Leita í fréttum mbl.is

Fyrirtækin flýja írsku evruna

Það er svona sem evran mun láta lífið

Poul Krugman nóbels segir í dag að það bankaáhlaup sem nú er í gangi á Írlandi sé fyrirboði þess hvernig evran sem mynt mun láta lífið. Fyrirtækin treysta ekki lengur á þessa mynt, þau þora ekki að geyma fjármuni sína í þessari mynt, þau taka peningana út, þau færa sig, þau flýja yfir í ekta sjálfstæðar myntir fullvalda ríkja. Á Írlandi er þetta að gerast í slow-motion. 

Fyrir evruríki - og sérstaklega bankakerfi þeirra - fer sá tími að koma að kostnaðurinn við að hoppa fyrir evruhamra - og taka því sem svoleiðis allsherjarhruni fylgir - mun verða minni en sá kostnaður sem fylgir því að vera með evruna áfram sem gjaldmiðil landsins. 

Ef fyrirtækin fara frekar en að deyja í evrum, þá er þetta orðið sjálfgefið. Það er ekkert grín að búa við mynt sem hefur innbyggðar meðfæddar erfðir sjálfstortímingar. Evran er þannig mynt.  

Auður kapítals er ekki myntin evra. Þeir sem trúa því eru brennimerktir auðkenni heimskunnar.
 
 
Fyrri færsla
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Á Írlandi ráða gömlu banksterarnir öllu í skjóli bandalagsins og AGS. Gamlir rúgbýspilarar og gangsterar í jakkafötum.  Í stað þess að láta bankana rúlla, þá er Írska þjóðin nú neydd til að taka ofurlán, sem aldrei verður hægt að greiða upp, til að beila gangsterana út.  Ofurlán, sem fólkið mun greiða af með hærri sköttum, útrýmingu almannaþjónustu eins og menntunnar, heilbrigðisþjónustu. Og að sjálfsögðu verðhækkunum og launalækkunum.

Það er ekkert val lengur. Þeir geta ekki hækkað skatta á fyrirtæki og vilja ekki af ótta við landflótta erlendra auðhringa.  Fullveldið er farið og ofurlánin verða bara skammgóður vermir, enda er þeim eingöngu ætlað að fóðara vasa gangsteranna, sem kunna sér ekkert magamál.

Portúgal heimtar nú að þeir drekki eiturbikarinn af því að annars verður dómínóeffektinn að staðreynd í sambandinu. Ekki það að hann verði stöðvaður héðan af.  Fjármálaráðherra Portúgal segir jafnframt að Portúgal hefði staðið betur utan sambandsins í þessum hremmingum.  Umhugsunarvert fyrir Evróputrúboðið hér?

Jón Steinar Ragnarsson, 19.11.2010 kl. 02:15

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Rétt er að nefna að ekki er minnst einu orði á þessi mál í fréttatímum RUV.  Hvað skyldi nú valda því?

Jón Steinar Ragnarsson, 19.11.2010 kl. 03:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband