Leita í fréttum mbl.is

Feilnóta í fimmtu rúgbrauðssymfóníu Evrópu

Ögmundur Jónasson alþingismaður og fyrrverandi heilbrigðismálaráðherra gaf út sitt eigið heilbrigðisvottorð á meðan hann gat. Vottorð sem gerði honum kleift að yfirgefa gaukshreiður Samfylkingarinnar í gegnum aðaldyr skjaldborgarvirkis ríkisstjórnar Íslands gegn fólkinu. Þaðan út er erfitt að sleppa.

Í grein í Morgunblaðinu leyfði Ögmundur sér að framkvæma hljóðprufu á fimmtu rúgbrauðssymfóníu Evrópu, sem nú er flutt af 120.000 manna þokulúðrasveit hins rísandi stórríkis Evrópu, sjálfu Evrópusambandinu. Um 500 milljón Evrópubúar eru skyndilega og algerlega óafvitandi orðnir aðnjótandi forystu forseta sem þeir hafa ekkert fengið að segja um, né heldur þeirrar nýju stjórnarskrár sem gerði kjör þessa manns mögulegt. Stjórnarskráar sem dregin var sem járntjald yfir hausa 500 milljón manns. Geri aðrir betur. 

Þessi svo kallaði forseti 500 milljón undirsáta Evrópusambandsins var "kjörinn" af tveimur jáurum og nokkrum smápeðum þeirra í kvöldverðarboði í Brussel. Þessi forseti sem enginn í Evrópu kaus ritaði því sem nokkuð næst áróðursgrein í Morgunblaðið. Þá lagði hvítan reyk upp frá gaukshreiðri skjaldborgarinnar á Íslandi. Nákvæmlega eins og gerðist þegar forsetinn var "kjörinn" af lítilli valdaklíku undir kvöldverðinum fræga í Brussel. Nú tónar þessi þokulúður rúgbrauðstónverk sitt í Morgunblaðinu.   

Áður hafa í Evrópu verið leiknar kommúnistasymfónían, nýlendustefnan, nasisminn, og fasisminn. Fjögur evrópsk tónverk fram í alla fingurgóma. Fimmta tónverkið heitir Evrópusambandið. Allir vita hvernig tónverk Evrópu enda. Lýðræðinu skal alltaf fórnað fyrir hina fáu og útkoman er alltaf nýr ófriður, ný fátækt og nýjar hörmungar. Fyrir vikið hnignar Evrópa í hægfara endalokum hins fyrrverandi af öllu fyrrverandi í þessum heimi.    

"Leonard Shapiro ritaði um Sovétríkin að “hið sanna markmið áróðurs er ekki að sannfæra né hvað þá að telja fólki trú um eitthvað. Nei, hið sanna hlutverk áróðurs er að búa til heilsteyptan jafnsléttan opinberan jarðveg þar sem fyrstu sprotar hugsana trúvillinga munu birtast sem brak og brestir mishljómsins. Í nótnabók Evrópusambandsins eru ósamhljóma raddir ekki liðnar."
 
Þetta ritaði efnahagslegur ráðunautur fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands í grein í Wall Street Journal: hér er greinin í íslenskri þýðingu minni. Þarna var verið að draga lambhúshettu evrópska járntjaldsins yfir hausa Íra: Derek Scott: Sannleikurinn um efnahagsmál Írlands
 
Fyrri færsla
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband