Leita í fréttum mbl.is

Ég hafði því miður rétt fyrir mér um kanslara Þýskalands

"Ég stóð mig að verki við að. . ". Þið kannist eflaust öll við þessa setningu og hugsun. Hún er afleiða þeirrar blekkingar að ÉG'ið í sjálfum mér sé sannur fulltrúi MIG'sins í sjálfum mér.

Staðreyndin er þó sú að ÉG'ið er getulaus vesalingur miðað við MIG'ið. Þegar ÉG'ið þykist vita eithvað þá er það vegna þess að MIG'ið er búið að vita allt um málið í langan tíma. En við þykjumst vera "rökhyggjuverur" og státum okkur af "agaðri hugsun" sem reynir oft að taka völdin af MIG'inu og berja það niður, en þó oftast með fíaskó-afleiðingum.

MIG'ið í heila okkar er eins og ljós í alheimnum. Hefur endalausa bandvídd og getu til að kalla fram hvaða símanúmer sem er hjá hvaða atómi sem er í stjörnuþoku Y. Bandvíddin er svo hrikaleg að MIG'inu nægir að horfa í barnsaugu. Þar sér það allt og miklu meira en alheimurinn hefur upp á að bjóða. Þetta er undirmeðvitund okkar og sál. Hún er sannkallað tryllitæki. Við erum aðeins meðvituð um smá brotabrot af því sem fram fer í þessari stærstu "tölvu" í tilveru okkar. ÉG'ið ræður hins vegar ekki yfir neinu nema einfaldri ryðgaðri reiknivél, en heldur þó alltaf að það stýri öllu. Aðeins dropar eru látnir trítla yfir til þess frá MIG-stórfljótinu. Því ÉG'ið þolir ekki stærri skammta. 

Þið kannist eflaust öll við þá tilfinningu þegar þið gangið á bjargbrún, að þá óttist þið að MIG'ið taki völdin og stökkvi. Bara sí svona. Óttinn kemur fram í ÉG'inu. "Ég stóð mig að þessu". Undirmeðvitundin er ógnar afl og ansi fjörug. Og við þekkjum aðeins brot af því sem hún fæst við allan sólarhringinn.

Lengi vel vonaði ég heitt og innilega að tilfinning mín fyrir kanslara sameinaðs Þýskalands, Angelu Merkel, væri aðeins mín eigin og ranga undirmeðvitaða sannfæring frá fyrstu sýn. En það er nú einu sinni svo, að það sem manni dettur fyrst í hug er yfirgnæfandi oftast það rétta frá byrjun. Mig grunaði þó ekki að kanslari Þýskalands væri fífl. Og heldur ekki svona fullvaxta afdalamaður í orðsins verstu merkingu. Hvað haldið þið að hún hafi sagt í gær? Hún sagði; "Evrópa myndi hætta að virka ef hún breytti um stefnu eftir hverjar kosningar."

“Europe would not function any more if it changed course after every election.” 

Þetta er dráttarvélin í ESB! Fullkominn fáráðlingur! Hún hefur ekki hugmynd um hvað lýðræði er. Hún hefur ekki hugmynd um hvað stjórnmál eru. Hefur ekki hugmynd um til hvers kosningar eru haldnar! Hún er bara hin dapurlega lifandi táknmynd gamla Austur-Þýskalands. Gömul DDR-dráttarvél. Það var einnig það sem MÉR datt í hug við fyrstu sýn. Ég færi það hér með fram til bókunar hjá ÉG'inu. En engin orð fá þó lýst þeim hryllingi sem bíður meginlands Evrópusambandsins. Það ætti hugsandi mönnum að vera orðið ljóst. 

Þetta er önnur tilraun Þýskalands til lýðræðis. Ég sé ekki betur en að hún sé að mistakast eins hörmulega og sú fyrsta; Weimar.

Vissir þú að á síðustu 211 árum hefur verðbóga verið í samtals 10 ár yfir 20 prósent á ári í Þýskalandi og í 4 ár yfir 40 prósent á ári. Svo hefur hún verið nokkur þúsund prósent þar í nokkur ár á heilum tveimur tímabilum af þýskri óðaverðbólgu. 

Svo hefur Þýskaland á þessum 211 árum orðið 8 sinnum ríkisgjaldþrota og verið í ríkisgjaldþroti í samtals 15 ár af þessum 211 árum. Vissir þú þetta?

Ísland hefur aldrei haft óðaverðbólgu og aldrei orðið ríkisgjaldþrota. Bandaríkin hafa heldur aldrei orðið ríkisgjaldþrota. 

Þýskaland hefur reynt að viðhafa lýðræði í bara 65 ár - og greinilega mistekist hörmulega 

<<<< ++++ >>>>

Ratification by Germany’s most important partner in the eurozone also became more complicated as Mr Sarkozy said he would not ask the French assembly to approve the treaty before April’s presidential election. Mr Sarkozy’s likely opponent, Socialist François Hollande, has said he would seek to renegotiate the pact, but Ms Merkel said she did not believe France would back away from the commitment.

 

“Europe would not function any more if it changed course after every election,” she said. 

<<<< ++++ >>>> 

Financial Times 30. janúar 2012 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég hafði lesið þetta einhversstaðar áður,þetta með óðaverðbólgu og ríkisgjaldþrot. Sennilega hjá þér fyrir 1 til 2 árum.

Helga Kristjánsdóttir, 31.1.2012 kl. 23:34

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er spurning hvort þú vanmetir ekki Angelu, Gunnar. Hvort hugur hennar sé ekki enn svartari.

Það er stundum sagt að flagð sé undir fögru skinni og þó vissulega sé erfitt að heimfæra þann málshátt upp á Angelu, á eiginleg merking hans vel við.

Angela Merkel kemur fyrir sem eldri ráðsett kona, jafnvel með örlitla ömmuímynd. En undir býr einn slóttugast stjórnmálamaður veraldar í dag!

Hennar barátta er rétt að byrja og markmiðið hennar er það sama og fyrirrennara hennar í embætti, á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar. Hún beytir öðrum vopnum en síst áhrifaminni og afleiðingarnar eru ekki skárri. Þegar upp verður staðið mun Evrópa verða jafn illa stödd, ef ekki verr, og hún var árið 1945.

Eina leiðin til að forða þessu er að koma henni frá völdum, fyrst frá völdum innan ESB og síðan Þýskalands. Takist það ekki blasir eymdin ein við íbúum Evrópu og sú eymd mun smitast um allann heim!

Gunnar Heiðarsson, 1.2.2012 kl. 09:10

3 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Merkel er ekki greind. Hún er tækifærisinaður póltíkus sem stendur alltaf með þeim sem hún telur sterkari.

Þess vegna stendur hún enn með ESB klíkunni. það getur hinnsvegar breyst eftir því sem meira fjarar undan ESB og evru. Ég held að hún sé ekki vond en hana skortir klárlega skilning á því sem er að gerast í kring um hanna.

Merkel / Nina Hagen

http://www.youtube.com/watch?v=wU3ONOMeHc0&feature=related

Guðmundur Jónsson, 1.2.2012 kl. 10:49

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur

Hvort sem Merkel er greind, heimsk eða svört að innan, þá er hún sú hreina torímandi útgáfa af afdalamennsku sem ég kynntist svo miður vel á 25 árum mínum á meginlandi Evrópu.

Í æðsta embætti nýlega sameinaðs Þýskalands situr nú kerling sem lítur á þingkosningar sem af hinu illa, því þær gætu haft þau áhrif að einkamál eltítu Evrópusambandsins &#151;Evrópuambandið sjálft yfir 28 löndum &#151; munu hætta að virka ef fingraför kjósenda myndu á einhvern hátt óhreinka þetta hybrid-monster sem búið er að byggja ofan á þegnana, þeim algerlega að forspurðum. Þetta er pakk í upplýstum skítapakka.

Þeir sem mæra þetta hybrid-monster hér heima eru fáráðlingar, ef ekki eymingjar samtímis. 

Af þesu geta menn séð hvernig farið var að því að byggja þetta hybrid-monster yfir Evrópu er ESB kallast. Enginn kjósandi var í raun spurður að neinu nokkurntíma. Maður var álitinn blasfemískur ef út úr manni datt svona eins og ein og ein efasemd á nokkurra ára fresti. Þá var manni útskúfað úr tölu manna. Varð fyrrverandi persóna; andevrópskur.

Gunnar Rögnvaldsson, 1.2.2012 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband