Leita í fréttum mbl.is

Evrusvæðið er nú hinn fárveiki maður heimsins. Vekið forsetann!

 
Vekið forsetann, segir Simon Johnson 
 
Hefur seðlabanki ESB og myntbandalagið málað sig út í horn?

Evrusvæðið er nú hinn veiki maður heimsins (e. the sick man of the World). Fleiri og fleiri óhagstæð atriði safnast saman. Vandamál myntbandalagsins hófust þegar það var stofnað. Það var stofnað af pólitískum ástæðum, það var fyrsta vandamál þess. Eftir stofnunina dulbjóst myntbandalagið og hóf störf sín sem efnahagslegt fyrirbæri. Árin frá 1999 til 2008 voru notuð til að smíða eitt stærsta efnahaglega vandamál sögunnar - og sprengja 6 lönd þess í loft upp. Nú eru hrikaleg vandamál evrusvæðis orðin flestum opinberuð, nema kannski þeim sem eru svo rétttrúaðir að þeir þurfa að ferðast um götur og stræti dulbúnir sem fræðimenn, eða jafnvel sem stjórnmálamenn í úthverfri kápu. Flest skynsamt fólk mun þó þekkja þessa á bæði örvæntingarfullum klæðaburði og höktandi göngulagi. Eitt áfram og tvö afturábak. 

Ekkert minna stendur á borðinu en líklegt hrun evrusvæðis. Jafnvel mér sjálfum hafði ekki tekist að ímynda mér að málin stæðu eins illa og þau greinilega gera. Eftirfarandi eru nokkur dæmi um það sem færustu menn og blöð sögðu í síðustu viku. Síðan þá hefur ástandið bara versnað.  

Simon Johnson: "VEKIÐ FORSETANN!" Evrópa er að sprengja okkur í loft upp. Evrusvæðið er að breytast í efnahagslega tímasprengju. Vekið forsetann. Frá og með nú er allt breytt í sambandi við evrusvæði og umheim þess. Fjármagnið hefur tekið í notkun ný gleraugu sem það notar til að skoða efnahagsmál evrusvæðis. Þessi gleraugu eru svört svo augun þoli glampann frá sprengingunni. Baseline Scenario: Wake The President

Noregur: Vandamálið er ofsastórt en þátttakendur í lausn þess eru of margir. Einhver gæti ýtt á vitlausan hnapp og sprengt Evrópu í loft upp. Ola Storeng, norska Aftenposten
 
Financial Times: The door is locked, there is no exit; the ECB is trapped, forced to sit idle at the table as governments argue and haggle their way towards a solution and possibly being asked to inflate the debt problem away—its own version of hell… 
 
 
Unicredit og BNP: Seðlabanki Evrópusambandsins hefur málað sig út í horn. Hann mun ekki geta dregið til baka það flóð af peningum sem ausið var út til fjármálastofnana í hruninu án þess að sum ríki og bankakerfi evrusvæðis fari á hausinn. Athugið að ríkið (e. the sovereign) er nú orðið mamma bankanna. Mamma er í hættu. Útgönguleið seðlabankans er lokuð. Hann málaði sig inni í horni sinnar "eigin útgáfu helvítis". Financial Times AlphavilleFor the ECB – ‘The door is locked, there is no exit…       

Nouriel Roubini: eftir bara nokkra daga höfum við hugsanlega ekki neitt evrusvæði til að ræða saman um 
 
 
Video: pallborðsumræður 27. apríl: staður: Milken stofnunin í Bandaríkjunum: undir stjórn Komal Sri-Kumar. Enginn hér efast um að evrusvæðið sé að þrotum komið. Spurningin er hins vegar hvort það komi nýr dagur á morgun fyrir evrusvæðið og þá hvernig hann muni líta út. Er hægt að leysa vandamálin? Hvert er plan-B?
 
This session on the Eurozone seemed ripped from the headlines, coming on the same day that Greek debt was sharply downgraded, setting off concern throughout not only Europe but the world's capital markets.
 
Þátttakendur:
  • Bo Lundgren, Director General, Swedish National Debt Office; former Minister for Fiscal and Financial Affairs
  • James McCaughan, CEO, Principal Global Investors
  • Nouriel Roubini, Professor of Economics and International Business, Stern School of Business, New York University

 
Fyrri færsla
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ásgeir Bjarnason

Þetta eru merkilegustu dagar.

Stærsta verkefni evrópukrata er hrunið!

Af hverju?

Kanski augljóst, í það minsta eftir á að hyggja. Í það minsta hefur þú lengi bent á próblemin...

Ég er að mjög sáttur við að hafa skortselt norska pappíra fyrir stuttu síðan (Bara smotterí auðvitað..).

Heimurinn skortselur nú innistæðulausa pappíra evrukratanna.

Er ekki sagt að maður uppskeri eins og maður sái?...

Bara verst hvernig ábyrgarlausir pólitíkusar senda uppskerubrestin á þá sem síst skyldi.

Jón Ásgeir Bjarnason, 5.5.2010 kl. 12:56

2 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Erum við ekki 95% í ESB? Er ekki best að losa okkur við þennan kostnaðarsama millilið sem heitir krónan?

Sumarliði Einar Daðason, 5.5.2010 kl. 17:16

3 identicon

Já við lifum á áhugaverðum tímum svo mikið er víst.

Hverjar eru líkurnar, að þínu mati Gunnar, á að DK noti Eject takkann á DKK og losi hana frá Euro svæðinu á næstunni?

Og svo er annað hefur þú séð þessa grein í Der Spiegel, hún er ekki uppörfandi en hefur svo sem legið fyrir að undanförnu.

http://www.spiegel.de/international/europe/0,1518,692666,00.htm

ps. ekki gleyma að skoða alla greinina (sjá part 1, 2, 3... neðan við textann).

Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 20:40

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur

Takk fyrir slóðina Magnús (Huge National Debts Could Push Euro Zone into Bankruptcy) á Der Spiegel. Já ég hafði gluggað í þetta. 

Ég geri mér engar grillur um að heimska manna í Evrópu sé svo lítil að nokkuð gott muni gerast þar á næstunni. Ef Íslendingum fannst að yfirvöld á Íslandi hafi verið óhæf til að glíma við málin fram að hruni bankakerfisins, þá skuluð þið margfala vanhæfni þeirra með 10 og þá fáið þið út heimskingja Evrópusambandsins. Bæði stjórnmálamenn og Brussel óvitana.

Allt var betra á Íslandi en það er í Evrópusambandinu. Miklu miklu betra. Það ætti að sæma íslensk stjórnvöld og embættismenn Fálkaorðunni fyrir snilligáfu miðað við kollega þeirra í Evrópusambandinu. Svo slæmt er ástandið í ESB.

Danir munu ekki gera neitt fyrir en ERM bindingin lokar bankakerfi þeirra eða handjárnar ríkisfjármálin hjá þeim. Það var smá uml- og óttabrölt um þetta í dagblöðunum í dag. En það verður örugglega þaggað niður. En óttinn er samt sem áður að læðast að þeim. Óttinn um að það sé slæmt að bundinn fastur við ríkisfjármála- og peningapólitík ESB.

================ 

Michael Hedegaard Lyng, koncern- og finansdirektør i industrikoncernen NKT

"Grundlæggende er den svækkede euro noget skidt, og situationen skaber på langt sigt mistillid til euroen, som også kan smitte af på den danske krone," siger Michael Hedegaard Lyng, der er koncern- og finansdirektør i industrikoncernen NKT.

Han mener, at den nuværende meget usikre situation er en test af, hvorvidt det er holdbart at dele finans- og pengepolitik, som det er tilfældet i euro-modellen.

"Dette er en test af hele euro-systemet, og det virker ikke som om Den Europæiske Centralbank og de respektive regeringer tidligt nok har grebet ind," siger han. (Børsen)

================ 

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 5.5.2010 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband