Leita í fréttum mbl.is

189 þýskir hagfræðiprófessorar mótmæla. ECB-seðlabankinn sem gætir myntar Þýskalands orðinn sorptunna

Borgarísjaki 
 
Frá breiðabólstöðum til sveðjustaða evrulanda

Athyglisvert alvarlegt ástand ríkir í Þýskalandi. Hagfræðistéttin, hluti viðskiptastéttarinnar, seðlabanki Þýskalands, þingið og hinn gleymdi þýski almenningur eru að gera uppreisn gegn fyrirhuguðum björgunartilraunum ESB-elítu Brussels á myntinni þeirra evru. Verið er að smokka handjárnunum upp á hendur Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. 

Í opinberu bréfi, undirrituðu af 189 prófessorum í hagfræði, er stækkun 440 miljarða evru björgunarsjóðs ESB alfarið hafnað. Sjóðurinn ber skammarstöfunina EFSF. Prófessorarnir krefjast að hin verst leiknu evruríki séu þvinguð í ríkisgjaldþrot. Á mjúku en skömmustulegu máli er ríkisgjaldþrot í evrum nú um stundir kallað að endurskipuleggja skuldirnar. En ríkisgjaldþrot er þó ríkisgjaldþrot. Að þrjóta gjaldið er gjaldþrot. 

Löndin verða að geta orðið ríkisgjaldþrota

Samkvæmt bréfi prófessorana mun stofnun varnalegs björgunarsjóðs evrulanda ekki leysa vandamál myntsvæðis og myntarinnar evru. Tilvera sjóðsins mun hins vegar virka sem massíf hvatning til frekari óreiðu í ríkisfjármálum evrulanda. Og leiða svo til endurtekningar á fyrri mistökum myntsvæðisins. Sjóðurinn mun því aðeins klárgera arfabeðin fyrir næstu fjármálakreppur myntsvæðisins.

Prófessorarnir slá því fast að langtímalausnir á skuldakreppum krefjist þess að hættan á því að lenda í greiðslufalli með skuldbindingar ríkissjóðs við fjárfesta, verði að vera til staðar ef land lendir í því að verða ógreiðsluhæft (e. insovent). Og það sé einmitt sú staða sem nokkur af skuldsettu ríkjum myntbandalags Evrópusambandsins eru komin í.

Prófessorarnir skera einnig djúpt í flesk seðlabanka Evrópusambandsins (ECB) - sem á að gæta myntar Þýskalands - og segja að ríkisskuldabréfauppkaup ECB séu óafsakanleg. En þessi ECB-seðlabanki hefur verið að prenta sér seðla sem notaðir hafa verið til stuðningskaupa hans á ríkisskuldabréfum Grikklands, Írlands og Portúgals, svo halda megi myntinni marrandi ofansjávar. Þessi eru þau evruríki sem hve lengst eru komin út á brún ríkisskuldahengiflugs. Þau geta ekki lengur lokkað alþjóðlega fjárfesta til að kaupa af sér ríkispappíra gegn sjálfbærri viðráðanlegri áhættuþóknun. Prófessorarnir segja að hér sé verið að flytja fjárhagsáhættuna frá fjárfestum og yfir á almenning. 

ECB seðlabankinn orðinn sorptunna

Dagblaðið Frankfurter Allgemeine skrifar því næst harða ádeilu á krísulausnir ECB-seðlabankans og yfirstjórnar ESB og segir enn fremur að allar björgunartilraunir ESB-stjórnmálamanna hafi algerlega mistekist. Blaðið segir að ECB-seðlabankinn sé nú orðinn að eins konar sorptunnu (líklega korrekt staðsett 15 metra frá bjargbrún, ja?).
 
Efnahagsreikningur seðlabankans hafi þanist út frá 900 miljörðum evra og upp í 1.800 miljarða. Eignahlið og vinstri skúffa efnahagsreiknings seðlabankans samanstandi nú mest af pappírum af vafasömum uppruna og sem þangað eru komnir sem veð gegn útlánum seðlabankans til ríkissjóða og bankakerfa evruríkja sem eru í þann mund að fara fram af bjargbrún ríkisskulda með lifandi dauð bankakerfi sín hangandi um hálsinn. Kallar blaðið ECB-seðlabankann fyrir ruslatunnubankann. Hann er ekki lengur sú óháða sjálfseignarstofnun sem hann átti að vera, heldur er hann orðinn hluti af skuldakreppu evrusvæðis.           

Hin "óháða" greiningarskrifstofa Eurointelligence, sem mönnuð er tveimur krónískum og nú óttaslegnum evrusjúklingum, þeim Wolfgang Munchau og Susanne Mundschenk, segir að ástandið sé grafalvarlegt í Þýskalandi. Ástandið sé svo slæmt að hlutirnir geti farið úr böndunum. Líklega úr þeim böndum sem bundin voru fyrir augu og munn almennings þegar evran var sjósett án samþykkis Þjóðverja. Þá voru 155 hagfræðingar sammála um eitt 

Lærdómur

Að biðja um að hamrinum sé hent í mann er nógu slæmt. En að taka hann svo upp og berja sjálfan sig til dauða, er hins vegar fullkomin heimska. Þessi heimska tröllríður nú höfuðpörunum í ríkisstjórnarstórslysi Samfylkingarinnar á Íslandi.  
 
Undirskriftir þýskra hagfræðiprófessora 

189 eru sammála innihaldi bréfsins - 7 ósammála því og 11 tóku ekki afstöðu.
 
Sammála
 
Carlos Alos-Ferrer, Universität Konstanz
Erwin Amann, Universität Duisburg-Essen
Thomas Apolte, Universität Münster
Lutz Arnold, Universität Regensburg
Ingo Barens, TU Darmstadt
Ralph-Christopher Bayer, University of Adelaide
Sascha Becker , University of Warwick
Klaus Beckmann, Helmut-Schmidt-Universität Hamburg
Thomas Beißinger, Universität Hohenheim
Ansgar Belke, Universität Duisburg-Essen
Dirk Bethmann, Universität Magdeburg
Ivo Bischoff, Universität Kassel
Charles Blankart, Humboldt-Universität Berlin
Ulrich Blum, Martin-Luther-Universität Halle-Wittenberg
Henning Bohn, University of California Santa Barbara
Werner Bönte, Universität Wuppertal
Matthew Braham, Universität Bayreuth
Friedrich Breyer, Universität Konstanz
Michael Broer , Ostfalia Hochschule für angew. Wissenschaften
Wolfgang Buchholz, Universität Regensburg
Michael Burda, Humboldt- Universität Berlin
Matthias Busse, Universität Bochum
Uwe Cantner, Universität Jena
Kai Carstensen, Ludwig-Maximilians-Universität München
Volker Caspari, TU Darmstadt
Christiane Clemens, Universität Bielefeld
Matthias Dahm, Universitat Rovira i Virgili, Tarragona
Alexander Dilger, Universität Münster
Klaus Diller, Universität Koblenz
Christian Dreger, Europa-Universität Viadrina Frankfurt/O.
Axel Dreher, Universität Göttingen
Uwe Dulleck, Queensland University of Technology
Wolfgang Eggert, Universität Freiburg
Jürgen Eichberger, Universität Heidelberg
Winand Emonds, Universität Bern
Zeno Enders, Universität Bonn
Philipp Engler, FU Berlin
Florian Englmaier, Ludwig-Maximilians-Universität München
Mathias Erlei, TU Clausthal
Hans Fehr, Universität Würzburg
Gabriel Felbermayr, Universität Hohenheim
Stefan Felder, Universität Duisburg-Essen
Ralf Fendel, WHU Koblenz
Robert Fenge, Universität Rostock
Hans-Dieter Feser, TU Kaiserslautern
Gebhard Flaig, Ludwig-Maximilians-Universität München
Cay Folkers, Universität Bochum
Siegfried Franke, Universität Stuttgart
Michael Frenkel, WHU Koblenz
Johannes Frerich, Universität Bonn
Andreas Freytag, Universität Jena
Tim Friehe, Universität Konstanz
Michael Fritsch, Universität Jena
Barbara Fritz, FU Berlin
Markus Frölich, Universität Mannheim
Thomas Gehrig, Universität Wien
Bernd Genser, Universität Konstanz
Egon Görgens, Universität Bayreuth
Alfred Greiner, Universität Bielefeld
Wolf-Heimo Grieben, Universität Konstanz
Thomas Gries, Universität Paderborn
Heinz Grossekettler, Universität Münster
Erich Gundlach, Universität Hamburg
Karl-Hans Hartwig, Universität Münster
Harald Hau, INSEAD
Justus Haucap, Universität Düsseldorf
Andreas Haufler, Ludwig-Maximilians-Universität München
Burkhard Heer, Freie Universität Bozen
Frank Heinemann, TU Berlin
Maik Heinemann, Universität Lüneburg
Florian Heiss, Universität Mainz
Klaus-Dirk Henke, TU Berlin
Carsten Herrmann-Pillath, Frankfurt School of Finance and Management
Matthias Hertweck, Universität Konstanz
Bernhard Herz, Universität Bayreuth
Werner Hildenbrand, Universität Bonn
Robert Hoffmann, Nottingham University Business School China
Oliver Holtemöller, Martin-Luther-Universität Halle-Wittenberg
Rolf Hüpen, Universität Bochum
Andreas Irmen, Universität Luxemburg
Eckhard Janeba, Universität Mannheim
Jürgen Jerger, Universität Regensburg
Leo Kaas, Universität Konstanz
Andreas Knabe, FU Berlin
Alexander Koch, Aarhus University
Lambert T. Koch, Universität Wuppertal
Wilhelm Kohler, Universität Tübingen
Manfred Königstein, Universität Erfurt
Marko Köthenbürger, University of Copenhagen
Dietmar Krafft, Universität Münster
Walter Krämer, TU Dortmund
Tim Krieger, Universität Paderborn
Gerd-Jan Krol, Universität Münster
Hans-Martin Krolzig, University of Kent
Jens Krüger, TU Darmstadt
Jörn Kruse, Helmut-Schmidt-Universität Hamburg
Oliver Landmann, Universität Freiburg
Andreas Lange, Universität Hamburg
Fabian Lange, Yale University
Martin Leschke, Universität Bayreuth
Christian Leuz, University of Chicago
Andreas Liening, TU Dortmund
Oliver Lorz, RWTH Aachen
Bernd Lucke, Universität Hamburg
Helga Luckenbach, Universität Gießen
Ernst Maug, Universität Mannheim
Alfred Maußner, Universität Augsburg
Jürgen Meckl, Universität Gießen
Monika Merz, Universität Wien
Wolfgang Meyer, Universität Hannover
Jochen Michaelis, Universität Kassel
Albrecht Michler, Universität Düsseldorf
Georg Milbradt, TU Dresden
Johannes Moenius, University of Redlands
Marc-Andreas Muendler, University of California San Diego
Gernot Müller, Universität Bonn
Doris Neuberger, Universität Rostock
Manfred JM Neumann, Universität Bonn
Ulrike Neyer, Universität Düsseldorf
Tristan Nguyen, Wissenschaftliche Hochschule Lahr
Dirk Niepelt, Universität Bern
Volker Nitsch, TU Darmstadt
Renate Ohr, Universität Göttingen
Ingrid Ott, Karlsruher Institut für Technologie
Wolfgang Pfaffenberger, Jacobs-University Bremen
Wilhelm Pfähler, Universität Hamburg
Michael Pickhardt, Universität Münster
Ingo Pies, MLU Halle-Wittenberg
Mattias Polborn, University of Illinois
Olaf Posch, Universität Aarhus
Markus Poschke, McGill University Montreal
Aloys Prinz, Universität Münster
Sven Rady, Ludwig-Maximilians-Universität München
Bernd Raffelhüschen, Universität Freiburg
Franco Reither, Helmut-Schmidt-Universität Hamburg
Wolfram F. Richter, TU Dortmund
Andreas Roider, Universität Heidelberg
Michael Roos, Universität Bochum
Gerhard Rübel, Universität Göttingen
Ralf Runde, Universität Siegen
Dirk Sauerland, Universität Witten/Herdecke
Andreas Schabert, TU Dortmund
Wolf Schäfer, Helmut-Schmidt- Universität Hamburg
Bertram Schefold, Goethe-Universität Frankfurt
Horst Schellhaaß, Universität Köln
Bernd Scherer, EDHEC Business School, London
Wolfgang Scherf, Universität Gießen
Jörg Schimmelpfennig, Universität Bochum
Karl Schmedderes, Universität Zürich
André Schmidt, Universität Witten/Herdecke
Klaus Schmidt, Ludwig-Maximilians- Universität München
Claus Schnabel, Universität Erlangen-Nürnberg
Gunter Schnabl, Universität Leipzig
Monika Schnitzer, Ludwig-Maximilians- Universität München
Ronnie Schöb, Freie Universität Berlin
Almuth Scholl , Universität Konstanz
Siegfried Schoppe, Universität Hamburg
Norbert Schulz, Universität Würzburg
Günther Schulze, Universität Freiburg
Peter Schulze, Universität Mainz
Julia Schwenkenberg, Rutgers University - Newark
Hans-Werner Sinn, Ludwig-Maximilians-Universität München
Heinz-Dieter Smeets, Universität Düsseldorf
Susanne Soretz, Universität Greifswald
Peter Spahn, Universität Hohenheim
Frank Steffen, University of Liverpool
Bernd Süßmuth, Universität Leipzig
Theresia Theurl, Universität Münster
Christoph Thoenissen, Victoria University of Wellington
Peter Tillmann, Universität Gießen
Stefan Traub, Universität Bremen
Silke Übelmesser, Ludwig-Maximilians-Universität München
Stefan Voigt, Universität Hamburg
Ludwig von Auer, Universität Trier
Oskar von dem Hagen, Universität Oldenburg
Jürgen von Hagen, Universität Bonn
Andreas Wagener, Universität Hannover
Gerhard Wagenhals, Universität Hohenheim
Helmut Wagner, Fernuniversität Hagen
Uwe Walz, Goethe-Universität Frankfurt
Markus Walzl, Universität Bamberg
Alfons Weichenrieder, Goethe-Universität Frankfurt
Joachim Weimann, Universität Magdeburg
Rafael Weißbach, Universität Rostock
Axel Werwatz, TU Berlin
Frank Westermann, Universität Osnabrück
Volker Wieland, Goethe-Universität Frankfurt
Hans Wiesmeth, TU Dresden
Bernd Wilfling, Universität Münster

Ósammála

Ralph Friedmann, Universität des Saarlandes
Ulrich Fritsche , Universität Hamburg
Stefan Gerlach, Goethe-Universität Frankfurt
Steffen Hoernig , Universidade Nova de Lisboa
Stephan Klasen, Universität Göttingen
Dirk Meyer, Helmut-Schmidt-Universität Hamburg
Karl-Heinz Paqué, Universität Magdeburg

Tóku ekki afstöðu

Irwin Collier, FU Berlin
Bernd Fitzenberger, Universität Freiburg
Kristin Kleinjans , California State University - Fullerton
Christian Merkl, Universität Erlangen-Nürnberg
Walter Ried, Universität Greifswald
Friedrich Schneider, Johannes Kepler Universität Linz
Wolfram Schrettl , FU Berlin
Ulrich van Suntum, Universität Münster
Klaus Wälde , Universität Mainz
Mark Weder, University of Adelaide
 
 
Krækjur
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Einmitt þetta eru sannir Þjóðverjar. Guð hjálpar þeim sem hjálpar sér sjálfur. Sum Ríki eru dugleg og önnur löt. Þjóðverjar eru greindir og duglegir og latir eftir því sem við á. SamFo er hinsvegar með afbrigðum löt.

Júlíus Björnsson, 26.2.2011 kl. 02:56

2 identicon

"Prófessorarnir segja að hér sé verið að flytja fjárhagsáhættuna frá fjárfestum og yfir á almenning."

Þetta er nú það sem "hrunið" í heild sinni gekk út á, og það ekki bara á Íslandi ... og menn gleima því, hversu skammarlegt það er, að Íslendingar skuli vera á nornaveiðum, til að geta krossfest einhvern fyrir það sem gerðist á heims mælikvarða.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 26.2.2011 kl. 11:34

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk fyrir innlit Júlíus og Bjarne. 

Gunnar Rögnvaldsson, 28.2.2011 kl. 20:25

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

http://coinmill.com/PTE_calculator.html

Hér eru allar upplýsingar um innra gengi evru Ríkjanna, sem áfram kaupa evrur fyrir sína gömlu gjaldmiðla til að markaðsetja á sínum markaði gagnvart almennum neytendum: grunn innri þjóðarrástöfunartekna  sem ráða evruskammti Þjóða Seðlabankas: rauntejur ákvarðast á 5 ára fresti.

Upptaka evru> króna ósýnileg.

Landsmæri voru gerð ósýnileg vegna láglauna atvinnuleytenda fyrst og fremst í EU.

Júlíus Björnsson, 28.2.2011 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband