Leita í fréttum mbl.is

Herðist að hálsum bankakerfa evrulanda

Eins og ég hef getið um áður hafa aðeins sex af samtals hundrað fjármálastofnunum Danmerkur aðgang að alþjóðlegum peningamörkuðum. Lokað er á hina níutíu og fjóra. Danmörk er myntbandalagsland ESB að tveimur þriðju hlutum til. 

Enginn portúgalskur banki hefur haft aðgang að alþjóðlegum peningamörkuðum síðastliðið eitt og hálft ár. Portúgal er evruland

Enginn erlendur banki vill lána írskum bönkum svo mikið sem eina evru yfir nóttina. Og það sama er að segja um gangandi beinagrindasafn seðlabanka Evrópusambandsins, Grikkland. Bæði þessi eru evrulönd. Nokkuð sama er að segja um evrulandið Spán. Ítalía færist nær og nær þessu stigi alvarleikans sem nú ríkir í myntfangabúðum Evrópusambandsins.  

Í gær gerðist það nokkuð merkilega að þeir bankar evrusvæðisins sem ennþá hafa haft aðgang að peningamörkuðum "alþjóðasamfélags" Samfylkingarinnar á sunnudögum, týndu tölunni um að minnsta kosti einn. Líklega er um einn stóran og kerfislega mikilvægan evrópskan banka að ræða. Þetta vitum við því gjaldeyrisskiptalína seðlabanka Evrópusambandsins til seðlabanka Bandaríkja Norður-Ameríku var virkjuð á ný í gær. Að minnsta kosti einn stór viðskiptabanki evrusvæðis var orðinn uppiskroppa með Bandaríkjadali til greiðslna og viðskiptavina sinna og þurfti að fá þá afgreidda í gegnum seðlabanka evrusvæðisins, sem dró þá á land í Evrópu í gegnum neyðarlánalínur sínar til seðlabanka Bandaríkjanna í Norður-Ameríku. Sem er mun dýrara að gera en bara að fá þá á peningamörkuðum heimsins. Það er því búið að loka þar á þennan banka.

Að vel ígrunduðu máli —og ef ég gæti— vildi ég helst ekki eiga nein hlutabréf í fyrirtækjum sem eru með aðalstöðvar sínar í löndum sem þvinguð eru til að lúta sameiginlegri efnahagsstjórn ráðamanna sem enginn hefur kosið, og sem enginn getur fjarlægt, og sem bera ekki ábyrgð á neinu sem þeir gera. Eins og nú hefur gerst og er að gerast í enn ríkari mæli með evrusvæði ESB. Svoleiðis fjárfestingar geta aldrei talist annað en stuðningur við að koma á fót stjórnarfyrirkomulagi einræðis. Sama gildir um kaup á ríkisskuldabréfum svoleiðis landa. Óetískar fjáfestingar.
 
Takk
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Og einu ráðin sem þau spila út þau Sarkozy og Merkel, er að auka sameininguna, miðstýra efnahag ESB.

Það er mikil synd að það skuli hafa fennt svona hratt í spor sögunnar með það að aukinn miðstýring var reynd í nokkrum rannsóknarstofum.

Ég skil ekki að Merkel skuli ekki muna eftir falli járntjaldsins og ordakir þess að kommúnisminn gekk ekki upp. Hún á svo sannarlega að vita betur.

Haraldur Baldursson, 20.8.2011 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband