Leita í fréttum mbl.is

Samtök ekki-ferðaþjónustu stofnuð

Stofnfundur þessara samtaka var haldinn í gær með sjálfum mér. Allir greiddum við atkvæðið um að bráðnauðsynlegt væri að stofna samtök til að halda utan um þetta mikla hagsmunamál sjálfs míns. Lífið í læstum skotgröfum félags- og samtakavelda Íslands er erfitt. Svo það dugar ekkert annað hér en að skella sér út í þetta. Kýla á þetta. 

Þessi nýju samtök munu byggja upp ekki-ferðaþjónustu með því að beita aðferðum síldaráranna. Þau þekki ég vel, því ég er frá Siglufirði. Fyllt verða skip, flugvélar og rútur, og farminum hent í land. Þegar þangað er komið munu löndunarkranar taka við farminum og vinnslan hefst. Verði löndunarbið, þá mun ferðaþjónustan verða veitt í formi bræðslu. RF46-ferðamannabræðsla ríkisins mun taka sig af því fólki. 

Úr kirkjugörðum landsins mun ég grafa upp látna forfeður okkar, uppstoppa þá, tjarga og voila, safnafloti landsins stórstækkar.

Um landið allt hyggst ég reisa um það bil 50 þúsund hamborgarastaði sem allir selja það sama. Makkarónur, í formi pasta sem við Íslendingar höfum nærst á um aldaraðir, verða einnig á matseðlinum alls staðar. Þetta er loforð. Á Þingballarvatni verða reistir 200 fljótandi kínarúllustaðir með neonljósum, sem blikka og snúast í hringi og veita ferðamönnum þannig útsýni. En til að hámarka afköstin verður það málað fast á gluggana. Passa þarf nauðsynlega að venjulegur íslenskur matur komi þarna hvergi nærri. Og verðin verða að vera ferðaþjónustuaðlöguð. Allir skuttogarar landsins verða dregnir upp á Vatnajökul. Í þeim geta Kínverjar rennt sér alla leið til sjávar. Bændaflotinn tekur sig af farmiðasölunni.  

Þetta eru aðeins fyrstu hugmyndirnar. Að sjálfsögðu þarf stóra erlenda fjárfesta hér til, því eins og  Borgarfjarðarbrúin gamla, sem byggð var snemma á síðustu öld, þá kunnum við Íslendingar ekki neitt fyrir okkur í neinum byggingum né neinum rekstri nema þá fjárrekstri og spilavítishappadrættum eins og þeim sem fjármögnuðu hringveginn sunnan jökla  — ásamt þeim 220 brúm sem alls eru á hringveginum — og sem auðvitað voru allar byggðar af erlendum erlendum og erlendum fjárfestum. Erlendir fjárfestar kunna þetta bara, eins og í Austur-Evrópu. 

Þetta verður auðvitað erfitt og mikið starf. En til mikils er að vinna og alls engu er hér að tapa. Lokatakmarkið er að minnst 200 milljón manns nái að skíta að minnsta kosti 10 sinnum hér á landi á hverju ári. Þetta er lífið fyrir landann. 

Svo þegar þetta er hvellsprungið, þá setjum allt draslið á safn - og lækkum verðin.

Fyrir hönd samtaka um ekki-ferðaþjónustu,
Glóballarsering ehf.
Gunnar Rögnvaldsson
 
 
Fyrri færsla
 
 
  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þett'er nú aldeilis flott framtíðarsýn :(

Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 31.8.2011 kl. 19:31

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Kærar kveðjur, Anna æskuvinkona mín.

Gunnar Rögnvaldsson, 3.9.2011 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband