Leita í fréttum mbl.is

Veit Axel Weber að myntbandalagið mun leysast upp á næstunni?

Dr. Axel A. Weber
Bankastjóri þýska seðlabankans, Deutsche Bundesbank, heitir Axel A. Weber. Hann er fulltrúi Þýskalands í stjórn seðlabanka Evrópusambandsins, ECB. Hann hefur verið talinn líklegur eftirmaður núverandi stjóra ECB, Jean-Claude Trichet, sem lætur af störfum bráðum. 

En hvað gerir Axel Weber til þess að fá þetta embætti? Jú, hann mótmælir öllu sem Jean-Claude Trichet segir og gerir. Hann er ósammála núverandi stefnu ECB í öllum megin atriðum. Vextir ECB eru vitlausir segir Axel. Hann var andsnúinn því að brjóta grundvallareglur myntbandalagsins þegar bjarga þurfti evrunni frá því að leysast upp í maí í vor. Hann krefst þess að vextir séu hækkaðir og að ECB hætti að prenta evru seðla til að eyða þeim í uppkaup á rusl-ríkisskuldabréfum Grikklands. Hann gerir og segir allt sem þarf til þess að hann fái ekki þetta embætti. Hann segir allt það sem foringjaráð evru vill ekki heyra.  

Innkeyrslan við þýska seðlabankann
Veit Axel Weber eitthvað sem við vitum ekki? Veit hann að myntbandalagið mun leysast upp á næstunni? Af hverju vill hann ekki starfið? Verður það hann sem mun leysa það upp og færa Þýskalandi á ný alvöru mynt, þýskt mark, hert í bak og fyrir. Svoleiðis er ekki hægt að gera innan frá úr ECB. Þennan greiða við Evrópu er aðeins hægt að gera henni utan frá; úr steinsteyptum aðalstöðvum Deutsche Bundesbank. Hver vill þá vera seðlabankastjóri ECB?; sennilega enginn.      

Við skulum ekki gleyma því að áður en evran komst á koppinn var Frakkland FPIGS-land. Það sat í framsæti Club Med öskubílsins, sem bílstjóri.

Allir sem þekkja til mála myntbandalags Evrópusambandsins vissu alltaf að eina landið sem myndi passa upp á að þessi mynt yrði ekki að gjalli í höndum Club Med og PIIGS-landa yðri Þýskaland. Myntbandalagið hvílir á velvilja og aga Þýskalands í peningamálum. Krækjur: (FT | WSJ
 
Björgun evrunnar í maí 2010
 
Tengt
 
Svo dönsum við á tómri skjalatösku hins sósíaldemókrataíska metrópólítanmanns Evrópusambandsins
 
 
 
 
 
Fyrri færsla
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Karl

Ég var að lesa ágætis úttekt á stöðu Evrunnar í Economist. Þar kom ekki fram að leggja eigi hana niður. Þetta eru miklar fréttir sem þú segir.

Einar Karl, 18.10.2010 kl. 22:44

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Nafni - stóri vandinn er þ.s. á ensku kallast "trade imballances" þ.e. að hluti ríkjanna safni skuldum vegna þess að þau flytji meira inn en út, þá einkum við ríkin sem flytja meira út en inn - sem þá safna eignum í formi viðskiptaskulda sem þau eiga.

Las þessa grein líka - en hún bauð ekki upp á nokkra lausn á þessu grunnvandamáli - en Þjóðverjar myndu aldrei sætta sig við skatt sbr. -

"John Maynard Keynes believed that in a fixed exchange-rate system, the burden of adjustment to trade imbalances should fall equally on deficit and surplus countries. So he proposed that excess trade surpluses should be taxed (see article)."

ekki heldur við

"It is possible to come up with other heretical answers to the euro area’s imbalances—for instance, tolerating a higher inflation rate, at least temporarily. Workers are usually reluctant to accept the pay cuts required to regain competitiveness. A higher inflation rate would make it easier for relative wages in different countries to adjust, because a cut in real wages would be easier to disguise with inflation of, say, 4% or 5% than the 2% that the ECB now aims for."

svo þ.s. er í boði er eftirfarandi -

"Adjustment by cutting wages is quite brutal, especially without the support of an expansionary fiscal policy."

- sem er einmitt málið. 

Þetta verður brútalt fyrir ríkin sem misstu innlendan kostnað langt fram úr Þýskal - sbr. 

En þau þurfa að lækka laun og á sama tíma skera niður - sem mun þíða samdrátt - verðhjöðnun, fullkomlega óhjákvæmilega.

----------------

Ég geng ekki eins langt og vinur okkar að fullyrða dauða Evrunnar, en mér finnst sú útkoma líkleg.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.10.2010 kl. 00:53

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þ.e. reyndar til ein hugsanleg lausn fyrir Evruna, en þ.e. að Þýskaland segir sig úr hennig og taki upp "D-Mark" á ný.

Þá fellur Evran eins og steinn - og sú gengisfelling framkvæmir þá kostnaðaraðlögun, sem hin ríkin þurfa að framkvæma.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.10.2010 kl. 01:06

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Röng mynd - átti að vera þessi.

En, hin segir líka mikla sögu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.10.2010 kl. 01:08

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Spurninguna um tilveru og tilvistarrétt myntbandalagsins er hægt að setja fram á eftirfarandi hátt:

  • Hvernig getum við falsað peningamál okkar?
  • Hvernig getum við falsað gengi okkar?
  • Hvernig getum við búið til sem mest ójafnvægi á sem styttustum tíma? Innvortis sem útvortis.
  • Hvernig verjumst við samkeppni með fölsuðu gengi?
  • Hvernig veltum við öllum byrðum yfir á Bandaríkjamenn?

Spurningin gæti því verið sú hvor Axel Weber viti að tími myntbandalagsins sé hvor sem er liðinn; að heimurinn muni krefjast þess að myntbandalagið verði leyst upp. 

Gunnar Rögnvaldsson, 19.10.2010 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband