Leita í fréttum mbl.is

Pólitísk hernaðaráætlun ESB-sinna; "hin upplýsta umræða"

Menn gleyma oft að ESB-málin eru eingöngu pólitík. Oft er reynt að láta líta svo út að málefni þetta sé eitthvað alveg sérstakt og öðruvísi en önnur pólitísk umræða og barátta. En sannleikurinn er sá að þetta mál er eingöngu pólitísks eðlis.

"Lagaramminn um hinn efnahagslega samruna Evrópusambandsins er kominn á sinn stað og það sem nú er í gangi í Evrópusambandinu er hinn pólitíski samruni Evrópu." (tilvitnun í Erik Hoffmeyer, seðlabankastjóri Danmerkur 1965-1994; sjá; Seðlabankinn og þjóðfélagið)  

Auðvitað reyna Evrópusambands-sinnar að koma því þannig fyrir að bláeygður almenningur sé "upplýstur" um að hér sé á ferðinni alveg sérstakt fyrirbæri sem sé undanskilið venjulegri pólitík og hefðbundinni pólitískri umræðu. Þeir eru sífellt að umla um að "umræðan sé ekki upplýst". En umræðan er einmitt ekki upplýst á meðan almenningi er ekki sagt hreint út að ESB sé eingöngu pólitískt málefni. Stórpólitískt mál. Sprengiefni fyrir fullvalda þjóðir.

Í Danmörku var umræðan svo "upplýst" að sjálfur forsætisráðherrann sagði árið 1986 að Evrópusambandið myndi aldrei verða til. Hann sagði; Evrópusambandið er steindautt. Þetta var hin "upplýsta umræða" þar í landi.

Í Svíþjóð sagði Göran Persson fyrrum forsætisráðherra að "sænska fólkið" hefði ekki gengið í stórríki Evrópu (federal Europe). Þetta var hans útgáfa af "upplýstu umræðunni".
 
Sannleikurinn er hins vegar sá að hvorugur þessara manna vissi hvað þeir voru að gera og því síður vissu þeir hvað Evrópusambandið var, er og verður. Þeir féllu fyrir bragðinu um "upplýstu umræðuna" og að ESB væri eitthvað annað er samruni Evrópu frá A til Ö. En nú er sjálfur Göran Persson orðinn hræddur. Hvað skyldi hann segja "sænska fólkinu" núna?
 
Ef einhver hér hefur séð hlutlausa og upplýsta umræðu um pólitík þá mun ég sjá til þess að viðkomandi fái næstu Nóbelsverðlaun í ofskynjunarfræðum.
 
Lesandi góður: vegna þessa alls sem átti ekki að verða til í Evrópusambandinu, eins og það var, er landið þitt Ísland einmitt og akkúrat núna í 90.000 blaðsíðna aðlögunarferli að þessum samruna sem þér var sagt að væri ekki til, en sem er samt til. Þú varst hinsvegar ekki "upplýstur" um að þessu yrði svona farið. Verið er að aðlaga þig að samruna Evrópu. Þú varst bara ekki "upplýstur" um að þessu yrði svona farið því umræðan er svo ofur upplýst. Í restinni af samrunaferlinu verður þér sagt að ekkert sé að óttast. Þú munt fá að fljóta með.
 
Spurningin sem almenningur þarf að taka afstöðu til er því eingöngu þessi: vilt þú ganga í Bandaríki Evrópu og leggja niður Ísland? Þetta er eina spurningin og málefnið sem almenningur þarf að taka staðfasta afstöðu til. Því þetta er sannleikur málsins. 
 
Það þarf enga "upplýsta umræðu" um það sem var og er svo algerlega óupplýst að hattar tveggja forsætisráðherrar Norðurlanda standa það kokfastir í hálsi þeirra að tárin flæða ennþá niður kinnarnar sem eru beggja vega hins langa nefs þeirra. Þeir voru það sem kallað er að vera algerlega clueless.   


********* Tilvitnun ********* 

Óði hattarinn sagði Lísu í Undralandi að orð hafa þá meiningu sem þú vilt að þau hafi. Óði hattarinn hefði verið eins og heima hjá sér í Evrópusambandinu því þar fær orðið “nei” þýðinguna “já” og pólitískum áróðri er básúnað út sem upplýsingum.

Leonard Shapiro ritaði um Sovétríkin að “hið sanna markmið áróðurs er ekki að sannfæra né hvað þá að telja fólki trú um eitthvað, nei, hið sanna hlutverk áróðurs er að búa til heilsteyptan jafnsléttan opinberan jarðveg þar sem fyrstu sprotar hugsana trúvillinga munu birtast sem brak og brestir mishljómsins. Í nótnabók Evrópusambandsins eru ósamhljóma raddir ekki liðnar. (frá; Sannleikurinn um efnahagsmál Írlands)
 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvilik vitleysa. ESB er miklu meira en bara politik.

Pall (IP-tala skráð) 4.9.2010 kl. 16:12

2 Smámynd: Elle_

Evrópuríkið getur þá bara verið þarna með allt sitt miklu meira veldi og haldið sig á sinni mottu.  Við þurfum ekki á þeirra stýringu að halda og missa fullveldið fyrir. 

Elle_, 4.9.2010 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband