Leita í fréttum mbl.is

Smyglarar, slökkvilið en þó mest brunalið

Skjúklingurinn þarf fyrst að verða heilbrigður til að geta þolað lyfin sem áttu að lækna sjúkdóminn
Mynd; Þrjú ár eru nú liðin af 100 ára hruni evrusvæðisins. 
 
Sjúklingurinn veldur áfram vonbrigðum. Hann passar ekki við lyfin. Þó hafa engar stökkbreytingar átt sér stað á Evrópu, a.m.k ekki hin síðustu nokkur hundruð ár. Svo mun heldur ekki verða í framtíðinni. Evrópska apótekið er ekki orðið neitt smá batterí nú, ekki frekar en fyrri daginn. Eitt tröllvaxið Evrópusovétsamband. Stækkar og stækkar.

Nú segir og ítrekar Brussel-belgurinn að það sé einmitt mismunurinn á samkeppnisaðstöðu og samkeppnishæfni á milli hagkerfanna sem sé að eyðileggja myntina. Hafið þið heyrt það betra? Það sem myntin átti að lækna er nú að eyðileggja sjálfa myntina. Þetta svarar til þess að læknir skammar sjúkling sinn fyrir að vera veikur, því veiki hans eyðileggi virkni lyfsins sem hann gaf sjúklingunum við sjúkdómnum. Læknirinn segir því nú að sjúklingurinn verði fyrst að verða heilbrigður til að geta þolað lyfin sem áttu að lækna sjúkdóminn sem lyfin voru framleidd til að lækna. Halló !!!!

En evran —sögðu allir fjölmiðlavinsælir sérfræðingar innan sem utan Brusselbelgsins, þegar henni var ýtt úr vör— átti einmitt að jafna út mismun og ójafnvægi í samkeppnisaðstöðu og samkeppnishæfni á milli hagkerfa evrusvæðisins. Hún átti líka að stórauka —300 prósent sögðu sumir hagfræðingar— verslun og viðskipti milli þeirra landa sem voru svo "heppin" að fá að koma með í þennan klúbb útvaldra ríkja með "fyrirmyndar" efnahag, eins og t.d. Portúgal , ECB-plakatdrengurinn Írland, Ítalía, Grikkland og Spánn. Áður kynntar umheiminum sem dúkkulísur sogrörs ECB-aukaseðlabanka Þýskalands
 
Árangurinn er eitt stórt gjaldþrota fangabúðakerfi. Ein stór efnahagsleg, lýðræðisleg og peningaleg Síbería!!

Einn eftirsóttasti smyglvarningur á evrusvæðinu, smá 15 árum eftir að sjálfstætt gengi allt að 16 landa myntbandalagsins var lagt niður, er hagstætt og sjálfstætt gengi eigin gjaldmiðils sem passar við ástand efnahagsmála heima í einmitt hverju landi fyrir sig. Gengi sem passar við ástandið heima hjá okkur.

Asnar!
 
Kærar þakkir til Stefaníu Jónasdóttur á Sauðárkróki, fyrir bréf hennar til eina dagblaðsins á Íslandi. Það er á blaðsíðu 37 í Morgunblaði helgarinnar.
 
Fyrri færsla
 

mbl.is Ríki fái að yfirgefa evrusvæðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

 Þakka þér Gunnar.  Já, Stefanía kann að taka til orða,  veit og skilur.  En það sorglega er að það sem sagt hefur verið að viti hér uppi á íslandi nú nokkuð lengi, það bara virkar ekki þar sem þess er helst þörf. 

 Þakka þér Gunnar.

Hrólfur Þ Hraundal, 2.12.2012 kl. 13:25

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Hrólfur.

Góðar kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 2.12.2012 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband