28

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér SonK

Tja. Þá nær Framsóknarflokkurinn bara hreinum meirihluta næst og þarf þá ekki að spyrja kóng né prest um neitt. 

Kagginn hans Sigmundar Davíðs er greinilega V8 super. Hann spólar framúr xD sem virðist aka um með gleymda húfu á eins konar tveggja gata þverslaufu

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 28.4.2013 kl. 20:57

5 identicon

Gallinn við loforð framsóknarflokksins er einmitt það að þó þeir væru í meirihluta þá þyrftu þeir krjúpandi á hnjánum að spyrja bæði kóng og prest ef þeir ætluðu að reyna að efna loforðin. Að lofa góðvild og eftirgjöf einhverra sem þeir hafa aldrei svo mikið sem talað við og hafa engin völd yfir er nokkuð djarft.

Það væri allavega gaman að sjá V8 super kaggann reyna að stökkva yfir 300 rúturnar eins og lofað var. Hvort sem það tekst eða ekki.

SonK (IP-tala skráð) 28.4.2013 kl. 22:14

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Hvað sem þessu líður þá er Framsóknarflokkurinn með Sigmund Davíð Gunnlaugsson fremstan í forystu, sigurvegari kosninganna.

Þeir ættu að sitja við fögnuð á þessum degi og ég uni þeim það vel. Sérstaklega á sigurdeginum sjálfum

Svo koma auðvitað dagar vinnufatanna: Bardagar

Gunnar Rögnvaldsson, 28.4.2013 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband