Leita í fréttum mbl.is

Evrópusambandið krefur Möltu um 6,9 prósent af landsframleiðslu til hjálpar Grikklandi

Heilbrigðiskerfi OECD landa 2007 hagstofa Íslands
 
Nú eru góð ráð dýr fyrir litlu Möltu. Aðeins 77 sardínur eru þar eftir í RÚV-dósinni til útflutnings. Og í þar síðustu viku lækkaði Moody's lánshæfnismat sitt á ríkissjóði landsins, vegna einmitt andþrengsla sem rekja má beint til evruupptöku landsins. 

Nú krefst foringjaráð ráðstjórnar Evrópusambandsins í Brussel að 400.000 íbúar fátæku Möltu hósti upp með 400 milljónir evra í ESB Potemkin skjaldborgar-björgunarsjóð handa Grikklandi. Þetta eru 6,9 prósent af landsframleiðslu Möltu eins og hún var árið 2009. 

Þetta er stærra hlutfall en Pólland eyðir í allt heilbrigðiskerfi sitt á ári. Þetta eru hlutfallslega þrír fjórðu af þeirri upphæð sem Ísland eyddi í allt heilbrigðiskerfi sitt árið 2007.

Gjörðu svo vel Malta; borga. Bjargaðu okkur! 

Það er því ekki nema von að Andrésar andar ríkisstjórn Evrópusambandsins á Möltu — sem þó er tvöfalt hugrakkari en Iceslave ríkisstjórn Steingríms J. Sigfússonar og Jóhönnu Sigurðardóttur — kveinki sér og biðjist vægðar frá að kíkja í pakka þann. Hún er að hugsa um að hugsa um að eiginlega dálítið smá pínu ponku biðja biðja og vona vona að hún geti allra allra náðarsamlegast fengið eitthvað sem líkist tryggingu fyrir því að þessir fjármunir íbúa Möltu komi einhvern tíma til baka í þurrausinn ríkiskassa þann sem Moody's dæmdi svo illa haltan að hann var settur í skammarkrókinn í vikunni sem leið. Malta biður því náðarsamlegast um að fá að fara finnsku leiðina til ESB-himnaríkis Samfylkingarinnar. Að fá tryggingu, veð, eða bara eitthvað annað en gas, þegar allt er hrunið.
 
Frá einum lesanda Möltutíðinda; Greece is doomed to failure and Malta is not that far behind with a debt of over 6 billion euro. The funny part about all this, is, that Malta has to borrow 75 million euro to lend them to Greece already a failed state. Perhaps Greece put up a few old marble statutes as collateral. 

Háskólakórdrengir Evrópusambandsins á Íslandi munu hins vegar halda sig áfram við orðaleiki sína í Potemkin Skjaldborgar sandkassa sínum í aðalstöðvum Evrópusambandsins á Íslandi;
 
- ólíklegt
- kannski má ætla
- hugsum ekki að til komi 
- ætla má að ekki komi til
- gerum ekki ráð fyrir að
- farvegur
- komum að málinu 
- og erum aular allir saman.
 
Þetta var silfur Egils (ekki síldar) 
 
Krækjur

 
Tengt
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það er fróðlegt að sjá þennan hlutfallslega samburð á Heilbrigið geirum við komandi ríkja.  Hlutfallslega þéttbýlari og fjölmennari ríki ná niður kostnaði í samanburði ef  þjónustu er eins og sama heilbrigði hjá mannafla.  Ísland er 9.1 [ 8.3 - 10]. ER greinlega að eyða upphæðum sem nægja til ágætra gæða þjónustu almennt í samanburði. Launkostnaður er hér hærri en í Þýsklandi vegna þess að fasteignkostnaður á 30 árum er talsvert meiri [heildar álögur fyrir endurgreiðlur að hluta af handhófi á fastar eiginir öruglegga þær mestu í heimi] . Þetta að mínu mati dregur úr gæðum þjóðnustu meir en nokkuð annað. Hlutfallslega meiri framtíðar skuldbindingar minkar eðlilega lánshæfismat að mínu mati. 

Ég hef ekkert mat á veð- og verð-lausum Íslenskum jafnaðarkenningum óháð því hvað þær hljóma jákvæðar.

Júlíus Björnsson, 24.9.2011 kl. 02:47

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Samkvæmt þessu mætti ætla, ef Ísland væri í ESB, að Jóhanna og Steingrímur væru nú að skoða hvaða skatta væri hægt að leggja á okkur til að leggja svona eins og 53 milljarða króna til Grikklands.

Maltverjar geta allt eins tekið þessa peninga sem þeir eiga að leggja Grikklandi til og sett þá í hrúgu á ströndinni hjá sér og kveikt í þeim. Þeir gætu þá haldið gott stranpartý við varðeld!

Gunnar Heiðarsson, 24.9.2011 kl. 09:27

3 identicon

Landsframleiðslan 2010 var 1.537 milljarðar skv. Hagstofuvefnum. 6,9% af því eru 106 milljarðar króna. Það væri nú ekki mikið mál að snara svoleiðis smotteríi í "gott" málefni.

Baldur (IP-tala skráð) 24.9.2011 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband