Leita í fréttum mbl.is

Fitch; tilvistarkreppa evrunnar er óleysanleg

Sumir kalla tilvistarkreppu myntbandalags Evrópusambandsins fyrir skuldakreppu. Sú nafngift er fullkomlega röng því skuldakreppu væri einfaldlega hægt að leysa með minni skuldum. Ríkisútvarp ESB-aðildarsinna, RÚV, reynir stanslaust að prenta þetta hugtak fast inn á hornhimnur landsmanna í þeim tilgangi að fegra málin.

Matsfyrirtækið Fitch hefur komist að réttri niðurstöðu í nýrri skýrslu þar sem fyrirtækið segir að lausn evrukreppunnar sé hvorki tæknilega né pólitískt möguleg. Það er engin lausn til á tilvistarkreppu evru myntbandalagsins. Ekki frekar en til er lausn frá þyngdarlögmálinu. Allir þurfa að lúta þyngdarlögmálinu. Enginn sleppur.
 
Following the EU Summit on 9-10 December, Fitch has concluded that a ‘comprehensive solution’ to the eurozone crisis is technically and politically beyond reach… FT  — og — “Of particular concern is the absence of a credible financial backstop,” Fitch said in an e-mailed statement. BB
 
Ríkisskuldir - hlutfall af landsframleiðslu
Ef það væru bara skuldir sem ýtt hafa myntbandalagi Evrópusambandsins í útrýmingarhættu þá væri einfaldlega hægt að leysa það mál með því að borga þær með peningum. En það geta evruríkin ekki gert því þau hafa engan fjárhagslegan bakhjarl. Og það hafa þau ekki vegna þess að myntbandalagið er eðlislægt fjárhags- og efnahagslegt misfóstur. Það getur ekki fjármagnað sig því ekkert ríki myntbandalagsins vill lána hinum ríkjum bandalagsins greiðslukort sitt né peningaprentvélar og þau vilja heldur ekki lána út skattgreiðendur sína. Því mun tilvistarkreppa myntbandalags ESB ekki verða leyst. Myntbandalagið mun hins vegar enda líf sitt í sturlun, hamförum og líklega einnig í nýjum ófriði.

Nú hefur verið staðfest að opinbert alþjóðlegt lánstraust og lánshæfni Frakklands muni verða lækkað. Ein helsta ástæðan fyrir þessu er sú að landið tók upp evru og býr því ekki lengur við neinn fjárhagslegan bakhjarl. Frakkland — eins og öll önnur evruríki — svífur um í tómarúmi evrunnar og mun brátt lenda með braki og brestum á peningagólfi heimsins, eftir að landið hafði um stund læðst þar um á snjóþrúgum evrunnar undir stjórn trékarlsins frá Lyon í ECB. Hér eru engir góðir tímar í vændum. Áður fyrr hafði Frakkland verið aðalmaður í Club Med.
 
Frakkland rann opinberlega og að nýju inn í kreppu í fyrradag, samkvæmt fréttum frá hagstofu landsins.

Eitt af einkennum þess tómarúms sem evruríkin búa í lýsti sér í fyrradag sem froðufalli úr franska seðlabankastjóranum (seðlalaus maður) sem heimtar eins og fáráðlingur að lánshæfnismat Bretlands verði lækkað frekar en Frakklands. En lönd sem eigna sína eigin mynt og sem skulda í sinni eigin mynt verða ekki gjaldþrota. Þetta veit Christian Noyer ofurvel. Árás hans á Bretland sem gerð var í nafni Frakklandsforsetans Nicolas Sarkozy, sýnir okkur ágætlega að tilvistarkreppa myntbandalagsins nálgast nú sturlunarstigið frekar hratt. Þetta smá kemur. Frakkar undirbúa á heimavelli lost í lánstrausti landsins með því að ráðast á Breta. Lágt er lagst, skömmin og firran er alger.
 
Það er stórfurðulegt að hinir nýju einræðisherrar Evrópusambandsins skuli telja það vera nauðsynlegt að koma opinberlega fram til að segja umheiminum frá því að gamli bjargvættur þess, Stóra Bretland, sé ennþá "mikilvægur meðlimur" í Evrópu. Hvurslags er þetta eiginlega!!
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jón Steinar Ragnarsson, 17.12.2011 kl. 05:21

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Gunnar, í rökræðu nýlega var verið að fara yfir ESB. Mönnum bar saman um það að það væri eins og það væri hræðsla að fjalla um kosti og galla ESB á rökrænan hátt. Hitt voru menn síðan sammála um að innlegg þitt í þessarri vegferð bæri algjörlega af.

Sigurður Þorsteinsson, 17.12.2011 kl. 09:16

3 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Nú er þetta farið að snúast um að afstýra stríði, en ekki hvort hægt verður að kalla seðla sambandsins evrur eða ekki í framtíðinni.

Þú bendir réttilega á að evrusvæðið er ekki í skuldavanda því skuldir er hægt að greiða með peningum. 

Við það má svo bæta að eina ástæðan fyrir því að stjórnmálamenn í Evrópu geta ekki borgað skuldirnar er að þeir vita ekki hvað peningar eru (eins og obbi samfylkingarinnar og VG á íslandi).

Guðmundur Jónsson, 17.12.2011 kl. 11:28

4 identicon

Mér þykir þú fara með fleypur Gunnar.

Ég veit ekki betur en Össur hafi sagt að evran verði aldrei sterkari en eftir þessi ragnarrök sem hún er að ganga í gegnum.  Vona að þú efist ekki um þekkingu Össurar á fjármálum og alþjóðamálum.

Össurs´s good times are upon us!

itg (IP-tala skráð) 17.12.2011 kl. 14:54

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur kærlega fyrir innlitið og þér Sigurður fyrir góðar kveðjur

Mér er farið finnast þetta ESB-allt-saman eins og baráttan gegn AIDS. Ný útgáfa af einhverju verra en í gær en sem enginn veit hvað er birtist á hverjum nýjum degi.

Hvað á að vera á myndinni Jón Steinar? hún sést ekki hérna frá mér séð.

Gunnar Rögnvaldsson, 18.12.2011 kl. 01:34

6 Smámynd: Haraldur Baldursson

"Allir þurfa að lúta þyngdarlögmálinu"...þetta er kjarninn í ESB núna. Allt það sem stjórnmálamenn eru að reyna, með yfirlýsingum sínum er að reyna að halda því fram að þyngdarlögmálið sé ekki algilt.
Vera kann að eðlisfræðin leiði það í ljós einhvern daginn að hægt sé að yfirvinna þyngdarlögmálið, en jafnvel með hennar hjálp næst ekki að bjarga evrunni í núverandi mynd amk.

Haraldur Baldursson, 18.12.2011 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband