Leita í fréttum mbl.is

Evra: Frankenstein fjármála

Stjórnmálamennirnir og elíta Brussel hafa búið til fjármálalegan Frankenstein í Evrópusambandinu

"Ég er mjög áhyggjufullur vegna Evrópu. Við höfum ekki ennþá séð það versta í Evrópu og ég hef miklar áhyggjur. Vandamálið er að hagkerfin í Evrópu eru svo ólík". Charles segir að Evran setji allt í mikla hættu. Heldurðu að myntbandalagið sé að hrynja? - spyr blaðamaðurinn. "Ég veit það ekki. En evran er fyrirbæri sem tæknilega getur aldrei virkað. Stjórnmálamennirnir hafa búið til peninga- og fjármálalegan Frankenstein. Löndin reka burt frá hvort öðru. Ábyrgð stjórnmálamannanna er að leysa það vandamál. En ég held ekki að við ættum að vænta mikils í þeim efnum" (Krónan bjargar Svíþjóð)


Þetta sagði Charles Gave í mars á síðasta ári. Hann stofnaði greiningafyrirtækið Gavekal með fyrrum aðalritstjóra Financial Times, Anatole Kaletsky.

Þessa dagana eru hámenntaðir fáráðlingar Brussels að sprengja heiminn í loft upp. Þeir bjuggu til mynt sem er að springa, sem er að eyðileggja efnahag landa evrusvæðis og sem er í engu jarðsambandi við fólkið í Evrópu. Þessi Frankenstein-mynt er verk elítu Samfylkinga Evrópusambandsins. Þessi elíta er gjaldþrota núna. En elítan hefur þegar sent reiknigana áfram til fólksins. Ekkert nema slæmt hefur þessi Frankenstein-mynt Evrópusambandsins fært heiminum.
 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Sem fjármálalegur hvítvoðungur leyfi ég mér að fullyrða að það gerði ekki kröfu um stórkostlega vitsmuni að átta sig á að efnahagskerfi Suður og Norður Evrópu eiga litla samleið. 

En óskhyggja er stundum stærri en magamálið og það sýnist mér vera tilfellið með myntbandalagið.  

Ragnhildur Kolka, 7.5.2010 kl. 20:30

2 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Merkel er gersamlega búin að spila botninn úr buxunum..er ansi hræddur um að hinn almenni borgari Þýskalands er ekki sáttur með hennar stöðu..60% þýskra borgara vill að Grikkir sjái um sig sjálfir..og ég er hjartanlega sammála, Grikkland mun falla..það þarf eitthvað meiriháttar aðgerð bara til þess að halda við ruglinu...stjórnmálaelítan er að tapa taflinu..og reynir með öllum ráðum að bjarga kerfinu..spilling alger.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 8.5.2010 kl. 07:56

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur fyrir 

Já þetta er nokkuð nákvæmlega eins og andstæðingar evru vöruðu við frá byrjun. Það tók aðeins 11 ár að sýna fram á að myntbandalagið virkar ekki, er ónýtt, er gangslaust, er skaðlegt, er dýrt, er óhagkvæmt, er skaðvaldur og er pólitískt elítuverk.

Þetta er eins og Sovétríkin. Myntbandalagið hafði ekkert lögmæti meðal fólksins eins og Kreml hafði aldrei heldur meðal fólksins. Elítan þröngvaði myntbandalaginu yfir hausa þegnana og nú er það hrunið. En Sovét hafði þó herinn og fangabúðirnar fram fyrir ESB og tókst þar af leiðandi að halda bandalaginu lengur saman.

Nú vilja fárfestar fá peningana sína til baka. Þá kallar Brussel þá bara fyrir spekúlanta og þá eru þeir vondir. En þegar lokka á peninga út úr fjárfestum þá eru þeir kallaðir fjárfestar.

Núna um helgina er verið að reyna að bjarga leyfunum af myntbandalaginu. Í boði er stórt svitabað í Brussel fyrir lafhrædda. Þetta er það sem er þar í boði: S V I T A B A Ð !

Hér er gott upplegg frá Simon Johnson um hvað ræða ætti í svitaboði Brussel um helgina: The Agenda For Emergency Economic Strategy Discussions This Weekend

Hér eru tölur úr svitaboðinu: Ríkisskuldabréfamarkaður

Portúgal er á sömu leið og Grikkland. Þar er svitaboðið byrjað fyrir Portúgala eftir 11 ára partý ECB bankans.

Má bjóða þér í svitaboð kæri Íslendingur? Bjóða íslensku þjóðinni í svitaboð í Brussel.? Takið þá vinsamlegast aleiguna með ykkur svo hægt sé að troða henni undir botninn á elítu Evrópu sem nú er að sökkva og sprautar reikningum út til hægri og vinstri á þjóðir Evrópu.

Ef það kemur ekki eitthvað af alvöru fram á borðið nú um helgina þá mun myntskriflið ekki lafa út næstu vikur. Næsta vika getur orðið algert sláturhús.

Gunnar Rögnvaldsson, 8.5.2010 kl. 12:46

4 Smámynd: Elínborg

Mjög fróðlegir pistlar hjá þér Gunnar og þakka þér fyrir þá. Í mörg ár hef ég lesið mér til um Evrópusambandið og ýmislegt á bak við það. Mér hefur alltaf fundist eitthvað eitthvað mjög loðið þar,svo ekki sé meira sagt. Sumir kalla það samsæriskenningar, þeir mega það; en ég er á öðru máli.

Mín skoðun er sú, að venji fólk sig á gagnrýna hugsun og skoði aðeins undir yfirborðið, megi finna mjög margt athyglisvert.  Mér finnst dapurt hve margt fólk hefur látið mata sig gagnrýnislaust á fréttum og öðru í langan tíma. Held að það eigi stærsta þáttinn í því hvernig komið er í ýmsum mikilvægum málum  heimsins í dag.Mátti til með að koma þessu að og vona þú takir því vel.

Enn og aftur; bestu þakkir fyrir þín skrif.

Elínborg, 8.5.2010 kl. 14:32

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Kærar þakkir fyrir innlitið og góðar kveðjur Elínborg. 

Kveðjur í til þín.

Gunnar Rögnvaldsson, 8.5.2010 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband