Leita í fréttum mbl.is

Dönitz mynt Evrópusambandsins er hættulegur rekaviður

Evran er alveg laus við allt gagn fyrir öll lönd evrusvæðis nema Þýskaland og kannski Frakkland líka. Með evrunni hefur Þýskalandi tekist að falsa gengi þýska hagkerfisins í heilan áratug og velta miklum samfélagslegum byrðum yfir á Bandaríkin og fleiri lönd. Allir sem hugsa vita að ef Þýskaland væri með sína eigin mynt, þýska markið, væri gengi þess einn á móti tveimur Bandaríkjadölum. En það er bara einn á móti einn komma þremur dölum.  

Ef Bandaríkin myndu endurgjalda þennan þýskalemjandi óheiðarleika í alþjóðlegum viðskiptum, myndu þau strax ganga til þeirra þarfaverka með því að falsa gengi Bandaríkjadals. Það gerðu þau með því að hleypa allri Suður-Ameríku inn í eitt dollarasvæði. Þá myndi gengi Bandaríkjadals lækka mikið, því þá gætu Bandaríkin notið góðs af því að hafa vanefna annars flokks hagkerfi með í myntinni sinni. Þetta er evrusvæðis aðferðin.

Á þessum eina áratug hefur Þýskalandi tekist að raka til sín viðskiptahagnaði sem nemur þúsund miljörðum Bandaríkjadala. Þetta hefur allt gerst á kostnað Bandaríkjanna og þeirra landa evrusvæðis sem heita hvorki Þýskaland né Frakkland. 

Af hverju er þetta svona? Jú vegna þess að Þýskaland og Frakkland sturluðust úr ofsahræðslu þegar járntjaldið féll. Þau óttuðust samkeppni frá Austur-Evrópu. Þau þoldu ekki hina nýju nágranna í austri. Yfir þetta er svo spilað með hjáróma stefi níundu rúgbrauðssymfóníu Evrópusambandsins, sem heitir óðs manns æði til friðarins.   

Nú er svo komið að þessi rekaviður Þýskalands er að eyðileggja Evrópu eina ferðina enn. Myntin sundrar Evrópu. Hún rífur hana í tætlur. Á Íslandi eru ennþá til einn og tveir fjármálaauðvitar með fálmara, sem trúa enn á þennan hjáróma rekavið frá kjarnanum í ESB. 

En þegar upp styttir - já - þá munu þessir ofvirku fálmarar íslenskra fjármála geta týnt sér evrusprek í heimagerða eldhúskolla á rekaviðarfjörum Hornstranda Íslands - og það fyrir ekki neitt. Myntin evra er svartur blettur á Evrópu. Hún sökkti henni. 
 
Ben Bernankie og Mervyn King vita af þessu. Þeir eru ekki alveg áhyggjulausir, en bíða færis. Hefndin verður súrsæt. Best væri þó ef hægt væri að reka Þýskaland úr Evrópu. 

Mundu að þú last þetta kannski fyrst hér.
 
Fyrri færsla

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

LOL, á kjarnyrtu máli :)

Sennilega ættu Kanar að stofna sameiginlegt gjaldmiðilssvæði með allri Ameríku. Sama gildir auðvitað um Kínv. sem hafa verið að stýra sínum gjaldmiðli þannig að hann haldi verðgildi sínu gagnvart dollar.

Kær kveðja.

Einar Björn Bjarnason, 1.11.2010 kl. 23:17

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

1.11.2010 | 23:17

Yfirlögfræðingur Alþingis Íslands biðst undan að svara einfaldri spurningu sem gæti sýnt fram á að Umsókn vegna Inngöngu í ESB sé ólögleg. Forseti Íslands átti að skrifa undir hana en það gleymdist í hamaganginum á Alþingi Íslands

Spurningin er hvort umsóknin er löggjafamál eða stjórnarerindi en fróðir menn í ráðuneytum segja þetta stjórnarerindi nema yfirlögfræðingur alþingis. Hann baðst undan að svara.??? Ef ekkert er hægt að gera vegna þessa galla á umsókninni sem er efni til þess að draga hana til baka hvar eru við þá stödd. Fyrst eru gerð landráð samkvæmt kafla X greinar 86/87/88 síðan eru brotin stjórnarskrár lög grein 18 og grein 19 ég spyr verðum við fólkið ekki að láta taka þessa ráðherra fasta fyrir brot á stjórnarskránni. 

18. gr. Sá ráðherra, sem mál hefur undirritað, ber það að jafnaði upp fyrir forseta.
19. gr. Undirskrift forseta lýðveldisins undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veitir þeim gildi, er ráðherra ritar undir þau með honum. Sjá umsókn http://www.mbl.is/media/79/1579.pdf

Samkvæmt stjórnarskránni þá er umsóknin um aðild að ESB ógild og ólöglegt plagg.

Valdimar Samúelsson, 1.11.2010 kl. 23:29

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það hlaut að koma að því að einhver segði það sem er rétt í sambandi við evruna.  Hitler hefði verið ánægður ef Göbels hefði haft svona mikið vit.

Hrólfur Þ Hraundal, 2.11.2010 kl. 00:05

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ef þetta er rétt sem Valdemar segir, þá er þetta stæsta frétt ársins og ekki hefur það markast af smátíðindum.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.11.2010 kl. 00:25

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Sumir dýr eru jafnari en önnur.

Júlíus Björnsson, 2.11.2010 kl. 03:23

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Gunnar.

Ég las þetta fyrst hjá þér, og það var í janúar 2009 sem þú náðir til að sannfæra mig um að við þyrftum ekki að hafa áhyggjur af innlimun ESB, því sambandið væri að gliðna og ekkert gæti stöðvað þá þróun.

Því eftir allt, þá eru það skriðdrekar sem halda ólíkum þjóðum saman á krepputímum, og Þjóðverjar gleymdu að framleiða þá.

Mæltu manna heilastur með þínar spár.  

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.11.2010 kl. 08:40

7 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Góð samlíking Gunnar, að BNA gætu hleypt suður Ameríku inn í USD til þess að leggja hana undir síg svipað og þjóðverjar hafa gert í Evrópu með evrunni.  

þetta er bara ástand sem ekki getur varað lengi, Evrópa er að vakna og nú er aðeins spurning um hvenær en ekki hvort verst settu evrulöndin fara að búa til sína eigin peninga.

Guðmundur Jónsson, 2.11.2010 kl. 09:38

8 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þakka Jón.Ég er að bíða eftir nánari uppýsingum frá Umboðsmanni Alþingis og ætla þá að reyna að endirskrifa þetta en ég er búinn að fá þrjú svor, frá Alþingi, eitt að þetta væri þingsáliktun, eitt þá var beðist undan að svara og eitt var að þetta væri einhverskonar stjórnarerindi. ég bíð eftir svari frá Umboðsmanni Alþingis.

Valdimar Samúelsson, 2.11.2010 kl. 09:39

9 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þetta svar fór á vitlausa síðu en hvað með það en hér er baráttu hugur.

Valdimar Samúelsson, 2.11.2010 kl. 09:40

10 identicon

Donitz mynt EB. EB, þrátt fyrir að sjálfur vilji ég ekki ganga í þann klúbb, er fyrst og fremst friðarbandalag. Það hefur dregið piigs ríkin úr fátækt og dráttarklárinn er Þýskaland. Nú kenna þau klárnum um vandræði sín. Það er landlægt hatur á Þjóðverjum á Íslandi og auðvelt að gagnrýna þá þrátt fyrir að fáar þjóðir hafi reynst okkur betur eins og t.d. í sjálfstæðisbaráttu okkar. Bandaríkin eru sjálf völd að sínum óförum með klúðri sem er algjört heimsmet, heimsveldi sem entist nokkra áratugi. Stjórnmálamenn þar ættu að lesa varnaðarorð Benjamins Franklin. Varðandi Kína þá er júanið hengt á dollar sem er eins og þeir vita sem vilja, fallandi vegna botnlausra skulda og seðlaprentunar "þyrlu" Ben´s Bernankie. 

Ásgeir Reynisson (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 16:27

11 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur fyrir 

Eins og sumir vita þá er hin núverandi alheimskreppa upplýst í ljósi umræðu sem heitir "ójafnvægi" (imbalances). En inni í ESB er málið hins vegar ennþá verra því ofaní það hrikalega ójafnvægi sem Þýskaland hefur orsakað í heimsviðskiptum þá er það einungis barnaleikur miðað við það "ójafnvægi" (imbalances) sem elliheimilið Þýskaland hefur stofnað til innvortis í myntbandalagi Evrópusambandsins. Falskt gegni er stórvirkt.

Þegar menn í tímans fyllingu munu hafa gert þessa kreppu upp, mun Þýskaland verða skúrkur númer eitt eða tvö á listanum yfir: helstu orsakir kreppunnar.

Gunnar Rögnvaldsson, 2.11.2010 kl. 19:26

12 Smámynd: Júlíus Björnsson

Aldrei að vanmeta þá sem láta lítið fyrir sér fara í viðskiptum. Svo sýnir enginn öll tompin á hendi, sem virkilega er að græða.

Júlíus Björnsson, 3.11.2010 kl. 01:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband