Leita í fréttum mbl.is

Evran endurbyggir einræðið

Spánn er að endurreisa Francoveldið undir evrunni. Boðaðar aðgerðir yfirvalda Spánar í Evrópusovétsambandinu hafa nú leitt til þess að í landinu er verið að taka upp efnahags- og peningastjórn sem aðeins er hægt að líkja við efnahagsaðgerðir einræðisstjórnar Francisco Franco hershöfðingja árið 1959, segir spænska dagblaðið El País. Aldrei undir lýðræði á Spáni hafa verkfærin til þessa áður staðið yfirvöldum til boða. Þetta er aðeins hægt að gera undir stjórnarfari evru Evrópusovétsambandsins og undir alræði einræðisherra (e. dictatorship). Spánn á því miður ekki langt að sækja spínósaða ráðgjöf yfir lækinn til aðalstöðva Brusselkremlar. Líkur eru á að sparifé almennings verði gert upptækt í þessum aðgerðum. Og að sjálfsögðu er þetta gert evrunni til svo nefndrar bjargar.

Á meðan láta hámenntaðir hagfræðingar hafa sig út í landakortagerð sem sýna á fram á hvernig einstaka lönd gætu brotist út úr evrunni. Líkja má þessu við veðurkortagerð fyrir fólk sem býr í neðanjarðarbyrgjum. Eins mikilvægt og veðurathuganir eru fyrir íbúa Bunkerlands.

Segjum nú að svo ólíklega vilji til að í Grikklandi geti enn myndast eins konar óformlegt "leyniráð" sem er það samstíga í skoðunum og hafi á sama tíma þau völd —sem ei lengur í reynd eru til í landinu— að "leyniráðið" láti til skarar skríða og að Grikkland segi sig þar með úr evrunni. Athugið að Grikkland er ekki lengur til í eiginlegum skilningi, því fullveldi og sjálfstæði þess hefur verið framselt til Evrópusovétsambandsins. En segjum nú svo að þetta "leyniráð" geti myndast í þinginu og að það á einhvern yfirnáttúrulegan hátt geti teflt fram meirihluta þjóðkjörinna manna til aðgerða. Þetta er nánast útilokað. En segjum nú samt að þetta geti gerst í praxís.

Hér langar mig fyrst til að vita hvernig framkvæmdastjórn þessa ráðs ætli sér að koma nýjum peningum út í 7120 hraðbanka og 4200 bankaútibú landsins. Hvernig ætlar valdið að koma nýjum peningaseðlum út til þessara fleirri en tíu þúsund staða á meðan gríska þjóðin horfir á? Á götum úti í öllu landinu ríktu þá líklega hrikalegar óeirðir og eldar óánægju meðal þorra almennings. Ekki bara vegna myntarinnar sem kom og fór, heldur mest vegna þeirrar stemmingar þjóðsvika sem óhjákvæmilega kæmi upp í kjölfar þeirrar neyðarvarnar sem einmitt þá væri verið væri að grípa til. Gríska þjóðin hefur aldrei verið spurð að neinu er varðar aðild landsins að Evrópusovétssambandinu. Uppsöfnuð fyrirlitning og hatur á valdaelítunni myndi einhvern veginn fá útrás. Einhvern veginn.

Svarið við þessari spurningu hlýtur að vera þetta: líklegt er að aðeins sé hægt að koma seðlum út til þessara þúsunda staða undir ströngu útgöngubanni á allt fólkið í landinu.

Grikkir eiga ekki og búa ekki lengur við stjórnarskrá sem heimilar þeim að hafa neina aðra mynt en evru Evrópusovétsambandsins. Þeir búa við stjórnarskrá ESB —sem enginn þegn í landinu kaus— og í henni stendur að evra sé hin eina löglega mynt landsins. Grikkland yrði því að segja sig úr Evrópusambandinu til þess að taka upp aðra mynt. Enginn veit hvort það sé löglegt eða framkvæmanlegt án þess að grípa þurfi til vopna.

Ansi er ég hræddur um að það eina vald sem nægileg virðing sé borin fyrir og samtímis ótti ríkir af, sé einmitt gríski herinn. Það þyrfti líklega að kalla herinn á vettvang til þess að koma á útgöngubanni. Og til þess að það sé virt svo brynvarin ökutæki hersins gætu komið nýjum peningaseðlum út á nokkur þúsund staði í landinu, frekar samtímis en seinna. Átta menn í hverju ökutæki er all mikill herafli og all mörg vopn. 

Þetta myndi í praxís þýða að komin sé til valda eins konar herstjórn í landinu. Spánn myndi líklega síðar fylgja þessari aðferð eftir að Portúgal myndi nýta sér þennan sama ómöguleika ESB.

Hvað mun þá gerast næst? Og hvað mun Brussel Þýskalands og Frakklands gera þá? Hvernig ætla þeir að innleysa öll veðin? Hvað mun fólkið segja.
 
Ríkisstjórn Íslands og ESB-aðildarsinnar eru tilhangendur andlýðræðislegra afla. Þeim verður að koma frá völdum. 
 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Ríkisstjórnin er sjónlaus  og heyrnarlaus á þessi mál- þeir hundsa vilja almennings og almenna skynsemi- þeir virðast ekki fá neinar frettir frá Spáni eða Grikklandi  - þeir  hanga eins og hundur á roði við að selja Lýðræði okkar.

 Þeir munu ekki fara  frá völdum fyr en þeir eru búnir að þessu-  Þetta eru  landráðamenn sem ætti að fangelsa strax.

Erla Magna Alexandersdóttir, 13.7.2012 kl. 11:40

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það er akkurat það sem þarf að gerast,Erla strax.

Helga Kristjánsdóttir, 13.7.2012 kl. 22:50

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ríki sem þurfa ekki á innflutningi að halda [er sjálfum sér nóg] hingað til frá upphafi borgara menningar [sem en er ekki kominn til Íslands miðað við umræður hér á efnhagsmálum]. Geta prentað [markasett á sínum sjáfbæra markaði]  út hvað upphæð sem er í eigin gjaldmiðli.  Þá gildir um  árs uppgjör ríkissjóðs að CRED markaðsett heildar upphæð síðast árs er jafngild Debit að raunvirði í kílóum eða orkueiningum því sem fékkst fyrir hana. 

Þetta gildir um mjög fá ríki í dag.

Snemma byrjuð ríki sem semja um langtíma hráefna [og orku viðskiptajöfnuð].   Þá er samið gróft um það sem skipt er á segjum til dæmis á fimm ára tímabilum.   Skekkjur geta myndast í þessum viðskiptum, vörur geta verið falsaðar og annað ríkið getur tekið meira frá hinu en það lætur til baka.

Þetta er leiðrétt að sjálfsögðu.  Strax eftir 5 ár eftir 30 ár.

Þegar ríki A kaupir af Ríki B, þá borgar ríki A með gjaldmiðli A fyrir fyrir vöruna, þannig getur Ríki B keypt af ríki A vörur fyrir gjaldmiðil A.

Þjóðverjar og Frakkar eiga frjóssamar jarðir vegna landbúnaðar og skógræktar en það er búið vað vera ljóst að af málmum [frumefnum] eiga þeira ekki nóg næstu 100 ár síðan um 1880 til að geta talist með lykil ríkjum heims.  UK að mati þjóðverja og Frakka  lykileignar hald aðilaða að EU, í Lissbon er sígilt: Ríkistjórn UK telur  sig geta fjármagnað sig á mörkuðum utan EU, þar því ekki taka um evrusamstarf eða kaup hlut í Fajárfestingarbanka EU sem er hrein eign [Credit laus] og fjárfestir í ríkjum  utan EU, og er tímbundið plantað niður í Lúxemburg.  

Hækkri frakkar spurðu Þjóðverja á sínum tíma tíma hversvegna þeir vildu fá Fastista S-EU inn í innri smálsölusamkeppni Meðlima Ríkja EU, þeir væru alls ekki "potentiel" til að fylgja sama hagvexti og í hinum sem er hæfri.  Sum áttu áttu viðskiptasambönd   utan EU, sum áttu hauga af baktryggingu fyrir vöruviðskiptum í gulli. 

Nú eiga þess ríki ekkert meira en öryggi um að losna við sinn einhæfa útfluttning til kvóta skiptingar og verðlagsákörðunar af ráðstjórninni í Brussel.

Spurningunni hefur verið svarað. [hráefnis] samdráttur á Vesturlöndum eða undir búningur byjaði um 1970 og hófst af alvöru um 2000.  Eins ráðgert var [Stöndug ríki spá ekki þau ráðgera miðað við raunverlegar eða liðnar staðreyndir um lykil hráefni til sjálfbærni].

EU gefur út evrur um það bil 4,0% meira á hverju ári en þörf er á , vegna hækkanna þarfa á heimamörkuðum, aldurskauphækkanir og keppni hækkanir. Þess vegna mælist hagvöxtur þótt neysla í kílóum á íbúa minnki.

Ríki sem fengu lán sem fylgdu uppsveiflu hagsvexti í EU, hagræðingar og nýbygginga, greiddu þá bara verðtryggingu að vextir sem fylgja meðal hagvexti Evru ríkja. Sum þessara ríkji í dag er nú að greiða 0 til 2,0% langtíma raunvexti í meðalsamdrætti EU. Greiða niður hlutafallslega meira af kostnaðum við sameiginlega keppni grunninn. Flýum okkur hægt of spyrjum að leikslokum eftir næstu 30 ár. Ísland í dag er í samaburði vegið sem fátækast PPP ríki á Norðurlöndum á Íbúa síðust 5 ár. Brussel stjóranar hráefnis og orku verðum í grunn EU, til þess hefur það í sína þjónustu Seðlabanka kerfi og í framhaldi hafa þjóðarseðlabakar undir sér lykil þjóðar banka.

Ísland hefur enga lykil þjóðarbanka í framkvæmd síðustu ára tugi. Skotar ráð yfir einum hinna stærstu og þjóðverja öðrum. Sá þriðji er með dollar umsýslu fyrir Álverið og líka háður kaupendum í EU sem fjármagna kaup á fisk hráefnum héðan. 

Ísland á að skammast sín, S-EU og A-EU, er ríki sem aldrei hafa haft úr miklu að spila. Hvar væru þessi ríki ef Kína væri eitt en ekki Brussel til að kaupa af þeim hráefni.  Kommission Moskow losaði A-EU á sínum tíma við sín hráefni.    

Fyrir fisk og orku , fær í Ísland málma, og nauðsynlega smásölu. Ríkistjórn Íslands sér svo um að skipta smásölunni jafnt á milli neytenda. Ísland getur ekki frekar en Þjóðverjarar og Frakkar fjármagnað sig á sama hátt og UK og USA. Ríkistjórnin [ekki vsk. geirar] getur fjármagnið sig á eigum þegnum eins og aðrar.

Júlíus Björnsson, 22.7.2012 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband