Leita í fréttum mbl.is

Evru lygarar - "Die EZB hat den Rubikon überschritten"

Helmut Schlesinger fyrrverandi bankastjóri þýska seðlabankans; "Die EZB hat den Rubikon überschritten" - ECB fór yfir Rubikon ánna sem jafngildir stríðsyfirlýsingu gegn þeim reglum sem myntbandalaginu var sett frá byrjun; hér
 
Handelsblatt: Evru lygarar 
Mynd; líkan af nýju "mittelpunkt Europa"

Lygarar evru-myntbandalagsins

Þýska viðskiptablaðið Handelsblatt var með harðorða grein í blaðinu fyrir nokkrum dögum undir yfirskriftinni "evrulygarar - hvernig þeir sviku loforð sín". Evran er góðviðris mynt, segir blaðið, hún þolir ekki álag. Undir álagi hefur ECB-seðlabanki Evrópusambandsins hent öllum grundvallarreglum seðlabankans og myntbandalagsins fyrir borð. Blaðið rekur 6 þátta atburðarrás svikinna loforða. 

Fyrsta loforðið var: Uppfylla þarf þrjú skilyrði fyrir aðild að myntbandalaginu. Þau lönd sem uppfylla skilyrðin geta tekið upp evru - Theo Waigel nóvember 1996.

Fyrsta loforð svikið: þetta árið uppfylla engin af 16 löndum myntbandalagsins þessi skilyrði. Ríkissjóðir myntbandalagsins eru að meðaltali reknir með 6,6% tapi. Ekkert bendir til að þetta lagist á næstu árum. Ríkissjóður Írlands er rekinn með með 11,7% tapi.

Annað loforðið var: "evran verður að minnsta kosti eins góður og stöðugur gjaldmiðill eins og þýska markið var" -  Theo Waigel nóvember 1996.

Annað loforð svikið: evran hefur frá 1999 sveiflast meira gagnvart dollar en þýska markið gerði síðustu 10 árin í lífi þess. Þetta gerðist þrátt fyrir að verðbólga var aðeins 1,5% að meðaltali á fyrsta áratug evrunnar. En á síðasta áratug þýska marksins var verðbólgan 2,5%. Þrátt fyrir þetta hefur evran verið óstöðugri mynt. 

Þriðja loforðið var: Eftir að við fáum evru mun þýska þjóðin gleyma þýska markinu - Helmut Kohl, apríl 1998.

Þriðja loforð svikið: Staðreyndin er sú að margir Þjóðverjar vilja fá þýska markið aftur. Samkvæmt rannsókn GDZ-Bank vilja 44% Þjóðverja leggja niður evruna og fá þýska markið aftur strax. 

Fjórða loforðið var: Það er enginn seðlabanki í heiminum eins óháður og sjálfstæður eins og ECB-seðlabankinn - Wim Duisenberg, júní 1998

Fjórða loforð svikið: Staðreyndin er sú að eftirmaður Duisenberg,  Jean-Claude Trichet, hefur brotið allar reglur peningastefnunnar samkvæmt öllum reglugerðarbókum. Hann kaupir ríkisskuldabréf. Hann prentar peninga og hendir regluverki peningastefnu seðlabankans fyrir borð. Samkvæmt yfirhagfræðingi Deutsche Bank, Thomas Mayer, er ECB-seðlabankinn nú orðinn handlangari ríkisstjórna evrulanda. 

Fimmta loforðið var: Ekkert eitt land eða ein ríkisstjórn á evrusvæðinu mun fá neina sérmeðferð hjá ECB-seðlabankanum. "Seðlabanki Bandaríkjanna breytir ekki regluverki eða stefnu sinni vegna eins einstaks fylkis í Bandaríkjunum" - Jean-Claude Trichet, janúar 2010 

Fimmta loforð svikið: Síðan þann 3. maí 2010 tekur ECB-seðlabankinn við ríkisskuldabréfum Grikklands þó svo að þau uppfylli ekki kröfur um veðhæfni því þau eru í ruslflokki. Þetta var gert vegna yfirvofandi ríkisgjaldþrots Grikklands og bara fyrir Grikkland.

Sjötta loforðið er: Lofað er að eyða áhrifum aukins peningamagns í umferð vegna sérstakra aðgerða seðlabankans sem er bein afleiðing neyðar- og björgunaraðgerða myntbandalagsins, þ.e. bankinn fer út og kaupir ríkisskuldabréf á markaði fyrir peninga sem hann prentar sjálfur.

Sjötta loforð svikið: Þetta er síðasta loforð ECB-seðlabankans. Hann segist hafa til ráðstöfunar tól og tæki sem sjúga inn samsvarandi peningamagn úr umferð og hann býr til eftir að bankinn á algerlega tilviljanakenndan hátt er kominn út í ríkisskuldabréfakaup. Hann segist þannig ætla að koma í veg fyrir verðbólgu. Hvort þetta takist hjá ECB eru sérfræðingar efins um; Handelsblatt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ásgeir Bjarnason

Velkomin til Íslands!

Jón Ásgeir Bjarnason, 20.5.2010 kl. 16:33

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Kærar þakkir Jón. 

Yndislegt tilfinning !  

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 20.5.2010 kl. 20:14

3 identicon

Fylgist með takk

Kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 21:51

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Kominn heim! Vertu velkominn.

Ragnhildur Kolka, 21.5.2010 kl. 16:17

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér góðar kveðjur Ragnhildur. Þetta er góð tilfinning. 

Bestu kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 21.5.2010 kl. 17:15

6 Smámynd: Haraldur Baldursson

Velkominn heim og takk fyrir að taka með þér góða veðrið :-)

Haraldur Baldursson, 23.5.2010 kl. 22:48

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ég þakka kveðjurnar Haraldur.

Nóg var af góða veðrinu þegar ég kom. Fylltist kæti og fór með nesti upp í Hvalfjörð í gær. Þar var yndislegt, um 20 gráður og hrossagaukar léku ljúft undir. 

Kveðjur

Í Hvalfirði maí 2010

Gunnar Rögnvaldsson, 24.5.2010 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband