Leita í fréttum mbl.is

Rannsókn: Danmörk varla fullvalda ríki lengur. Lög og reglur í Danmörku koma að mestu leyti frá embættismönnum í Brussel, sem enginn Dani kaus

Þróun þess hlutfalls löggjafar í Danmörku sem á uppruna sinn að rekja til Evrópusambandsins í Brussel
Mynd: Cepos; Þróun þess hlutfalls löggjafar í Danmörku sem á uppruna sinn að rekja til Evrópusambandsins í Brussel frá árinu 1986
 
Rannsókn: aukin áhrif Evrópusambandsins á lýðstjórn í Danmörku
 
Danska hugveitan Cepos hefur farið í gegnum öll lög og allar reglugerðir sem tekið hafa gildi í Danmörku frá árinu 1986. Niðurstaðan er dapurleg. Meirihluti löggjafar Danmörku kemur frá Evrópusambandinu. 

"En stor del af EU lovgivningen vedtages af Kommissionen – EU’s ”udøvende magt” – hvilket forstærker de demokratiske betænkeligheder ved den massive EU-retlige indflydelse på dansk lovgivning"

Stór hluti laga í Evrópusambandinu er viðrekinn af embættismönnum - framkvæmdavaldi Evrópusambandsins - og sú staðreynd magnar upp þær lýðræðislegu áhyggjur sem hafa þarf vegna massífra áhrifa lagagerðar Evrópusambandsins á löggjöf Danmerkur.
 
Þróun fjölda tilskipana Evrópusambandsins sem gilda í Danmörku frá árinu 1958
Mynd: Cepos; Þróun fjölda tilskipana Evrópusambandsins sem gilda í Danmörku frá árinu 1958 

Í inngangi rannsóknar Ceops segir

Frá og með deginum sem Danmörk gekk í Evrópusambandið árið 1973, hefur magnið af þeim lögum sem eiga uppruna sinn að rekja til ESB í Brussel og þeim ESB-reglugerðum sem byggja á ESB-lagabálkum frá Brussel, stigið mikið. Þetta hefur haft í för með sér miklar takmarkanir á þeim möguleikum sem þjóðþing Dana, Folketinget, getur haft á lagasetninguna í landinu - og þar með þá möguleika sem danska þjóðin getur mögulega haft á tilveru sína í eigin landi. 

Árið 1986 áttu fimm prósent af öllum lögum í Danmörku uppruna sinn að rekja til ESB-laga frá Brussel. Árið 2010 (24 árum seinna) var þetta hlutfall komið upp í 25 prósent. Leggi maður hér við þær reglugerðir sem viðteknar hafa verið af ESB í Brussel og sem byggja á ESB-lagabálkum - og sem hafa bein áhrif í Danmörku - þá kemur í ljós að 50-60 prósent af þeim lögum og reglum sem nú gilda bæði beint og óbeint í Danmörku eiga uppruna sinn að rekja beint til Evrópusambandsins í Brussel. 

ESB-lögin og ESB-rétturinn láta sér ekki bara viðkoma tæknileg málefni og landbúnað, heldur einnig málefni sem hingað til hafa verið talin í höndum og undir verndarvæng fullveldis landsins, eins og til dæmis skattamál, innflytjendamál og refsilöggjöf.

Þessi þróun krefst breiðrar opinberrar umræðu um hvernig hægt sé að tryggja það að almenningur og þjóðþing Dana fái slegið því fast að áhrif þess séu ennþá einhvers gildandi gegn Evrópusambandinu, segir yfirlögmaður Cepos, Jacob Mchangama. 
 
Þróun fjölda reglugerða Evrópusambandsins sem gilda í Danmörku frá árinu 1958
Mynd: Cepos; Þróun fjölda reglugerða Evrópusambandsins sem gilda í Danmörku frá árinu 1958 

Cepos segir að núverandi þróun í Evrópusambandinu sýni að það sé bráðnauðsynlegt að lýðstjórn landsins ákveði hvort gefa eigi meira eftir af fullveldi landsins en þegar er orðið.
 
Meira að segja hinni borgaralegu hugveitu Cepos er farið að blöskra. Þá er ástandið orðið slæmt. 

Det må dog også erkendes, at Danmarks indflydelse, som et lille land blandt 27, er stærkt begrænset og at Danmark derfor risikerer at blive nedstemt af kvalificerede flertalsbeslutninger.

Cepos telur að svo langt sé komið að hægt sé að setja spurningamerki við hvort lýðræði sé ennþá gildandi stjórnarform í Danmörku. Hugveitan segir að Danmörk sé lítið land og hafi litla möguleika á að hafa áhrif á eigin örlög í Evrópusambandinu. Cepos vitnar í rannsókn Open Europe sem segir að lagabálkur Evrópusambandsins rúmist ekki lengur á færri en rúmlega 666 þúsund blaðsíðum.

Og svo halda sumir ennþá að Evrópusambandið sé eitthvað annað en nýtt stórríki í smíðum. Halló!

Æðsta markmið ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar er að leggja niður lýðræði á Íslandi með því að ganga í Evrópusambandið. Og þar með verður endanlega lagt niður lýðveldi Íslendinga, sem stofnað var til á Þingvöllum árið 1944. 

Laugardagurinn 17. júní árið 1944 er dagurinn sem ríkisstjórn Íslands þolir ekki.
 
Í ríkisstjórn Íslands sitja á skrifandi stundu stjórnmálaflokkarnir Samfylkingin og hreyfing Vinstri grænna. Saman hafa þau fyrir hönd allra Íslendinga sótt um inngöngu Íslands í þetta nýja stórríki embættismannaveldis Brussels. Þessa umsókn þarf að draga til baka umsvifalaust. Hún á engan rétt á sér og er afar illa og óheiðarlega tilkomin.  
 
Krækjur
Fyrri færsla

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég hlusta á umræðurnar á námsmanna heimilinu Alþingi næstum daglega, ég fæ ekki betur séð en EES kosti sitt líka.

Júlíus Björnsson, 21.3.2011 kl. 03:19

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

http://www.youtube.com/watch?v=LO2eh6f5Go0&feature=BF&playnext=1&list=QL&index=10

Fyrir þá sem framkvæma og hugsa svo. Ríkisstjórnin, Icesave, Brussel geta allt.

Júlíus Björnsson, 21.3.2011 kl. 03:22

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Samt er Danmörk ekki að sækjast eftir því að ganga úr ESB!  Hefði nú haldð að þjóðernissinnar myndu fylla götunar þar með mótmælum ef að Danmörk er varla fullvalda lengur. Sem og í öllum hinum 26 ríkjunum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 21.3.2011 kl. 16:54

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Danska yfirstéttin segir fátt og hugsar flátt. Allt á sinn vitjunar tíma. Eftir samþættingu fjárvalds og Dómsvalds er ekki heiglum hent að losa sig undan yfir Miðstýringar álögum.

Hér í upphafi EU samþættingar regluverks komu margur úr frelsisskortinum í EU til Íslands þeir sjá nú sæng sína uppbreidda og vilja alls ekki að Ísland haldi áfram á sömu braut. 

Heimskt  er heimalið barn. Aumur er sá sem stýrist af tilfinningum þegar fjármál eru annarsvegar.  

Júlíus Björnsson, 21.3.2011 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband