Leita í fréttum mbl.is

Sérstaða evrusvæðis sem efnahagslegt stöðnunar- og hnignunarbandalag að staðfestast

 
Kauphöllin í New York
Mynd; kauphöllin í New York - N.Y.S.E 
 
Sérdeild heimsviðskipta með gjaldmiðla hjá svissneska stórbankanum UBS segir að Bandaríkjadalur sé að byggja undir sig nýjan alþjóðlegan stökkpall sem framfara- og hagvaxtarmynt fyrir næsta áratuginn. Hagvöxtur í Bandaríkjunum verði 300% betri en á evrusvæði og Bretlandi, nú þegar á þessu ári. 

UBS segir að Bandaríkjadalur sé að endurnýja þá stöðu sem hann hafði á níunda og tíunda áratug síðustu aldar þar sem bæði fjármagnsflæði til hlutabréfa- og gjaldeyrisviðskipta juku eftirspurn eftir mynt Bandaríkjamanna það mikið að hvorki hækkandi olíu- né hárvöruverð megnaði að þrýsta gengi hans niður á gjaldeyrismörkuðum. Við fáum að sjá að hækkun olíu- og hrávöruverðs mun ekki lengur þýða lægra verð á Bandaríkjadal, segir UBS. Seðlabanki Bandaríkjanna verður fyrstur til að hækka stýrivexti.

Á næstu 10 árum munu afgerandi betri og meira aðlaðandi grundvallarhagstæðir Bandaríska hagkerfisins hafa þau jákvæðu áhrif á alþjóðlega fjárfesta, að þeir munu í auknum mæli sækja í að fjárfesta í Bandaríkjunum og í mynt Bandaríkjanna, frekar en á evrusvæði, Bretlandi eða Japan. Væntingarnar til þessara grundvallar-umskipta munu hafa stór og afgerandi áhrif á gjaldeyrismörkuðum heimsins næstu 10 árin; Bloomberg
 
Fyrri Færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband