Leita í fréttum mbl.is

Þjóðverjar óttast massífa verðbólgu undir evru

Deutsche fürchten massive Geldentwertung

Handelsblatt

Níu af hverjum tíu Þjóðverjum óttast massífa verðbólgu undir evru vegna gengishruns. Þriðjungur Þjóðverja treysta alls ekki eða mjög lítið evru sem eigin gjaldmiðli og óttast um stöðugleika peningamála undir henni. Þriðjungur segist ennþá hafa eitthvað traust á þessum pening. Einn af hverjum þremur segjast þó treysta henni enn.

Í annarri könnun á síðustu vordögum sögðust 37 prósent Þjóðverja óttast eignatap vegna evru. Núna, aðeins hálfu ári síðar, segjast 46 prósent óttast eignatap undir evru. Það fjarar hratt undan traustinu í Þýskalandi. Nýlega sögðust fimmtíu og fjórir af hverjum hundrað Þjóðverjum vilja fá þýska markið aftur. 

Tuttugasti og fyrsti neyðarfundur hins efnahagslega örorkufélags Evrópusambandsins hefst á morgun. Aðgangskröfur eru hækjur. 

Síðast þegar verðbólguvæntingar í Þýskalandi fóru úr böndunum þá ríkti á tímabili verðhjöðnun á upphafsskeiði þess fræga tímabils brostinna verðbólguvæntinga. Aðeins 12 mánuðum síðar var verðbólgan komin upp í 500 prósent, eða í árslok 1922.

Eldfimi þessara mála í Þýskalandi er einstök á Vesturlöndum. Ég efast um að neinn þýskur stjórnmálamaður vilji veðja restinni af akkerisfestu verðbólguvæntinga í landinu. Seðlabankinn þýski hlýtur nú þegar að hafa gert nauðsynlegustu ráðstafanir.   

Reuters


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jæja..ekkert samkomulag í gærkvöldi, enda var það fyrirséð. Þetta þýðir væntanlega klofning sambandsins og að úti sé um að Evran verði mynt þessara 27 ríkja. 

Þá eru það þessar 17 eftir, sem munu væntanlega mynda sérstakt þrep með samruna fullvelda að stórum hluta ef ekki öllum. Ríki sem láta eftir yfirráð yfir fjármálum, þurfa ekki að halda kosningar til þings, það skiptir litlu hverjir sitja þau.

Ég get ekki ímyndað mér að þessi 17 ríki nái samstöðu þó og myndi hálfgert eða algjört samveldi. Ekki viss um að íbúar þeirra séu til í slíkt.

Hvað gerir Össur nú?

Jón Steinar Ragnarsson, 9.12.2011 kl. 06:06

2 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Það eru góðar upplýsingar að 90%  íbúa Þýskalands geta hugsað.

Verðfall eigna í Þýskalandi á sér stað um leið og þjóðverjar setja útistandandi skuldir  inn í björgunarpakka þeirra skuldugu Evróðuþjóða.

Þá ákvörðun þarf að leggja  fyrir þýska þingið, og það er ekki búið að gera skoðunarkönnun á greind og hugsun þingmanna, og því er ótti 90% þýsku þjóðarinnar óttasleginn..

Eggert Guðmundsson, 9.12.2011 kl. 21:29

3 Smámynd: Eggert Guðmundsson

og því er  90% þýsku þjóðarinnar óttasleginn.. (sorry)

Eggert Guðmundsson, 9.12.2011 kl. 21:30

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Any comments Gunnar?

Er eitthvað til í þessu sem brokerinn er að segja? Get ready. Protect your assets. Inevitable crash. Goldman Sachs rules the world.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.12.2011 kl. 20:06

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jón Steinar Ragnarsson, 10.12.2011 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband