Leita í fréttum mbl.is

Gjaldeyrishöft bráðum innleidd á evrusvæðinu?

Samkvæmt fréttum þýska viðskiptablaðsins Börsen-Zeitung (I & II) hefur Andreas Dombret sem situr í stjórn þýska seðlabankans lýst því yfir að ríki geti innleitt gjaldeyrishöft sem síðustu varnaraðgerðir gegn flóðbylgjum fjárstrauma í ólgusjó fjármálaöngþveitis ríkja. Þetta mál, gjaldeyrishöft, hefur hingað til verið algjört tabú í Evrópusambandinu. En sem kunnugt er hefur AGS undanfarið verið að dusta rykið af tabúteppum gjaldeyrishafta á skrifborðum málalengingarskrifstofa sjóðsins. 

Skyldi yfirlýsing Andreas Dombret sækja sér næringu í þá staðreynd að fjármálakerfi evrusvæðisins eru öll í fullkomnum molum (fragmented) og að sum ríki svæðisins eru nú orðin verr sett með fjármál sín í faðmi evrunnar en sum bananalýðveldi heimsins eru með fjármál sín með einræðisherra við völdin? 

Yfirlýsing Andreas Dombret ætti kannski að skoðast með vasaljósum þeim sem eru að kvikna á Írlandi, Portúgal, Grikklandi, Frakklandi og fleiri löndum evrusvæðis þar sem hættan á flótta fjármagns er gríðarleg og þar af leiddu innflæði fjármagns annars staðar sem þvengríður fjármálakerfum á hinn undarlegasta hátt.

Í gær sagði seðlabankastjóri Írlands, Patrick Honohan, frá því að írskir bankar myndu ekki geta fengið frekari miðlungs-tíma fyrirgreiðslu hjá seðlabanka Evrópusambandsins og yrðu því að reiða sig algerlega á skamm-tíma fyrirgreiðslu.
 
Hann bætti því við að það væri ekki hlutverk seðlabanka að bjarga bönkum frá gjaldþroti. Það væri hlutverk ríkisstjórna (skattgreiðenda auðvitað). Patrick Honohan er í því perversa hlutverki að sitja einnig í bankaráði seðlabanka Evrópusambandsins, sem hann þarna var að tjá sig sem talsmann fyrir. 
 
Og AGS varar nú snillingana í seðlabanka Evrópusambandsins við því að hækka stýrivexti enn frekar. En seðlabankinn hækkaði þá fyrir nokkrum dögum, líklega til þess eins að ýta löndum Suður-Evrópu og Írlandi alveg fram af bjargbrún algers hruns. Þetta er líklega önnur heimskulegasta stýrivaxtaákvörðun mannkynssögunnar á eftir þeirri fyrri frá ECB: Heimskulegasti seðlabanki mannkynssögunnar? 

Þetta er allt svo frábært þarna á evrusvæðinu! Hið fullkomna fjármálakerfi! Og regluverkurinn maður, regluverkurinn!
 
OMG! Lánasafn Landsbankans lenti því miður og algerlega óvænt í gjaldeyrishöftum og hruni evrusvæðis. Atburðum sem aðeins geta gerst samtímis einu sinni á hverjum 10 milljörðum ára. 

Þeir sem halda að bankarekstur verði nokkurn tíma aftur eins og hann var fyrir hrun, vaða í villum vegakerfa heimsins.
 
Fyrri færsla

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

.. mér skildist á fréttinni það verið væri að tala um leiðir til að hægja á innstreymi fjármagns.  Þá eru þetta ekki hugmyndir um að loka fjármagn inni (í Írlandi, Portugal, Spáni og Grikklandi) heldur að loka það úti í framtíðinni til að varðveita fjármálastöðugleika.

"He added that solving bank problems was governments’ task more than that of the ECB."

Er þetta setningin sem þú ályktar út frá að Honohan segi að það sé meira hlutverk ríkisstjórna að bjarga bönkum en Seðlabankans?

Ég skil það nú frekar þannig að hann segi að það sé hlutverk ríkisstjórna að leysa vandamál bankanna, hvernig sem það sé síðan gert.

Lúðvík Júlíusson, 12.4.2011 kl. 09:29

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Aðstoðarpenni ritstjórnar FT:UK og FT:DE og eigandi Eurointelligence.com, Wolfgang Munchau, og sem hefur aðgang að miklu fleiri fréttauppsprettum og persónum í valdastöðum ESB en ég nokkurn tíma hef efni á að gerast áskrifandi að - segir í morgunskýrslu dagsins:

He said that the rescue of the banks was the job of the governments, not the central bank.

Meira get ég ekki gefið þér Lúðvík án þess að brjóta upphafsréttarreglur Eurointelligence.com sem ég þrátt fyrir allt er áskrifandi að og hef skrifað undir.

Gjaldeyrishöft eru til í öllu litrófi veraldar og markmið þeirra er einmitt að hindra óheftar og frjálsar hreyfingar fjármagns. Ok? Þú getur aldrei vitað hvernig útfærsla gjaldeyrishafta er fyrr en þeim er skellt á. Það er eðli þeirra.

Vona að þetta hjálpi við skilning þinn á efninu

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 12.4.2011 kl. 09:47

3 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Gunnar, takk fyrir þetta.

Ég spurði vegna þess að "slóðirnar" sem þú gafst upp fjölluðu um höft á innstreymi fjármagns í framtíðinni til að ríki geti komið í veg fyrir að þetta gerist aftur.  Þar var ekki talað um höft á útstreymi til að laga núverandi ástand.

.. það lítur út fyrir að blaðamenn á EU svæðinu þurfa að vanda betur það sem þeir láta frá sér.

Lúðvík Júlíusson, 12.4.2011 kl. 09:57

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já en kæri Lúðvík. Slóðin sem ég gaf þér er bara sú slóð sem ég notaði til að staðfesta fyrir sjálfum mér að það sem Eurointelligence skrifar í dag eigi sér að minnsta kosti einhverja stoð í veruleiknaum, svo ég sé nú ekki að bera á borð uppspuna og fyrir venjulegum mönnum ófinnanlegt leynimakk, bæði fyrir þig sem og aðra lesendur. Ég þekki ekki heimildir þær sem fremstu pennar Evrópu hafa. Og hef enga leið til að þekkja þær. En ég tek skrif FT og Eurointelligence trúanleg.

Meira get ég ekki hjálpað þér.

Ertu hræddur? 

Gunnar Rögnvaldsson, 12.4.2011 kl. 10:05

5 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

hræddur? Nei, við hvað?

Mér finnst bara skemmtilega undarlegt að tveir miðlar túlki orð írska seðlabankastjórnas á tvo vegu:

Á meðan annar segir: "He said that the rescue of the banks was the job of the governments, not the central bank."

þá segir hinn: "He added that solving bank problems was governments’ task more than that of the ECB."

Lúðvík Júlíusson, 12.4.2011 kl. 10:23

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ekki svara nei Lúðvík án þess að vita hvað þú átt að vera hræddur við? 

Sjálfur er ég hræddur. Ég er skíthræddur við algert hrun evrusvæðisins. Nýja innvortis fjármálalega borgarastyrjöld á milli evrulandanna. Borgaralegar óeirðir. Upplausn. Kaos. Öngþveiti. Herverndaða úrsögn evruríkja úr myntbandalaginu og hernaðarlegar mótaðgerðir sem fá innbyggða etníska púðurtunnu Evrópusambandsins til að springa í loft upp og í kjölfarið á því etnískar úthreinsanir. Þetta er ég hræddur við og hef verið það síðan myntbandalaginu var þvingað upp á lönd Evrópusambandsins.

Gunnar Rögnvaldsson, 12.4.2011 kl. 10:39

7 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

nei, ég óttast þetta ekki.  En það er aldrei hægt að útiloka neitt, eins og sýnir sig hér á landi þar sem þjóðernisvakning fólks kemur í veg fyrir að það sjái hvernig það er að skaða sig sjálft og landið.

Lúðvík Júlíusson, 12.4.2011 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband