Leita í fréttum mbl.is

Verðbólgan í hausnum á þér

Okkar góði maður og gamli bæjarfélagi minn Halldór Jónsson var með skemmtilegan pistil um verðtrygginu, verðbóglgu fasteigna og afleiður þess síðarnefnda. 

Sem nýfluttur heim til Íslands eftir 25 ára tilvist í bifhárum Evrópusambandsins, sé ég hlutina meira með augum gestsins en þeirra sem galhoppa um á hanafæti með flugfélögum landsins til útlanda, einungis til að eyða þeim peningum sem kvartið er svo sárlega yfir að menn eigi ekki. Dekurfrekja of margra Íslendinga — er ég hræddur um — hefur búið til sjálfseyðingarvél Íslands úr höfuðborgarsvæðinu. Það er að tortíma Íslandi eins og við þekktum það sem fæddumst og ólumst upp úti í hinu stóra mikla landi.  

Það hefur ENGIN verðbólga verið á Íslandi. Það hefur BARA verið verðbólga á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU. Hún á heima þar. 

Ekkert siðmenntað land hefur innréttað samfélag sitt þannig að tveir þriðju hlutar þjóðarinnar búi, andi og deyi í skráargatinu að öllu sínu stóra landi, nema kannski Hong Kong. Ísland er gerræðislega stórt og gjöfult land á hvern íbúa. En tveir af hverjum þremur landsmanna hafa valið að sturta peningum sínum ofaní botnlausa skráargatið sem situr svo skakkt á dyrum landsins - og sem nefnist "höfuðborgarsvæðið". Þetta svæði er orðið svæði hinna hauslausu og er að verða impótent. Þessir hauslausu eru orðnir vanir því að búa á eins konar virkjanasvæði. Þeir detta í þunglyndi þegar hlé verður á geggjuninni og verðbólgan þeirra hverfur úr kofunum.

Það sem ég sé þegar ég kem heim eftir 25 ára fjarveru frá landinu er algerlega pervers byggðaþróun hér á Íslandi. Algerlega og markvisst pervers!

Hér sveima 66 menn af hverjum hundrað um í skráargati landsins með innbyggða efnahaglega sjálfsmorðssprengu í beltisstað - og gaspra um verðbólgu, vexti, fullveldið, myntina okkar þolgóðu og sölu á landinu til ESB. Samkvæmt lögmálum þessara 66 af 100 ætti Osló að vera þriggja milljón manna borg. En þar og umhverfis hana búa hins vegar og skynsamlega "aðeins" ein milljón manns. Samkvæmt þessum 66 af 100 þá ættu 200 milljón manns að búa í Nýju Jórvík og 800 milljón manns í Peking. Gætu þessir tveir síðastnefndu staðir þannig orðið eins konar móðurskip verðbólgu alheimsins, meðan á byggingatíma stendur.

Gefið mér íslensku krónuna okkar og við skulum splitta henni upp í tvær myntir. Hina raunverulegu Íslandskrónu sé ég sjálfur um. Virkjanakrónuna með skráargatinu í miðjunni sjáið þið um. Við splittum; ég sé um Íslandskróuna með mínum eigin seðlabanka og þið sjáið um myntskráargatið ykkar sjálf, með ykkar eigin virkjanaseðlabanka. Og þá skal ég sýna ykkur STÖÐUGLEIKANN af Guðs náð.

Asnar ! Þið eruð að búa til gettó.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki vandamálið það að menn einblína á hagkvæmni en félagslegu þættirnir eru aukaatriði?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 07:50

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Góður pistill hjá þér Gunnar, að vanda.

Gunnar Heiðarsson, 24.11.2011 kl. 08:22

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur kærlega

Það er ekkert hagkvæmt við það að hafa eina stóra þúfu af verðbólgu á Íslandi. Ég held satt að segja ekki að menn hafi planlagt þetta svona, né hvað þá hugsað þetta svona. En þetta varð bara svona.

Hámenntaðir skipulagssérfræðingar í tonnatali eru önnum kafnir alla daga við að hefta líf fólksins í þessari mauraþúfu. En þeir átta sig bara ekki á því að sjálf mauraþúfan er að detta fram af bjargbrúnni. Þeir eru orðnir gíslar götuteikninga og skúraleifa. Sjá ekki "macro myndina", enda vita þeir líklega minna en ekkert um þjóðarhag. 

En þetta er uppskriftin af einmitt óhagkvæmu bóluhagkerfi. Það er einmitt það sem við höfum fengið. Eina verðbólgu á annarri rasskinninni á Íslandi. Ósamkepni, bóluhag og minni nýsköpun en ella.

Ágætt væri að byrja á því að flytja Alþingi Íslendinga til Þingvalla.

Gunnar Rögnvaldsson, 24.11.2011 kl. 09:30

4 identicon

nu ja tu verdur nu ad utskira tedda adeins betur fyrir mer Gunni bara verbolga i reykjavik ?? eg hef bædi buid i r-vik og husavik se ekki munin a tvi og eg hef bara farai i tvær utanlandsferdir allan timan sem eg bja a islandi eg er nu ekki alveg ad skilja tedda ,,sennilega er bara svona vittlaus.

eg get svosem skrifad tolurnar sem eg turfti ad greida arid 1999-2000 tegar manadar greidslan til verktakans hækkadi um 100% manadarlega

einar axel gustavsson (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 16:23

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Verðbólga getur ekki verið það  sem kallast meðalhækkanir á öllum mörkuðum markaðsríkja.  Útgefið eða reiðfé sett á alla markaði innan ríkis verður nægja fyrir allri sölu að jafnaði, ef meira raunvirði er í framboði og þá á seljast verður að markaðasetja meira, ef þetta er keppni markaður þar sem allir sitja við samborðið verður einhver vinningur að vera í boði í lok árs, svo vilja allir fá meira í reiðufé en í fyrra, þessi vegna skilar keppni meira raunvirði ef framboðið er til staðar.

Ef allir hækka að meðaltali tölugildi sinna verða um 4,5% en massinn, eða eininga raunvirðisfjöldinn vex ekki í kg. eða einingum [huglæga raunvirðið=þjónustan] : þá er það prump eða loft í augum þeirra sem keppa um að skara fram úr í sölu.  Það er enginn tilviljun að CIP [ekki HCIP EU] í USA og UK, mældist á bilinu 150% til 135% á árunum 1970-2000. 135% í USA nánast stöðugt þar 4,5% á ári meira upp og niður í UK.  Þar er eitthvað til að keppast um. Fjármálgeirinn í þessum ríkjum er líka hlutfalls stærri en í Þýskalandi og Frakklandi eiginfjárlega séð.  Verðtrygging kostar meira [af eignasölu=> tekjur => eignir] ef verðbólga er meiri. Verðbólga er ekki rúmmálaaukning sem heldur áfram að vera.  HeildarRauntekju aukning skiptir öllu máli sú sem heldur minnst 5 ár. Kapítalistar vinna með inflation á vingjarnlegum nótum.

Júlíus Björnsson, 24.11.2011 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband