Leita í fréttum mbl.is

Misstu skipin, misstu gengið, misstu sjálfstæðið og fullveldið

Þorskur Nýfundnalands á frímerki á meðan landið var sjálfstætt ríki.
Nokkrum árum áður en fullveldi og lýðræðislegri sjálfsstjórn Nýfundnalands — og 380 þúsund íbúum þessa sjálfstæða ríkis — var hent sem endanlegu veði inn í bankahólfin í sambandsríki Kanada árið 1949, hafði landið misst allt bankakerfi sitt til útlendinga. Það sama gerðist með fragtskipaflotann og alla vinnu þjóðarinnar við hann. Það sama gerðist í myntmálum Nýfundnalendinga. Þeir höfðu álpast til bindast við og að taka upp Kanadadal.

Sem afleiðing verslaði Evrópa og Bretland frekar við Íslendinga því þeir voru skyndilega komnir með vélknúin gufuskip og gátu afhent fiskinn — á samkeppnishæfu verði — samkvæmt stundaskrá. Þetta gátu Nýfundnalendingar ekki því þeir réðu ekki lengur yfir samkeppnishæfum skipaflota og gátu ekki endurnýjað hann, því þeir höfðu misst gengið, bankakerfið og markaðina. Þeir gátu lítið annað gert en það sem Grikkland, Spánn, Portúgal, Ítalía og Írland eru að gera í dag; að drepast lokaðir inni í eigin landi í umsátri þeirra sem halda orðið alfarið á peningamálum þeirra. 

Þetta er draumur Samfylkingarinnar. Að Ísland deyi í Evrópusambandinu. Drepst flest sem þangað fer.
 
Tengt
 
 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Líkurnar með á því að Ísland  fari með veldisvíslegum hraða Ný-fundlandsleiðina, vaxa veldisvísislega á hverjum degi frá þvi um 1983. Miðgengi: Central rate,  krónunnar er það í ekki í höndum á EU í dag?

Júlíus Björnsson, 26.7.2011 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband