Leita í fréttum mbl.is

Líklega

Eignasafn Landsbankans er nú á líklegu. Ákafri líklegu. Þetta orð, líklega, er hægt að skilja á eitt hundrað og þrjá vegu. 

1. Um er að ræða eiginlega líklegu. Líkið liggur og rotnar á tilviljanakenndan hátt. 

2. Líkklæði Landsbankans eru færð inn í heim tölfræðinnar. Hér er um 101 möguleika að ræða. Núll eða einhverja tölu á bilinu einn til og með hundrað.

Í ljósi reynslunnar af eignum útrásarvíkina og strámanna þeirra, sem og nú eru til innheimtu, en sem að miklu leyti voru hugarfóstur (immaterial assets) í ársreikningum getulausra blómaskreytingamanna bankanna, þá er hægt að ganga út frá því með mikilli vissu, að hér og þar er ekki nándar nærri allt sem okkur sýnist.

Ég treysti ekki á eignasafn Landsbankans. En ég treysti ennþá minna á það sem stjórnmálamenn segja okkur um einmitt þetta sama "eignasafn". 

Þegar póltík blandast í eignasafn Landsbankans, getum við verið viss um að hér sé gengið áfram á vatni útrásarmanna. En í þetta skiptið á vatnið að halda allri þjóðinni uppi. Til að það gangi upp, þarf heitasta helvíti fyrst að hraðfrjósa þvert yfir.
 
Ríkisendurskoðun elskar orðið "líklega" svo óendanlega miklu meira en orðið "kannski". Ekki satt?
 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Jón Ásger sagði Þjóðverjar heimtuðu bestu [fjárfestingarveðin].

Ég spyr fékk UK þá  cash?

Lélegu 30 ára veðin er þá í gamla Landsbankanum og fallandi gengi samfara samdrætti í EU næstu 30 ár eykur líkur á því að þau verði ótryggari á hverjum degi að mínu mati. 

Er það þetta mat í samræmi við mat færust matmanna UK og Hollands , sem keyptu subprime íbúðalán á raunvirði með 50% afföllum, og vilja fá forgang í þrotabúið [sleppa ábyggilegri áhættu] vegna bail out til þeirra þegna.

Júlíus Björnsson, 21.2.2011 kl. 15:10

2 identicon

Sæll og takk fyrir góðar greinar.

Nú er verið að breyta tryggingakerfi innistæðueigenda bankanna innan ESB skilst mér þannig að ríkjum verður óheimilt að tryggja innistæður umfram ákveðið hámark.

Mig langar til að vita hvernig þú lítur á það mál?

Helga (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 17:24

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur innliitð

Hvað mér finnst um þetta Helga?

1) Full trygging ESB-bankainnistæða VAR bönnuð umfram ákveðið mark. Að brjóta reglurnar var brot á samkeppnisreglum og praxís hins svo kallaða innri markaðs (sem er sérevrópsk ESB-kenning á blaði). 

2) Að smygla áhættutöku einkageirans yfir á hendur hins opinbera í evrulöndum var einnig bannað. Til þess var Maastricht sáttmálinn gerður. Hann átti að hindra það. Hann átti að vera sóttvarnargirðing handa ríkissjóðum evrulanda. Því allir vissu að myntbandalag Evrópusambandsins myndi aldrei þola það að eitt eða fleiri ríki hrúguðu skuldum einkageirans uppá ríkissjóð lands síns án þess að það myndi grafa undan myntinni sameiginlegu því þá myndu ríkin sem standa að myntinni hætta að geta fjármagnað sig og veðhæfni þeirra gangvart seðlabanka Evrópusambandsins eyðilegðist. Þetta var bannað en var allt mölbrotið. 

Þrátt fyrir allar þessar reglur þá hafa þær allar verið brotnar þannig að evrusvæðið og bankakerfi þess er nú ein rjúkandi rúst.

Svar: Embættismenn Brussels geta framleitt og sett allar þær reglur sem þeim sýnist. Þær verða allar brotnar í næstu áföllum. Eðli áfalla er að þau koma eins og þruma úr heiðskýru lofti. Þess vegna eru þau kölluð áföll.

Allar reglur EMU hafa verið brotnar af öllum ríkjum sambandsins. Þær eru einskis virði í áföllum. Til þess að þær virki undir áföllum þarf að breyta evrusvæðinu í Bandaríki Evrópu. Breyta evrusvæðinu í eitt ríki. 

Ekkert jafnast á við ekta fullveldi.   

Gunnar Rögnvaldsson, 21.2.2011 kl. 18:10

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Tilskipun 94 um séreignarvæðingu og samsvarandi ábyrgð í öllum fjármálgeirum Evrópsku Sameiningar tekur fyrir  þetta hugtak hámark á innistæður.

Fyrst er gengið út frá að á sérhverjum séreignamarkaði gildi þetta hámark, til að einn keppandi geti ekki boðið meira öryggi en aðrir á sama velli og í framhaldi boðið lægri raunvexti til lengri tíma og skemmri.

Þetta skilur tæpast mannauðurinn hér alin upp á subprime veðgrunni grunni og allskonar bulli um almennar langtíma raunvaxtakröfur.

Þá er tekin fyrir keppni inn á velli þar sem aðilar koma frá ýmsum öðrum ríkjum mismundi hámarka, þá ber aðkomu keppundum að skipta um séreignartryggingar kerfi sem er í samræmi við hámarkið sem gildir á þessum keppnisvelli. Ekki er bannað bjóða lægri tryggingar.

Þetta sem Helga er að tala um kallast harmonisation: sama hámark út um alla Samninguna.

Tilskipun '94 gengur út á tryggja áfallalausa keppni í bankageirum, og jafnræði milli keppenda ásama rétti.

Hinsvegar virðast sumir telja hana vera setta fram til að verja neytendur, sem er algjör misskilningur, þeir hinsvegar eiga að njóta þess að raunvextir séu lægri og keppnin öruggari í framhaldi. Því lægra hámark því minna þarf að borga strax út vegna forgangsskarfa [aðrar kröfur fara í biðröð]  í algjörum undatekningar tilfellum þegar einn banki eða útibú kemst í greiðsluerfiðleika sem leiða til gjaldþrots.  Þegar búið er að byggja upp eða sýna fram gjaldþrotið. 

Hversvegna lágvaxta innstæður eru forgangskrafa það skýri sig sjálf þeir eru yfir leitt í eigu 80% til 90%  viðskiptavina. Séu þeir tryggðir er það sagt valda minni röskun á markaðinum í framhaldi.

EU er ekki búið búa við frelsið sem Ísland kynntist eftir að við urðum sjálfstæð eða ekki væri tvískipt þjóðfélag og því hægt að bjóðum öllum sömu raunávöxtun.

Hinsvegar hefði þurft að breyta hér áherslum 1983 í átt til samræmingar á regluverki EES 1994 á grunnsviðum líka, af hálfu þeirra sem þyrstir inn.

Júlíus Björnsson, 21.2.2011 kl. 19:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband