Leita í fréttum mbl.is

Fylgi Sjálfstæðisflokksins eykst. Vinstri grænir víti vil varnaðar.

Það er ánægjulegt að fylgi Sjálfstæðisflokksins skuli hafa aukist við það að grasrót flokksins bankaði fast og örugglega á hurðirnar í turninum - og minnti yfirstjórn flokksins rækilega á stefnuskránna: fullveldi og sjálfstæði Íslands er ekki til sölu. Þetta var og er ákaflega ánægjulegt. 

Ísland rennur ekki inn í evrópska svartholið ef Sjálfstæðisflokkurinn fær að ráða. Umsókn Íslands inn í svartholið á tafarlaust að draga til baka. Það umboð er byggt á svikum. Það er algerlega í andstöðu við þorra þjóðarinnar og því miður afar illa fengið.

En hér sendi ég þó eina þunga aðvörun til stjórnar Sjálfstæðisflokksins. Látið ykkur ekki dreyma um að feta í fótspor Vinstri grænna sem loðmyntuðust með fúna fætur inn í stjórnarmyndun sem skóf af þeim holdið og stubbaði kyndilljós flokksins í þjóðslökkvivökva Samfylkingarinnar. Tómið og náttmyrkrið eitt hvílir nú á herðum vonsvikinna kjósenda Vinstri grænna, sem skutu sig sjálfa óafvitandi í báða fætur. Meira að segja andstæðingar þess flokks eru enn gapandi því þetta er svo svæsið. 

Það var því ekki vanþörf á að grípa í axlir og hrista rækilega til að tryggja að svona svikráð festu sig ekki í sessi í íslenskum stjórnmálum. Vinstri grænir urðu biturt víti til varnaðar öðrum flokkum. Þeir eru búnir að vera.
 
  


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn með mest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Fylgisaukning Sjálfstæðisflokksins er ekki forustu eða verkum hans að þakka heldur algjörlega um að þakka vanhæfi hinnar ríkjandi ríkisstjórnar.

Halla Rut , 31.7.2010 kl. 12:25

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Gunnar minn, ég og mjög margir í Sjálfstæðisflokknum erum harðir í þessari skoðun, ekkert ESB. Ég efast um að forystan gangi gegn því, ég veit allavega að Ólöf Nordal er mér algjörlega sammála í þessum efnum, hún sagði mér það sjálf þegar ég ákvað að styðja hana í varaformanns embættið. Að sjálfsögðu var mitt fyrsta verk þegar við ræddum saman að kanna hennar hug varðandi ESB.

Jón Ríkharðsson, 1.8.2010 kl. 00:48

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ef Steingrímur og Co. eru "búin að vera" með 19% fylgi í einni sérstakri skoðannakönnun, út frá henni ertu allavega að skrifa þetta, þá er mér spurn, út frá gengur þú almennt um hvenær einvherjir flokkar eru "búnir að vera" eða ekki?

Annars er með þessa könnun eins og flestar aðrar, eða eiginlega bara með hina einu sönnu stóru er fer fram í kosningum, að hún skiptir nákvæmlega ENGU máli, en það vekur auðvitað athygli við þetta greinarkorn og útgangspunktin í henni, að þú forðast það sem heitan eldin, að minnast á að sá flokkur sem harðast vill í ESB, eykur sitt fylgi að nýju og af sama skapi og þinn flokkur! Ætli það sé ekki eitthvað sem mætti smíða aðra bloggfærslu um og þá kannski aðeins gáfulegri?

Magnús Geir Guðmundsson, 1.8.2010 kl. 01:40

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur

Skyldi grasrót Sjálfstæðisflokksins verða óánægð með stjórn flokksins og framkvæmd grunnstefnunnar þá vænti ég þess að hún muni banka á dyr forystunnar á ný og ítreka skoðun sína í þessu máli sem öðrum. Grasrót flokksins viðrist hafa þetta fram yfir suma aðra flokka. Þetta hlýtur maður að virða. Það verður að minnsta kosti fylgst mjög náið með störfum forystunnar, sýnist mér.

Gunnar Rögnvaldsson, 1.8.2010 kl. 08:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband