Leita í fréttum mbl.is

Komst aðeins til valda undir rústaáfalli

Hafa tengsl bankakerfis fólksins og ríkisvaldsins orðið nánari og skaðlegri borgurum landsins eftir hrun bankakerfisins en fyrir hrun þess? Eitt einkenni bankakerfis og fjármálastofnana sem eru að kafna í öndunarvél stjórnvalda, eru auknar kröfur um svo kallaðan "móral" sem ríkisvaldið hefur einkaútgáfurétt á og t.d. kröfur um aukna bindiskyldu og/eða eiginfjárstöðu í bönkum, svo að sogrör ríkisvalds án lánstrausts hafi auðveldari aðgang að því. Hafi auðveldari aðgang að fé til að halda sér áfram við völdin.

Í dag ná tengsl ríkisvaldsins ekki aðeins inn í innstu afkima bankakerfis og fjármálastofnana fólksins í krafti reglu- og haftafrumskóga, heldur er ríkisstjórnar-ríkisfjölmiðill borgaranna þar að auki alfarið og enn frekar kominn í vasana á ríkisvaldinu. Báðir aðilar virðast komast upp með það í krafti liðinna en sögulegra áfalla. Það mætti því halda að við værum þegar komin inn í sovétríki Evrópusambandsins.
 
Fólkið í landinu á betra skilið. Frelsis-dýnamík hagkerfisins sem bera á framtíð borgaranna uppi, fjarar nú út. Áhifin inn í framtíð fólksins verða eins og þegar steini er kastað í blauta steinsteypu. Ekkert haggast. Engar bylgjur og engir straumar munu ná að myndast.
 
Að þessu leyti er ríkisstjórnin sennilega verri fyrir landið okkar en verstu bankar voru fyrir hrun. Hún gerir fólkið og framtíð þess að öreigum fyrir völdin í landinu. Þessi ríkisstjórn komst auðvitað aðeins til valda undir rústaáfalli í brunarústum og undir svo kallaðri "byltingu".
 
Sagan endurtekur sig víða, en allra mest í Evrópu. Þess má geta hér í leiðinni að nasisminn komst aðeins til valda í brunarústum fallinna keisaravelda. Og nú er verið að endurbyggja hin föllnu veldi á meginlandi Evrópu. ESBið rís. Ríkisstjórn Íslands er að sjálfsögðu þegar kappklædd til þátttöku í draumnum.
 
Austur er alltaf blindgata.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband