Leita í fréttum mbl.is

Er til evra án handjárna og ánauðar þjóða? Nú fallin um 21%

Evrunni var logið inn á almenning í Evrópu.
Fallin um 35% gagnvart japanska yen frá júlí 2008 og um 21% gagnvart Bandaríkjadal frá nóvember 2009 

Forseti Evrópusambandsins, Herman Van Rompuy, viðurkenndi fyrir framan valdan áheyrendaskara embættis- og kaupsýslumanna að logið hafi verið að hinum almenna Evrópubúa þegar myntbandalagi Evrópusambandsins var þröngvað upp á Evrópu. En evran er "uppfinning Frakka og Þjóðverja", eins og José Manuel Barroso orðar það, - "spyrjið þá".

Hinum almenna borgara var aldrei sagt frá þeim félags- og efnahaglegu áhrifum sem evruaðild myndi hafa á þjóðfélag þeirra. "Enginn sagði fólki nokkru sinni frá því að þróun atburða í öðrum löndum myntbandalagsins myndi hafa áhrif heima í þeirra eigin landi. Það að taka upp evru þýðir í bókstaflegum og peningalegum skilningi að löndin verða hluti af Evrulandi." 
 
Reiði almennings í Þýskalandi eykst dag frá degi vegna óheyrilegra fjárútláta og skuldbindinga sem eiga að forða því að myntin sem þýska þjóðin deilir með Grikkjum, Spánverjum, Portúgölum, Írum og fleiri löndum, veslist upp og valdi efnahagslegu öngþveiti. Þessi reiði mun valda pólitískum óstöðugleika í Þýskalandi og jafnvel í fleiri evrulöndum.
 
Niðurstöður könnunar sem Stern blaðið þýska birti, segja að þremur af hverjum fjórum Þjóðverjum finnst að stjórnleysi ríki í skuldamálum þýska ríkisins. Ríkisskuldir Þýskalands hafa vaxið um 63 prósent frá því að björgunaraðgerðir evru hófust með tilkomu gríska bráða-vandamálsins. 
 
Herman Van Rompuy
Herman Van Rompuy hinn ókjörni - eins og allir sem starfa hjá ESB - en útnefndi forseti Evrópusambandsins viðurkennir að hinn nýlega uppgötvaði skilningur almennings á vandamálum evruaðildar þeirra sé meiri háttar pólitískur atburður. "Fólk er núna að uppgötva hvað það þýðir í raun og veru að deila mynt með öðrum þjóðum. Fólk er að uppgötva að aðild þeirra að myntbandalaginu hefur áhrif á daglegt líf þess, sparnað, lífeyri og atvinnu. Þetta er sársaukafullt."
 
Van Rompuy viðurkenndi einnig að evran og myntbandalagið hefðu verið "gölluð" fyrirbæri frá fyrsta degi sköpunar árið 1992. Að búa til sameiginlega mynt án sameiginlegra ríkisfjármála var galli frá byrjun. Fólki var ekki sagt frá þessum göllum.
 
Breska hugveitan Open Europe benti í síðustu viku á misræmið á milli þess sem sagt var og þess sem gert var í ESB á undanförnum vikum: Kanslari Þýskalands sagði fyrir aðeins tveimur mánuðum að "aldrei kæmi til greina að bjarga ríkissjóðum annarra evrulanda frá gjaldþroti".
 
Vincenzo Scarpetta greinandi hjá Open Europe sagði: evrusvæðis-krísan fjallar ekki bara um efnahaglegt árangursleysi og mistök. Krísan hefur líka sýnt fram á skipbrot trausts almennings á hinni pólitísku yfirstétt Evrópusambandsins. Evran var og er mistök hinnar pólitísku yfirstéttar ESB; Telegraph
 
Fyrri færsla
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Ég á tvo ágæta félaga í Þýskalandi, sem báðir teljast vera ágætlega stæðir, þó ég myndi ekki kalla þá ríka. Þeir hyggjast báðir reyna að losa sig við evrur sínar, þó ekki hafi komið fram hvað þeir væru að veðja á....ég myndi mæla með krónunni íslensku, en treysti ekki Norrænu-velferðastjórninni ekki nægjanlega til að mæla með því.

Haraldur Baldursson, 7.6.2010 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband