Leita í fréttum mbl.is

Að vera klaufhamar Evrópusambandsins

Ávöxtunarkrafa á 10 ára ítölsk ríkisskuldabréf 30. nóv. 2010
Mynd: Bloomberg. Ávöxtunarkrafa á 10 ára ítölsk ríkisbréf: GBTPGR10 
 
 
Paul Krugman segir að þegar maður er hamar, þá líta öll vandamál út fyrir að vera naglar.

Úr nöglum er hægt að sjóða naglasúpu. Það vita allir. En vissuð þið að naglasúpu hefur verið hellt yfir evrusvæðið. Hamarinn er í Þýskalandi og engu hefur verið bætt út í súpuna, hún er alveg tær. Samanstendur bara af nöglum. Það eina sem Þýskaland og yfirmenn myntsvæðisins kunna, eru refsingar og niðurskurður. Ef vantraust kemur upp á eitthvert land á evrusvæðinu, þá fyrirskipar Þýskaland niðurskurð ríkisútgjalda. Ef það dugar ekki, þá fyrirskipar Þýskaland enn meiri niðurskurð ríkisútgjalda. Dugi það ekki, þá fyrirskipar Þýskaland enn meiri niðurskurð ríkisútgjalda. Ef það dugar ekki heldur, þá fyrirskipar Þýskaland enn meiri niðurskurð ríkisútgjalda og að landið taki enn meiri lán á enn verri vaxtakjörum en þau sem buðust áður en hamarinn fór af stað, og sem getur aðeins leitt til ríkisgjaldþrots. Þetta sjáum við í tilfelli Grikklands og Írlands.
 
Allt er þetta gert til að reyna að bjarga myntinni frægu, svo Össur og Jóhanna komi nú ekki að tómum kofa seðlabanka Evrópusambandsins í Frankensteinfurt

Vaxtamismunur ríkissjóðs Ítalíu gegn ríkissjóði Þýskalands er nú sá mesti síðan 1997, eða áður en myntbandalagið fór á fætur. Það er sem sagt verra að vera ítölsk ríkisskuld núna en undir gömlu lírunni.

Vaxtamismunur ríkissjóðs Spánar hefur farið upp í gengum þakið á síðasta sólarhring. Þetta eru hin járnkvæðu áhrif frá óbjörgun Írlands um helgina (sjá; Aftansöngur: Önnur sunnudags hugga myntbandalags Evrópusambandsins og AGS). Alþjóðlegir fjárfestar hafa loksins séð í gegnum Ponzi myntina evru. 

Skuldatryggingaálag á afleiður ríkisskulda Ítalíu (í þýskum evrum, EUR) er að nálgast það íslenska, eða 247 punktar á móti 273 á ríkissjóð Íslands, vel að merkja undir okkar eigin krónu (ISK). Skuldatryggingaálag á Spán er sprungið út í himnaríki evruskjóls Samfylkingarinnar, 350 punktar þar, og ennþá í evrum. Portúgal er með 537 punkta og Írland er í skjaldborgarhæðum Össurar og Jóhönnu forsætisráðherraínu, með 602 punkta.
 
We are now fast approach default time. Yields have been rising in Spain and even Italy yesterday afternoon, and the situation continued to deteriorate overnight. We at Eurointelligence consider a default of Greece, Ireland, and Portugal a done deal. The question is only now whether Spain can scrape through. 

Sjálfur er Wolfgang Münchau á Financial Times og Eurointelligence að springa í loft upp af vonbrigðum og skrifar í dag undir fyrirsögninni "endalok": (aðvörun) Endgame

Og evran fellur. Það, væni minn, til marks um að allt gangi svo rosalega vel með evruna. Hún fellur nú rúmliggjandi um yfir eitt prósent á sólarhring í járnrúmi ESB og Alþjóða Gjaldþrotasjóðsins. Hún er mynt í útrýmingarhættu. Geri aðrir betur. En næstum ekki eitt orð um allt þetta í þýskum blöðum í gær, sem virðast koma út hinumegin á hnettinum. Sælir eru fávísir. Halda mætti að ESB-RÚV réði þar ríki.
 
Fimm yfirskriftir dagsins
 
 
 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband