Leita í fréttum mbl.is

Grikkir minnast orða Margaret Thatcher um Evrópusambandið

 
Margaret Thatcher
 
Fréttir frá Evrópuúrsambandi - úr gríska blaðinu Kathimerini    

"Þetta er allt saman óskhyggja", hefði Margaret Thatcher sagt þegar að "sameiningu Evrópu" kemur í gegnum glansmyndaútgáfufélagið í Brussel, sem virðist hafa lært markaðsfærslu hugmynda sinna í bestu skólum Moskvu Sovétríkjanna. Þegar Þýskulöndin voru sameinuð í eitt varaði Thatcher Evrópumennin í Brussel við:

"Þið hafið ekki bundið Þýskaland kjölfast við bryggju Evrópu. Þið hafið bundið og kjölfest Evrópu við nýtt ráðandi sameinað Þýskaland. Vinir mínir, á endanum munuð þið komast að því að þetta mun ekki virka."
 
You have not anchored Germany to Europe. You have anchored Europe to a newly dominant, unified Germany. In the end, my friends, you will find it will not work. 

Grikkir eru komnir í Pakkann. Alla grein Petros Papaconstantinou er að finna hér: The end of Europe as we know it
 
Með sameiginlegri mynt, peninga og vaxtavopnum, hafa glæframennn Brussels fært Evrópu aftur á Schteinöld.
 
Í Brussel situr ekki neinn Árni Johnsen við völd. Sem var dæmdur. Sem afplánaði og sem var kosinn inn úr kuldanum aftur af meðborgurum sínum. Nei, þar sitja menn sem enginn kaus, sem ekki er hægt að dæma, ekki er hægt að reka, og sem aldrei munu þurfa að svara neinum neitt um hvorki glæpi né sekt. Ég kýs Árna_Johnsen_samfélagið fram yfir allt annað og þar með er talið þetta ESB-bæli í Brussel. Árnafélagið er bæði betra og fegurra.   
 
Þetta er ekki frétt frá DDRÚV.
 
Fyrri færsla
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég skal segja þér hvað átti að gera: þegar Grikkland lenti í vandræðum, átti að bjóða sameiginlega ábyrgð til Grikklands, ekki veita lán. Ábyrgðin hefði þítt að Grikkland hefði getað verið að taka sjálft lán á 3,5-4% vöxtum sl. ár í stað allt að 30%, eða 5,5% skv. björgunarplani.

Ath. ábyrgð er hægt að veita alveg eins og um væri að ræða AGS plan, með því að hækka hana um tiltekna upphæð per endurskoðun.

Þetta hefði því virkað algerlega eins, þ.e. skilyrði um niðurskurð, sölu eigna sem í þessu tilviki færu raunverulega til skuldalækkana til Grikkja, en ábyrgðir væru þá veittar fyrir allar lánveitingar-þörf gríska ríkisins, svo það væri aldrei að taka lán á ofurvöxtum.

Síðan, hefði Írland farið inn í sama dæmið, svo Portúgal.

Munurinn er sá, að þ.s. öll lán eru á 3,5-4% vöxtum, þá er greiðslubyrði mikið - mikið lægri. Endurgreiðslugeta allra 3-ja landa, hefði haft mikið meiri trúverðugleika. Svo, þá hefðum við ekki skapast þessi upphleðsla ótta á mörkuðum gagnvart stöðu Evrunnar og stöðu landa í vandræðum.

Dínamíkin hefði verið allt - allt önnur og jákvæðari. Löndin væru á leið úr vandræðum, í stað þess að vera á leið í verri og verri vandræði. "Vicious cycle vs. virtuous cycle".

  • Það hefði ekki verið nein Evrukrýsa. Hún var óþörf.
  • Það er einmitt vegna þess að hún var óþörf, sem þetta er svo sorglegt.
En, í stað þess að velja leið sem róar markaði, róar ástandið - þá var valin sennilega sú versta mögulega, þ.e. lán og það ekki á lágum vöxtum, heldur á mun hærri þ.e. 5,5-6%. Að auki, voru þau lán svo þröngt sniðin, að ríkin meira að segja Grikkland, hafa þurft samt meðfram, að selja skammtíma bréf á sífellt hærri vöxtum, sem þíðir að Grikkland er með skuldir í dag upp í allt að 30%.

Leiðin sem var farin, hefur sífellt verið að magna krýsuna - einmitt vegna þess að vaxtabyrðin er svo bersýnilega of há. Þetta sjá markaðirnir, sem sést á því að tiltrú á getu ríkjanna í vanda, hefur sífellt farið minnkandi, vaxtakrafa til þeirra sífellt hækkandi, þetta er svo að ógna stöðu Spánar og Ítalíu.

Ef Evran hrynur, þá er það vegna þeirra röngu ákvörðunar sem tekin var vorið 2010, þegar valin var kolröng aðferð til að glíma við krýsuna.

Þ.e. búið að búa til skuldabólu sem á eftir að hynja yfir Evrópu, vegna þess að ekkert landanna 3-ja er fært um að greiða lánin til baka á núverandi vöxtum. Og Grikklandi dugar ekki einu sinni vaxtalækkun + lenging. Einungis afskrift + lenging + vaxtalækkun.
 
Ef, þessar afskriftir fara ekki fram í tæka tið, undir stjórn - þ.e. að stjórnlaust hrun á sér stað; þá munum við sjá hrun Evrunnar - hrun fjármálakerfis Evrópu + hrun sem víxlverkar inn á sjálft fjármálakerfi Bandaríkjanna, svo heimsins alls.

Ný heimskreppa er þ.s. það þíðir! Allt út af einnig rangri ákvörðun, sem síðan hefur verið endurtekin 3-svar, og það hættulega ástand sem sú ákvörðun skapar undið upp í þau 3. skipti.
 
 
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 1.7.2011 kl. 00:04

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk fyrir þetta Einar Björn

Article 125 

1. The Union shall not be liable for or assume the commitments of central governments, regional, local or other public authorities, other bodies governed by public law, or public undertakings of any Member State, without prejudice to mutual financial guarantees for the joint execution of a specific project. A Member State shall not be liable for or assume the commitments of central governments, regional, local or other public authorities, other bodies governed by public law, or public undertakings of another Member State, without prejudice to mutual financial guarantees for the joint execution of a specific project.

Ábyrgðir Einar Björn, eru bannaðar samkvæmt 125. greininni. Annars hefðu líklega engin ríki tekið upp evru nokkurntíma.

En það er þegar búið að brjóta þessa reglu að hluta til með því að senda ECB yfir Roubikon (Evru lygarar - "Die EZB hat den Rubikon überschritten")

Svo bendi ég á þýska stjórnarskrárdómstólinn. Menn bíða þar bara eftir að geta staðið Brussel að verki við brotið. 

Svo myndu ábyrgðir hafa neikvæð áhrif á vaxtakjör Þjóðverja og lánshæfnismat. 

Björgunarsjóðurinn er því fyrirbæri sem er ætlað að fara í kringum löggjöfina, en hann brýtur þó algerlega anda laganna. 

Það er engin leið út úr þessu. Þetta er eins og lekt skip. Það er alveg sama hvað þú reynir að millifæra fossandi sjóinn á milli lestarýma. Báturinn í heild þolir aðeins ákveðið magn af sjó innanborðs. Hann sekkur í heild á ákveðnum tímapunkti.

Sökk-hraðinn fer eftir snjóboltaáhrifunum í skuldastöðunni sem er háð vaxtakjörunum á nýjum lánum til að rúlla þeim gömlu áfram. Dósin þyngist og þyngist við hvert spark niður eftir götunni.

Niðurskurðaraðgerðir yfirvalda myntbandalagsins sjá svo til þess að landsframleiðslan dregst ennþá meira saman og hlutfall skulda miðað við einmitt landsframleiðsluna eykst og eykst. 

Evrusvæði var þegar komið í þá stöðu að vera lélegasta hagvaxtarsvæði heimsins áður en kreppan skall á. Svo staðan var ömurleg frá upphafi.

Myntsvæðið er dauðadæmt. Því lengur sem dauðastríðið stendur yfir því mölbrotnari munu löndin koma út úr þessari misheppnaða pólitíska brjálsemisverki.

Gunnar Rögnvaldsson, 1.7.2011 kl. 01:13

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Auðveld hjáleið, því ríkin gátu ákveðið að veita hana án tilstillis stofnana ESB, ef út í það er farið.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 1.7.2011 kl. 01:48

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"Svo myndu ábyrgðir hafa neikvæð áhrif á vaxtakjör Þjóðverja og lánshæfnismat. "

Sem hin leiðin er einnig að orsaka - þ.s. hún krefst einnig ábyrgða, nema í stað þess að veita hana beint, var búið þetta afstyrmi sem veitir okurkjara-lán. Svo þetta er eins og kallað er á ensku "worst of both worlds".

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 1.7.2011 kl. 01:52

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

1) Nei Einar Björn. Ríkin mega ekki gangast í ábyrgðir fyrir skuldum annarra evruríkja.

Það sama gildir í Bandaríkjunum. Þetta mínar dömur og herrar er hlutverk ALRÍKISSTJÓRNAR. Í Bandaríkjunum hefur hún (alríkisstjórnin) yfir 30 prósentum af landsframleiðslunni að ráða.  

Myntbandalaginu bráðvantar því að setja á stofn Bandaríki Evrópu í einum grænum hvelli til að bjarga myntinni og sem hefur ríkissjóð til að gegna einmitt þessu hlutverki: þ.e. TRANSFER UNION.

2) Já, þetta er vel orðað hjá þér. Svona er að vera platmynt í platmyntbrandaralalgi Evrópusambandsins; blíðviðrisfyrirbæri kjána.

Gunnar Rögnvaldsson, 1.7.2011 kl. 02:02

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

En þeir eru að veita öðrum meðlimaríkjum ábyrgðir.

Ath., Seðlabanki Evrusvæðis, hefur einnig lagt til hliðar eigin reglur.

Það virðist ekki þvælast fyrir þeim að íta til hliðar eigin reglum.

Þeim á sjálfsagt eftir að hefnast fyrir það fyrir rest, en það drepur trúverðugleika þeirra regluverks - að ítrekað sjá því vikið til hliðar umsvifalaust.

--------------

Sameiginleg fjármálastjórn sannarlega, myndi stórfellt auka skilvirkni svæðisins.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 1.7.2011 kl. 12:12

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já Einar Björn. Þarna er skalkað og valkað með það sem fólkinu var sagt í byrjun að gæti og mætti ekki gerast.

Reynt er að leggja lag (layer) á milli þess sem fer raunverulega fram og þess sem regluverkið átti að gæta þ.e. að lögunum og anda laganna væri framfylgt. Þetta er eins konar intermediate-layer til að komast framhjá reglum þessi svo kallaði björgunarsjóður. Hann er sagður vera "general purpose vehicle", en allir vita þó fyrir hverja hann er ætlaður.

Átti ekki ESFS-björgunarsjóðurinn að vera AAA-rated fyrirbæri þar sem á bak við liggjandi lönd, með sem flestar AAA eða svipaðar einunnir, áttu að standa í ábyrgð? Og því gæti sjóðurinn gefið úr AAA-klassa-skuldabréf (govt.backed.bonds) sem markaðurinn væri sólginn í og sem kæmu í stað verðlausra ríkispappíra stakra evrulands á leið í ríkisgjaldþrot?

Ef þessu (downgrades) heldur svona áfram þá munu skuldabréf EFSF missa AAA einkunnina, eða þá að færri og færri evrulönd geta komið að stuðningi við þennan sjóð og þannig þyngja og þyngja álagið á þau lönd sem enn eru með AAA eða svipaða lánshæfni og sem standa enn á bak við sjóðinn.

Á endanum munu þau öll þurfa lán úr sjóðnum, þ.e. nema þau forði sér úr evrusvælunni.

Þetta er eins og menn sem ætla að koma skipi sínu af strandstað með því að henda vélinni fyrir borð. Eða að synda með björgunarbát fullan af fólki í bandi vegna þess að það var ekki pláss fyrir alla, en hoppa síðan um borð þegar hákarl kemur og þá sökkva allir.

Gunnar Rögnvaldsson, 1.7.2011 kl. 12:32

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Rétta nafnið á EFSF er CDO.

Sem sagt; enn einn vafningurinn, en í þetta skiptið gefið út af brjáluðum pólitíkusum í örvæntingu. 

Nomura’s European rates strategist Nikan Firoozye um EFSF:

"We are effectively analysing a super-senior tranche of a CDO"

Sjá FT; The CDO at the heart of the eurozone

Gunnar Rögnvaldsson, 1.7.2011 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband