Leita í fréttum mbl.is

The End Of The Euro: A Survivor's Guide, eftir Simon Johnson og Peter Boone

Þið munið kannski eftir Simon Johnson þegar hann kom hingað í heimsókn í október í fyrra og hélt tölu í sandkastala stjórnmálamanna í Kredithörpunni, sem liggur í flæðarmáli skattgreiðenda beint fyrir framan æðstu peningastofnun lýðveldisins; Seðlabanka Íslands. Þar sagði hann ykkur að stór áföll væru á leiðinni frá svartholi Evrópusambandsins.

Þann 28. apríl 2010 birtu þeir félagar eina aðvörun í greinarformi; Wake The President. Í millitíðinni hefur fjármálaráðherra Bandaríkja Norður-Ameríku verið hent á dyr af atvinnulygara Sovétríkja Evrópusambandsins í Brussel, herra Jean Claude Juncker. 

Í gær birtu Simon og Peter drukknunaráætlun handa meðal annarra Jóhönnu Sigurðardóttur fáfræðingi og Steingrími J. Sigfússyni yfirkosningasvikara Vinstri klíku grænna. Drukknunaráætlunin nær yfir hrun evrunnar og lífið og örbyrgð í rústunum eftir dauða hennar. Frá og með nú eru allir á sínum eigin báti. Stórt er í vændum að utan, en lítið nema fábjánaskapur að innan;

In every economic crisis there comes a moment of clarity. In Europe soon, millions of people will wake up to realize that the euro-as-we-know-it is gone. Economic chaos awaits them. . ."

 

. . . "It is almost certain that large numbers of pensioners and households will find their savings are wiped out directly or inflation erodes what they saved all their lives.  The potential for political turmoil and human hardship is staggering" . . .

 

"We are each on our own"  

The End Of The Euro: A Survivor’s Guide

 

Uppgjafarfélag ríkisstjórnar Íslands og ESB-sinnar ættu nú að fara að klæða sig í öll vestin sem eru ekki til handa þeim. Þá er nú gott að hafa fyrst eyðilagt björgunarbáta lýðveldsins; sjávarútveginn.

Fyrri færsla

Írar frystir lifandi undir evrujökli. Botnfrosinn fasteignalánamarkaður undir evru


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hmmm...ég er nú ekki mikill fjármálagúrú en ef skuldir Evrunnar eru 10.000.000.000.000 og 4.000.000.000.000 þurfi að endurskipuleggja eða greiða nú þegar, þá hefði ég getið mér til að Evrusvæðið sé einfaldlega gjaldþrota.

Heildarmagn Evra í umferð er um 8.000.000.000.000-  (8 billjónir Evra.)

Björgunarpakkinn er uppá 7,5 billjónir Evra. 

Er eitthvað hér sem ég er ekki að fatta Gunnar?

Jón Steinar Ragnarsson, 29.5.2012 kl. 05:22

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Gæti verið að íslensku gjaldeyrishöftin komi til með að bjarga þeim sem hafa orðið innlyksa hér með krónuinneignir?

Það hefur mikið verið skrafað og skrifað um að viðkomandi vilji fyrir alla muni skipta krónunum sínum í evrur og flytja þær til evrulanda. Svo nauðsynlega að íslenska ríkinu bráðliggi á að skipta út gjaldmiðli sínum og taka upp evruna til þess að leysa þessa aðila út.

Kolbrún Hilmars, 29.5.2012 kl. 14:51

3 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Góður punktur hjá Kolbrúnu. Oft hugsað það sama.

P.Valdimar Guðjónsson, 29.5.2012 kl. 16:59

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ætli aflandskrónurnar nægi fyrir færslugjaldinu í samanburðinum.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.5.2012 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband