Leita í fréttum mbl.is

Það fyrsta

sem ég myndi gera -

Þegar nýr fjármálaráðherra sest í stól sinn, þá hljóta fyrstu möppurnar sem bíða hans að innihalda einn og aðeins einn efsta mikilvægasta pappír; Hvernig á Lýðveldið Ísland með góðu móti að eiga fyrir næstu afborgunum og endurnýjunum erlendra lána. Hvernig á ríkissjóður Lýðveldisins að mæta næstu greiðslum af erlendum lánum. Og hvernig á ríkissjóður Íslands að fara að því að ná fram betri komandi vaxtakjörum þegar erlendar skulir ríkissjóðs eru endurfjármagnaðar næst með nýjum lánum (e. debt roll over). Sem ættu að öllu jöfnu að bera lægri vexti

Ég myndi ekki samþykkja neitt sem fæli í sér hækkun á skuldatryggingaálaginu á ríkissjóð. Ég myndi sem sagt ekki samþykkja neitt sem leitt gæti til lækkunar á lánstrausti. Því lækkað lánstraust þýðir hærri vexti á standandi lán sem ekkert svigrúm er til að greiða upp með engu. Sterkara lánstraust þýðir hins vegar ultimo lægri vexti á standandi lánum. Og munurinn á léttari vaxtagreiðslum vegna betri lánskjara getur numið heilu heilbrigðiskerfi á nokkrum árum

Um leið og umsókn Íslands inn í Evrópusambandið verður dregin til baka og Evrópukofa lokað, þá mun lánstraust Íslands aukast og trúin á Lýðveldi Íslendinga styrkjast 

Þetta er í húfi. Að standa upp, eða setjast neðar á meðan snjóboltaáhrifin vegna vantrausts hreiðra um sig í skuldastöðunni - sem síðan kemur og þurrkar mann niðursettan út neðar í brekkunni

Sem eitt dæmi mætti leggja DDRÚV niður og afhenda Þjóðminjasafninu menningarverðmætin til varðveislu og gjörgæslu-útsendinga. Þegar starfsmenn DDRÚV losna undan því að vinna við að framleiða DDR, þá myndi aflvél hagkerfisins aukast afl og hún betur getað staðið undir og strokkað út greiðslum af þeim erlendu lánum ríkissjóðs sem notuð hafa verið til að reka til dæmis DDRÚV

Þá þyrfti sjávarútvegurinn ekki að leggja það á sig að afla gjaldeyris til reksturs- aðfanga- og græjukaupa DDRÚV. Snjóboltavelta skapar ekki velmegun. Engin velta skapar í sjálfri sér velmegun. Það er aðeins gróðinn sem skapar velmegun - og hann og hún er frumforsenda velferðar

Þjóðin hefur ekki fjárhagslegt bolmagn til að standa undir DDRÚV og DDRÚV hefur ekki fjárhagslegt bolmagn til þjónustu í þágu þjóðar. Þannig enda öll DDRÚV daga sína.  

Síðan mætti stoppa gjaldþrútna Kredithörpuna upp og selja hana sem minnismerki út um allan heim á frímerkjum: Sem póstverslun 

Þetta er kannski vel þessi virði að íhuga. Nema að ekkert fáist fyrir þetta inn í skuldahafið

Við erum að tala um húsið okkar. Heimili okkar í hafinu

Fyrri færsla

Margaret Thatcher jarðsett í Stóra Bretlandi í dag


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Samstaða þjóðar

Samstaða þjóðar, 20.4.2013 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband